Vonandi síðasta ríkisstjórn þess flokkakerfisins sem hér hefur riðið húsum.

Mikið er ég orðinn leiður á þessu sama fólki sem pukrast í sínum hornum til að hygla sér og sínum og til að ná í stólana, með öllum tiltækum ráðum.

Er verið að hugsa um hag heildarinnar eða erum við enn undir áhrifum eiginhagsmunahyggju og stjórnunar fíknar.
Mér sýnist það ekki skipta mála hvar maður rekur skófluna í hauginn, á skóflunni er alltaf sami skíturinn þegar út er dregið.
Það er kominn tími til að fjarlægja hauginn og spúla planið.

Ég vil sjá nýtt fólk sem vill vinna landi og þjóð heilt en er ekki tilbúið að stinga mann og annan (í bakið) til að fella ríkisstjórnir og komast sjálft til valda, geta svo ekki einu sinni lofað "kraftaverkum". Í raun er nú þegar byrjað að draga í land áður en í stólinn er komið, hvers vegna voru þá öll lætin Steingrímur.
Og annað, er það rétt að VG hafi stutt pottabyltinguna með skiltagerð og peningagjöfum.
Ef svo er, eruð þið engu betri en allir hinir.

Ég hnaut um frétt í Fréttablaðinu í október þar sem meiri og minnihluti Hveragerðis bæjarstjórnar ætlaði að vinna saman í gegnum kreppuna. Stórmerkileg frétt en auðvitað á þetta ekki að vera fréttaefni, við eigum alltaf að vinna saman að verðugum málefnum og þannig að bæta lífskjör og búsetu í þessu annars yndislega landi. Þetta eigum við að geta gert alltaf, en getum ekki því við erum hluti af heild og miðstýringu FLOKKSINS, hversu gott sem málefnið er. Sorglegt!

Í góðir bók er eftirfarandi málsgrein: "Við höfum lært af sárri reynslu, að það er eðli og tilhneiging nánast allra manna, að jafnskjótt og þeir telja sig hafa eitthvert vald, fara þeir samstundis að beita óréttlátum yfirráðum."

Hverjum er þá treystandi?
Ég tel þeim treystandi sem hafa verðug gildi sem eru svo sterk að þau endurspeglast í þeirra persónulega lífi og umhverfi. Af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá!

Lifum heil.


mbl.is Lofum engum kraftaverkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Einarsson

Áhugamaður um almennt heilsufrelsi. Valfrelsið er okkar stærsta gjöf, notum það!

Höfundur

Ólafur Einarsson
Ólafur Einarsson
Áhugamaður um heilsufrelsi Íslendinga. Við eigum að hafa réttinn til að velja okkar meðferðarleið til heilbrigðis sjálf, og fá til þess fjárhagslegan stuðning þrátt fyrir að leiðin sé utan þess "hefðbundna".

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 4740

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband