Þetta er ekki bara Reykjavíkurborg heldur ný lög Ragnheiðar Elínar ...

Að frumkvæði hóteleigenda og annarra stóreignamanna ætla nú allir að leggja pening í hótelin og ferðamennina og græða á tá og fingri.
Fyrir þá sem lengra sjá en nef þeirra nær er það deginum ljósara að Hótelbrjálæðið er hið nýja Lax-eldi, loðdýra-rækt eða hvað þetta háttalag hefur heitið á fyrri árum.

Hér á landi og víðar um heim hefur heimagistingarformið eða deilihagkerfið (Airbnb og Trip Advisor heitir það í dag), ef löglega gert, þjónað þeim tilgangi að vera stuðpúði á slíkar bólur sem ferðamannaiðnaðurinn nú er ... en ekki á Íslandi, ekki lengur, því nú í vor samþykkti hið háa Alþingi frumvarp Iðnaðar og viðskiptaráðherra Ragnheiðar Elínar Árnadóttur að setja hömlur á fólkið í landinu ... hömlur á að þau geti nýtt sínar eigin eignir til þess að vera þessi nauðsynlegi stuðpúði sem við þurfum.

Sé heimagistingin gerð löglega og eins og hún upphaflega var hugsuð (herbergjaleiga í heimahúsi, Bed & Breakfast, Zimmer frei) þá er hún einmitt þessi bráðnauðsynlegi púði til að verja efnahag Íslands fyrir öðru hruni. En nei, stóreignamenn gengu svo frá hnútunum, með ráðherra sjálfstæðisflokks í broddi fylkingar að fé skyldi færa frá hinum almenna borgara sem er að vinna fyrir sér á þennan hátt og til þeirra sem allt vilja eiga og allt vilja fá.

Þessi lög leggja þungan stein á vogarskálar næsta hruns ... vitið þið til !!!
... og þá er gott að muna hvaða flokkur og hvaða ráðherra (Ragnheiður Elín Árnadóttir) fylgdi gjörningnum í gegn um Alþingi Íslendinga.

Og þá er kominn sá tími að við Íslendingar þurfum að horfa upp á annað hrun í boði Sjálfstæðisflokks með sina "einkavinavæðingu" sem tröllríður þessu landi og þjóð út í rauðann dauðann.


mbl.is Reykjavík verður full af tómum hótelum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Einarsson

Áhugamaður um almennt heilsufrelsi. Valfrelsið er okkar stærsta gjöf, notum það!

Höfundur

Ólafur Einarsson
Ólafur Einarsson
Áhugamaður um heilsufrelsi Íslendinga. Við eigum að hafa réttinn til að velja okkar meðferðarleið til heilbrigðis sjálf, og fá til þess fjárhagslegan stuðning þrátt fyrir að leiðin sé utan þess "hefðbundna".

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband