Ylrækt fyrir Íslendinga og Evrópubúa

Hversvegna notum við ekki heita og kalda vatnið okkar og allt rafmagnið og ræktum lífrænt grænmeti, jafnvel ávexti fyrir innlendan markað og seljum umframframleiðslu til Evrópu. Með þessu móti getum við hætt að flytja inn ógeðslega Hollenskt grænmetið sem maður lengi frameftir slysaðist til að kaupa og henti að jafnaði vegna óbragðsins.

Ísland getur orðið matarkista Evrópu, sé rétt á spilunum haldið, hér tala ég ekki bara um fiskinn heldur grænmeti og etv. fleiri matvörur. 


mbl.is „Eitthvað annað“ arðbærara en álið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Sigfússon

Svo skemmtilega vill til að ég sat einhverntímann fund varðandi atvinnusköpun á Suðurnesjum þar sem bent var á möguleika ylræktar í nánd við (jarðhita)-raforkver. Kosturinn við það væri að sparast myndi flutningskostnaður rafmagns (sem er stór þáttur þeirra raforkugjalda sem grænmetisbændur þurfa að greiða). Hlestu erfiðleikar voru tengdir loftræstingu gróðurhúsana en heildina virtist þetta vera mjög vænlegt.

En einhverjum úrtölumanninum datt í hug að benda að þá á þann möguleika að við mikinn útflutning grænmetis myndi blessuð krónan okkar hækka og þá myndi allt ylræktargrænmetið nú flæða á innanlandsmarkað og drepa alla samkeppni þar.

(mér datt ekki einu sinni í hug að svo miki ðgrænmeti mætti framleiða að það gæti hækkað krónuna sem er búinn að vera á niðurleið allt frá því ég man eftir)

Aðrar hugmyndir voru líka slegnar af borðinu og ljóist var að þetta ætti að enda einn veg bara álver gæti bjargað málum og ekkkert annað.

Gunnar Sigfússon, 29.5.2013 kl. 13:17

2 Smámynd: Ólafur Einarsson

Nú voru að berast fréttir af því að lánshæfismat Alcoa væri komið niður í ruslflokk. Hvað segja nú sumir sambloggarar mínir um umfjöllun Guðbjartar, aðallega þeir sem fara stórum um að hún skilji bara ekki aðstæðurnar, eða tölurnar, eða forsendurnar. Ætli þeir telji að Guðbjört beri ábyrgð á breyttu lánshæfismati Alcoa, bara til að styðja sitt mál.

Álið er ekki málið, svo einfalt er það, enda aldrei verið talið gáfulegt að setja öll eggin í sömu körfuna.

Ólafur Einarsson, 29.5.2013 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Einarsson

Áhugamaður um almennt heilsufrelsi. Valfrelsið er okkar stærsta gjöf, notum það!

Höfundur

Ólafur Einarsson
Ólafur Einarsson
Áhugamaður um heilsufrelsi Íslendinga. Við eigum að hafa réttinn til að velja okkar meðferðarleið til heilbrigðis sjálf, og fá til þess fjárhagslegan stuðning þrátt fyrir að leiðin sé utan þess "hefðbundna".

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 4740

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband