17.11.2023 | 14:28
Með ógild vegabréf í höndum.
Það sagði mér Venesúela skjól-leitandi í gærhvelið að vegabréf hefðu verið afhent á ný en að þau væru nú ógild.
Þessar fréttir henta dómsmálaráðherra og ríkisstjórn (alþingi) vel því þá er hægt að halda áfram með brottflutning raunverulegs fólks til Venesúela.
Fólk flýr ekki heimalandið bara af því bara, þau fara vegna þess að þeim er ólíft.
Sambærilegt er ástandið í Grindavík, fólk flýr vegna þess að annaðhvort er hættulegt að vera áfram, eða það er ólíft að vera áfram og fólk fer til að reyna að bjarga lífi sínu og fjölskyldu sinnar.
Ég þekki fjölda þessara Venesúela búa sem hingað eru komin, þau eru öll bara venjulegt fólk, þau sem ég þekki eru hreint yndislegt fólk, margt hvert hámenntað. Það sem þau þrá að lifa í öryggi og leggja Íslandi krafta sína. Þau eru ekki hingað komin til að leggjast upp á sósíalinn, vilja vinna en mega það ekki.
Fólið sem ég þekki væru landi og þjóð mikill fengur ef þau fengju að vera.
Hámenntað fólk rífur ekki upp rætur og flýr til annarra landa bara af því,
það er ástæða en Alþingi og ríkisstjórn spáir ekki í það ... gleypa við fréttum sem henta!
Einhvernvegin kemur svartur blettur á sögu Bandaríkjanna mér í hug þegar ég horfi á atgang íslenskra stjórnvalda gagnvart flóttafólki.
https://www.history.com/news/wwii-jewish-refugee-ship-st-louis-1939
Frjálsir ferða sinna og búnir að fá vegabréfin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:47 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Einarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.