15.1.2009 | 17:06
Ef ég gæti mundi ég líka segja mig úr Samfylkingunni!
Úrsögn úr Sjálfstæðisflokknum.
Það tekur mig sárt að þurfa að segja mig úr Sjálfstæðisflokknum en vegna þeirra atburða sem átt hafa sér stað og vegna hroka og sjálfumgleði þingmanna og ráðherra flokksins og vegna þeirrar eiginhagsmunastefnu gæðinga tengdra þessum áður ágæta flokki þá býður samviska mín mér að segja mig formlega úr flokknum.
Geta má þess að Ísland býr yfir miklu magni mjög hæfs fólks sem getur og er tilbúið að koma þjóðarskútunni á réttan kjöl.
Sagt er að sjúkdómur verði ekki læknaður með sömu aðferðum og beitt var þegar hann skapaðist, þetta tel ég eiga við hér og nú.
Þaulseta ráðamanna mun á endanum skemma meira en hún bætir.
Hér eru sjálfstæðismenn ekki þeir einu seku, heldur er samstarfsflokkurinn undir sama hatti, og síst betri.
Einnig er ég mjög ósáttur við sjávarútvegsstefnu og kvótakerfi það sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur varið um árabil, og hef margoft spurt mig hver sé ástæða þess að flokkurinn situr sem fastast við sinn keip í handónýtu kerfi. Í þessu kerfi er auðlinunum kastað fyrir borð á hverjum einasta degi svo skiptir stórum upphæðum, hvað er í gangi ... og eina svarið er, að hér sé einnig á ferðinni persónu hyggling fárra útvalinna á kostnað velferðar þjóðarinnar.
Mig langar svo til að sjá að einhver finni það í hjarta sínu að gera það sem rétt er, að vera heiðarlegur og vinna fyrir þjóðina en nota ekki það umboð sem gefið hefur verið til að hygla sér og sínum, það er komið nóg af því.
Virðingarfyllst
Ólafur Einarsson
Ps. Það sorglega er að nú veit ég ekki hvert ég á að fara!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:50 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Einarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ps. Það sorglega er að nú veit ég ekki hvert ég á að fara!
Sama á við um mig.
Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 17:16
Það þarf kjark og þor til að stíga þessi skref - en mikil virðing þó. En þetta annað sem þú (og þið) talið um gæti e.t.v. verið fólgið í því að taka þátt í stofnun nýja lýðræðisins sem hefur m.a. það markmið að koma í veg fyrir að lýðræðið enda sem flokksræði eins gerst hefur nú.
Á bak við þessa hugmyndafræði er að myndast þverpólitíksur grunnur og margir moggabloggarar hafa skrifað mikið um þessi mál. Held að þar sé grunnur - þó lítill sé ennþá - til að hefja uppbyggingu.
Þór Jóhannesson, 15.1.2009 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.