Stundum fundið skólplykt af appelsínum.

Það getur velverið að erlent grænmeti og ávextir séu ræktuð með hreinu vatni, ekki íslensku vatni en hreinu þó ?!?

það getur líka velverið að það sé ræktað með vatni sem búið er að hreinsa og hringrása nokkrum sinnum gegn um skólpkerfi borga og bæja úti í hinum stóra heimi?

Í öllu falli þá kemur það fyrir að finna má skólplykt af appelsínunum og blaðgrænmetið endist mun skemur en það íslenska, enda orðið einhverra daga gamalt þegar það loks kemst í búðir upp í norður Atlandshafi.

Að skola grænmeti með íslensku vatni er langt frá því það sama og að rækta það með íslensku vatni.

... það er náttúrulega umhugsunarefni hversvegna innflytjendur erlends grænmetis sjá ástæðu til að auglýsa að búið sé að skola það með íslensku vatni nema að það sé eitthvað jákvætt við vatnið okkar.

Ég mun í öllu falli áfram velja grænmeti þar sem íslenskt vatn hefur runnið um æðarnar frá upphafi til neysludags, en ekki verið skolað með íslensku vatni vegna markaðssetningar!

Leitt að appelsínur skuli ekki vera ræktaðar á Íslandi, því um lík gæði sem við þá nytum.

Að lokum þá skil ég ekki þessa áráttu manna að flytja inn vörur sem við erum fullfær um að rækta hér heima: Kalt og heitt vatn, ódýrt hreint rafmagn (ekki skapað með brennslu kola eða olíu), mun minna kolefnisfótspor ... í mínum huga ekki spurning að hvetja til og gera fólki kleift að rækta heÅ• heima, fullnægja innlendum markaði og flytja út í stórum stíl. 


mbl.is Villandi auglýsingar lítilsvirðandi í garð keppinauta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. janúar 2019

Um bloggið

Ólafur Einarsson

Áhugamaður um almennt heilsufrelsi. Valfrelsið er okkar stærsta gjöf, notum það!

Höfundur

Ólafur Einarsson
Ólafur Einarsson
Áhugamaður um heilsufrelsi Íslendinga. Við eigum að hafa réttinn til að velja okkar meðferðarleið til heilbrigðis sjálf, og fá til þess fjárhagslegan stuðning þrátt fyrir að leiðin sé utan þess "hefðbundna".

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 205
  • Frá upphafi: 5025

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 170
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband