28.11.2008 | 21:57
Þegar ég fer á veiðar, nota ég beitu til að blekkja.
Stundum fer ég að veiða og þá nota ég beitu til að blekkja fiskinn. Í veiðiboxinu mínu á ég nokkra spúna, slatta af flugum, með og án lyktandi efnis til að vekja enn frekar athygli fiskjarins. Einnig eru þar önglar til að hengja á laxahrogn eða jafnvel lifandi maðka sem er fremur ógeðfeld athöfn. Þessu er nú bara svona farið að ef ég vil ná í fisk þá þarf ég stundum að fórna ormi eða tveimur. Allt þetta geri ég í göfugum tilgangi, til að lokka fiskinn til að bíta á, þannig að fjölskyldan svelti ekki heilu hungri (eða eitthvað), því ég ætla jú að éta fiskinn upp til agna, svo helst verði ekkert eftir nema beinin ber.
Í hópi veiðimanna eru einnig til óþolinmóðir, jafnvel vondir veiðimenn sem nenna ekki að standa í þessu rugli. Þeir henda því bara dínamíti í hylinn þegar ekkert annað hefur dugað, sem er óréttlát en öllu virkari leið. Hún hefur þó ekki enn fengið opinbert samþykki alþjóðasamfélagsins.
En hversvegna er ég að tala um veiðar?
Jú þannig er mál með vexti að Íslendingar hafa ekki alveg látið að stjórn við inngöngu í ESB. Það er búið að bjóða okkur nokkra spúna og slatta af flugum, jafnvel öngulinn í marglofuðu styrkjakerfi ESB. Landbúnaðarstyrkir, Orkustyrkir og aðrir rannsóknar og annarskonar styrkir hljóma allir vel og standa okkur til boða ásamt ýmsu öðru. Við höfum bara ekki alveg bitið á enn.
Ekki neita ég því að þetta heillar mjög.
Lífið yrði svo auðvelt ef . . . . halda einbeitingu, halda einbeitingu!!!
Púff þetta er svo erfitt þegar svona margar beitur eru í boði og allar flottar ...
Kabúmmmm!!! Og svo henti einhver asninn dínamíti í hylinn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ólafur Einarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.