Böðlar útlendingastofnunar!

Það minnir um margt á böðla fortíðar (og nútíðar), hegðunarmynstur starfsfólks útlendingastofnunar. 
Steinrunnin andlitin þegar taka skal ákvörðun um afdrif lifandi fólks, lifandi barna,
... neita að taka einstaka mál til raunverulegrar efnis-meðferðar, vísa í Dyflinnar reglugerð.

Erum við Íslendingar ekki sjálfstæð þjóð, getum við ekki gert betur, þurfum við að fela okkur bak við ákvarðanir annarra þjóða (ég veit, Ísland er aðili að þessari reglugerð)??
En erum við ekki fyrst og fremst manneskjur, á ferðalagi saman í gegn um þetta líf?

Ef veður/náttúran heldur áfram að breytast jafn hratt og raunin virðist ætla að verða, gætum við einhvern daginn vaknað upp, sem flóttafólk á erlendri grundu, viljum við (VILJA ÞEIR hjá útlendingastofnun) vera meðhöndluð á sama máta?

Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra!


mbl.is „Ekki hægt að humma þetta af sér“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Hvernig væri að þu tækir við þessu fólki á þitt heimili og stæðir straum af upphaldi þess? Viltu ekki borga fyrir eigin hugmyndir? Eða eins og þú segir:"En erum við ekki fyrst og fremst manneskjur, á ferðalagi saman í gegn um þetta líf?"

Stattu nú við stóru orðin. 

Er þetta fólk ekki bara efnahagslegir flóttamenn?

Hvernig hafði þetta fólk efni á að koma til Íslands? Kostar ekki eitthvað að koma hingað?

Helgi (IP-tala skráð) 4.7.2019 kl. 19:14

2 Smámynd: Jón Thorberg Friðþjófsson

Flest af þessu fólki sem kemur hingað, er skilríkjalaust og lýgur til um aldur og aðstæður. Það er mikil vinna sem starfsfólk Útlendingastofnunar leggur á sig til að leiða það rétta í ljós, og á síst skilið að vera úthúðað í fjölmiðlum fyrir að sinna starfi sínu. Mér finnst koma til álita að láta flugrekendur bera allan kostnað af dvöl þess hér, á meðan unnið er úr málum þess og koma þeim svo aftur út, allt á sinn kostnað. 

Við getum tekið áfram við því fólki, sem sækir um að koma hingað og fer í gegnum það ferli.

Jón Thorberg Friðþjófsson, 5.7.2019 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Einarsson

Áhugamaður um almennt heilsufrelsi. Valfrelsið er okkar stærsta gjöf, notum það!

Höfundur

Ólafur Einarsson
Ólafur Einarsson
Áhugamaður um heilsufrelsi Íslendinga. Við eigum að hafa réttinn til að velja okkar meðferðarleið til heilbrigðis sjálf, og fá til þess fjárhagslegan stuðning þrátt fyrir að leiðin sé utan þess "hefðbundna".

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband