Er fólk ekki bara orðið dauðleitt á sérhagsmunapólitík þessara flokka?

Er fólk ekki að launa framapotið og vinahyglingu þessara flokka gegn um síðstu áratugi og kallar eftir breyttu umhverfi í stjórnmálum þar sem hinn almenni kjósandi fær meiru um ráðið en bara á fjögurra ára fresti. VG og Samfylkingin eru engu betri.
Þær riðseðlur sem þessir flokkar eru, eru etv. barn síns tíma, ófærir um að bregðast nægjanlega skjótt við breyttum aðstæðum, og munu deyja út eins og þær.

Það er ekki nóg að lofa fyrir kosningar og gera svo allt eins og áður. Upplýst fólk í nútíma samfélagi, sem veit að allt er hægt, sé vilji fyrir hendi, kaupir ekki lengur innihaldslaus loforðin og leitar á ný mið.

Ég kaus Sjálfstæðisflokkinn hér áður, ég er sjálfstæðismaður í hjarta mínu... en ég er ekki sjálfstæðismaður þessa flokks.
Er nýjasta dæmið um vinahyglinguna etv. hraðbrautin um Gálgahraun (í boði þjóðarinnar í gegn um Vegagerð Ríkisins) sem mun trúlega auka verðgildi þeirra sem eiga landið í Garðaholtinu um einhverja miljarða, ég veit ekki... lítur þannig út ???


mbl.is Leitað verður skýringa og sökudólga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ómar Ragnarsson hefur sýnt fram á að ekki sé allt meðfelldu um rökstuðninginn fyrir lagningu vegarins um Garðahraun/Gálgahraun. Vegalagningin hefur verið rökstudd með því að núverandi vegakafli sé með þeim hættulegustu í landinu. Ómar hefur bent á og vísar í tölfræði frá lögreglunni og slysarannsóknum að þessi rök standist ekki. Álftanesvegurinn er langt því frá að vera httulegri en aðrir vegaspottar í landinu.

Hins vegar er alveg ljóst að þessi vegalagning fer í einu og öllu eftir hagsmunaaðilum þeim sem hyggjast gera lóðasölu vestast í Garðabæ að mikilri féþúfu. Lögreglunni var sigað á mótmælendur til að gæta hagsmuna þessa lóðabraskara.

Það er ekki undarlegt að mörgum sé farið að þykja ýmsir í Sjálfstæðisflokknum vera orðnir ansi kræfir í hagsmunagæslu sinni. Og sjónarmið þeirra og hagsmunir ganga í dag þvert gegn eðlilegri skynsemi.

Gróðahyggjan er á góðri leið að ganga Sjálfstæðisflokknum dauðum!

Guðjón Sigþór Jensson, 25.5.2014 kl. 19:00

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Í.A.V. eru gæluverkefni ríkisstjórnarinnar og líka hinnar fyrrverandi, þessir aðilar fá endalaus tækifæri og afskriftir til að fá að vera áfram, og valta yfir allt sem fyrir þeim verður, ekki bara Gálgahraun heldur allskona verkefni eins og snjóflólaverkefni á Ísafirði, þar sem allt er lagt undir og yfir völd leggjast á hnén og leyfa þessum aðilum að vaða yfir fólkið í bænum, allt í krafti "tímabundnu verkefni verktaka" eins og segir í skýrslu sem var gefin út til að hægt væri að láta ríkið borga framkvæmdir, svo þessir herramenn gætu nú framhaldið sínu fyrirtæki. Segi eins og Styrmir þetta er ógeðslegt samfélag, og því miður er fólk svo vitlaust að það kýs aftur og aftur fjórflokkinn, sem er spilltur eins og í raun allir vita, í stað þess að gefa nýju fólki tækifæri á að spreyta sig. Sorglegt bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.5.2014 kl. 21:28

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hver kýs dómara og lögmannafélags-forystu landsins, sem stjórna villimennskunni?

Kannski stúku-Styrmir geti frætt okkur um eitthvað fleira en marklaust hjal um valdalausa þingmenn/ráðherra einhverra flokka.

Það var Ögmundur Jónasson sem skrifaði undir samþykki á vegalagningunni í Gálgahrauni. Náttúruverndarsinninn sjálfur? Eða hvað þykjast Vinstri Grænir eiginlega vera, í þessu fíflagangs-leikriti?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.5.2014 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Einarsson

Áhugamaður um almennt heilsufrelsi. Valfrelsið er okkar stærsta gjöf, notum það!

Höfundur

Ólafur Einarsson
Ólafur Einarsson
Áhugamaður um heilsufrelsi Íslendinga. Við eigum að hafa réttinn til að velja okkar meðferðarleið til heilbrigðis sjálf, og fá til þess fjárhagslegan stuðning þrátt fyrir að leiðin sé utan þess "hefðbundna".

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband