9.12.2020 | 12:05
Bóluefnin koma öll á sama tíma, hvernig gat það gerst!?
Nú skilst manni að nálgun bóluefna framleiðendanna sé mjög mismunandi en samt eru bóluefnin að koma fram á sama tíma.
Var þetta samvinnuverkefni allra framleiðenda, og hvað þá með þessa ólíku nálgun?
Ríkari löndin hamstra bóluefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ólafur Einarsson
Áhugamaður um almennt heilsufrelsi. Valfrelsið er okkar stærsta gjöf, notum það!
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er með þetta Ólafur eins og allt kórónuveirufárið, þetta er allt mjög undarlegt. Skáldsagnahöfundar hefðu ekki getað látið sér detta þetta í hug, en fólk trúir allri þessari vitleysu. Hugsandi fólki getur ekki látið sér detta í hug að treysta þessum "bóluefnum". Hversu fljótt þetta kemur fram og eins og þú segir fjöldi lyfjafyrirtækja öll á sama tíma segjast vera með "öruggt" bóluefni segir okkur það að ekki er allt með feldu. Bóluefni hafa valdið miklum skaða og við hverju ættum við að búast nú með þessum fljótfærnisbóluefnum???
Tómas Ibsen Halldórsson, 9.12.2020 kl. 13:12
Bóluefnin koma fram á svipuðum tíma af því að það tekur álíka tíma að þróa þau. Svo er bara að sjá hvernig gengur.
Ég fékk bólusetningu fyrir löngu síðan og bar ekki skaða af.
Þetta var bólusetning við mænuveikinni. Fyrir tæpum 60 árum. Fólk flykktist á Heilsuverndarstöðina í Rvík. Þar voru biðraðir frá götunni og alla leið niður í kjallara. Þetta var ekki skemmtilegur dagur fyrir okkur krakkana. Hímandi í biðröð daglangt (man ekki hveru lengi, tók ekki tímann). Þegar í kjallarann var komið fékk ég helv**** sprautuna í hannlegginn og ég emjaði af sársauka.
Mér finnst þetta hafa verið árið 17 hundruð og súrkál. Ef þeir gátu þróað bóluefni þá, þá getur þetta varla verið verra í dag. Held að flestir taki slaginn.
Ingibjörg Magnúsdóttir, 10.12.2020 kl. 00:57
"Bóluefnin koma öll á sama tíma, hvernig gat það gerst!?"
Ef þið hefðuð lesið fréttir, þá hefðuð þið séð að allir unnu saman !
Einföld skýring og ekkert skrýtið að þetta kemur á sama tíma.
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 10.12.2020 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.