Að frumkvæði hóteleigenda og annarra stóreignamanna ætla nú allir að leggja pening í hótelin og ferðamennina og græða á tá og fingri.
Fyrir þá sem lengra sjá en nef þeirra nær er það deginum ljósara að Hótelbrjálæðið er hið nýja Lax-eldi, loðdýra-rækt eða hvað þetta háttalag hefur heitið á fyrri árum.
Hér á landi og víðar um heim hefur heimagistingarformið eða deilihagkerfið (Airbnb og Trip Advisor heitir það í dag), ef löglega gert, þjónað þeim tilgangi að vera stuðpúði á slíkar bólur sem ferðamannaiðnaðurinn nú er ... en ekki á Íslandi, ekki lengur, því nú í vor samþykkti hið háa Alþingi frumvarp Iðnaðar og viðskiptaráðherra Ragnheiðar Elínar Árnadóttur að setja hömlur á fólkið í landinu ... hömlur á að þau geti nýtt sínar eigin eignir til þess að vera þessi nauðsynlegi stuðpúði sem við þurfum.
Sé heimagistingin gerð löglega og eins og hún upphaflega var hugsuð (herbergjaleiga í heimahúsi, Bed & Breakfast, Zimmer frei) þá er hún einmitt þessi bráðnauðsynlegi púði til að verja efnahag Íslands fyrir öðru hruni. En nei, stóreignamenn gengu svo frá hnútunum, með ráðherra sjálfstæðisflokks í broddi fylkingar að fé skyldi færa frá hinum almenna borgara sem er að vinna fyrir sér á þennan hátt og til þeirra sem allt vilja eiga og allt vilja fá.
Þessi lög leggja þungan stein á vogarskálar næsta hruns ... vitið þið til !!!
... og þá er gott að muna hvaða flokkur og hvaða ráðherra (Ragnheiður Elín Árnadóttir) fylgdi gjörningnum í gegn um Alþingi Íslendinga.
Og þá er kominn sá tími að við Íslendingar þurfum að horfa upp á annað hrun í boði Sjálfstæðisflokks með sina "einkavinavæðingu" sem tröllríður þessu landi og þjóð út í rauðann dauðann.
Reykjavík verður full af tómum hótelum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:27 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Einarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.