12.2.2009 | 18:05
Erum við tilrauna-rotta AGS?
Ekki er það óþekkt að stórþjóðir og samfélög geri ýmiskonar tilraunir á þegnum sinnar þjóðar eða sem verra er, annarra þjóða til að læra af því fyrir framtíðarkynslóðir ... eða eitthvað.
Í því sambandi má nefna læknisfræðilegar tilraunir Nasista á Gyðingum, (breyting augnlitar, frostþols tilraunir ofl. ofl.)
Geislavirkni tilraun Bandaríkjahers á íbúum "Marshall Islands" að þeim forspurðum.
"Stanford prison experiment" og fjöldi annarra tilrauna bæði með og án samþykkis þátttakenda.
Allar eiga þær það sameiginlegt að enda á ógeðfeldinn hátt.
Sagt er að þær aðgerðir sem framkvæmdar eru hér að undirlagi AGS eigi lítið sem ekkert sammerkt með raunverulegum þörfum þjóðfélags í okkar stöðu. Að hér ætti að vera í gangi allt önnur vaxtastefna og í raun margt öðruvísi gert en nú er. Einnig er sagt að sú leið sem þvinguð er á okkur nú hafi í raun sannað sig að koma verulega illa niður á löndum sem þurft hafa að fylgja henni þegar til lengri tíma er litið.
Ég spyr, erum við Íslendingar tilraunadýr í einhverri margreyndri og vita gagnlausri óopinberri tilraun AGS og annarra afla, allt frá upphafi aðkomu AGS hefur mér fundist eins og það gæti verið!
Peningamálastefnu ekki breytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ólafur Einarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er nú ein athygliverðasta ályktun um þennan óskiljanlega ófögnuð. En auðvitað leyfist ekki að tala svona. Við eigum víst bara að sætta okkur við að vegir Alþj. gjaldeyrissjóðsins séu órannsakanlegir.
Ég er bara að velta því fyrir mér til hvaða ráða við tökum þegar AGS verður búinn að setja flestar fjölskyldur og öll atvinnufyrirtæki í gjaldþrot vegna hárra vaxta ofan á óðaverðbólguna.
Árni Gunnarsson, 12.2.2009 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.