Kópavogsfundur 1662 og nútíminn . . . er munur?

Árið er 1662, dagsetning 28 júlí og staðurinn Kópavogur.
Mættir eru Henrik Bjelke aðmíráll fyrir hönd Danaveldis (ásamt her). Þar eru einnig mættir þeir Áni Oddsson lögmaður og Brynjólfur Sveinsson biskup ásamt fleirrum fyrir Íslands hönd. Tilgangur fundar, að færa Íslendinga undir Erfðahyllingu Danaveldis að
EVRÓPSKRI fyrirmynd. Þetta þýðir að ef breyting verður á lögum í Danmörku taka þau gildi á Íslandi án samþykkis Alþingis Íslendinga. Þegar Brynjólfur Sveinsson Biskup andmælir minnir Bjelke hann á hermennina á staðnum. Árni Oddsson lögmaður tárfellir. Samningur gildir til 1874 eða í 212 ár.
 
Árið er 2000 og eitthvað, staðurinn Austurvöllur.
Mættir eru fulltrúar Evrópusambandsins annarsvegar og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í broddi fylkingar hinsvegar, ásamt hópi ráðvilltra þingmanna. Þegar einhverjir þeirra þingmanna sem mótfallnir eru þessari leið, sem róið hefur verið öllum árum um langan tíma, standa upp eru þeir minntir á efnahagsástandið, veika stöðu krónunnar og allar ógnirnar sem að okkur steðja. Sem sagt það sem danski herinn var birtingarmyndin af hér um árið.
Gleymum því ekki að þjóðir innan Evrópusambandsins áttu stórann hlut að því að koma okkur á þennan stað.
Gleymum því ekki að í lokin var það Evrópusambandið allt sem stóð saman að því að þvinga okkur í að semja við Breta og Hollendinga, okkur var ekki gefið færi á að fara lagalegu leiðina sem við þó vildum og eftir því sem ég best veit, áttum rétt á.

Þegar við svo erum komin í þá stöðu að liggja í jörðinni, búið að sparka í okkur liggjandi, nokkuð oft, þá birtist viðtal við Olli Rehn framkvæmdastjóra stækkunarmála hjá ESB í kvöldfréttum rúv 20.11.08 þar sem hann segir við liggjandi manninn. Þú skalt ekki halda að þú getir samið um þitt stærsta hagsmunamál, fiskveiðarnar.

Fyrirgefðu en er þetta ekki örugglega fulltrúi sama ESB sambandsins og sagði við okkur fyrir um ári síðan að vissulega yrði litið til okkar sérhagsmuna . . . hvað breyttist.
 
Jú, það sem breyttist var að þeir fengu höggstað á okkur, og þeir nýttu sér hann.
 
Ef ESB hjálpar þér, litla Ísland, að standa upp á nýjan leik, þá verður það á ESB forsendum, ekki þínum, kæra Ísland. Leyfðu mér að hjálpa þér á lappir, komdu svo bara inn í sambandið (því við viljum jú fá yfirráð yfir auðlindunum þínum, fiskinum, vatnsföllunum ...) og svo skaltu reyna að semja og breyta reglum sambandsins innan frá, sagði Olli Rehn.

Já einmitt! það hefur jú reynst okkur Íslendingum svo vel í hvalveiðaráðinu. Við höfum svo sannarlega fengið að sjá hvernig það er að reyna að breyta undarlegum ákvörðunum fjöldans. Við höfum reynt það bæði innan ráðsins og utan.
Höldum við virkilega að það verði eitthvað öðruvísi þegar í ESB er komið.

Og hver er þá lausnin, spyr einhver. Við þurfum jú pening. Og annar svara: ég veit! Byggjum annað álver.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Smellin samlíking. Og ef sagan endurtekur sig göngum við úr ESB árið 2220.

Haraldur Hansson, 27.11.2008 kl. 13:54

2 Smámynd: H G

Sagan endurtekur sig ALLTAF - af því að persónur leikritsins eru alltaf þær sömu.      Vér tárfellum - en sér blessaður almúginn og leiðtogarnir hliðstæðuna! Held ekki - sorrí!

H G, 27.11.2008 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Einarsson

Áhugamaður um almennt heilsufrelsi. Valfrelsið er okkar stærsta gjöf, notum það!

Höfundur

Ólafur Einarsson
Ólafur Einarsson
Áhugamaður um heilsufrelsi Íslendinga. Við eigum að hafa réttinn til að velja okkar meðferðarleið til heilbrigðis sjálf, og fá til þess fjárhagslegan stuðning þrátt fyrir að leiðin sé utan þess "hefðbundna".

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband