Mansal í boði barnaverndarnefndar?

Mér er þungt um hjarta eftir umfjöllun á RÚV nú í kvöld (15. nóv. 2009). Er þetta mál nokkuð annað en "Mansal" á íslenska vísu. Hvað gengur þessari nýráðnu konu hjá Barnaverndarnefnd til, eru hagsmuna tengsl og börnin gjaldmiðillinn eða hvað er í gangi.

Nú að nýloknum Þjóðfundi kemur fram að eitt af gildum hins nýja Íslands er "Gegnsæi".
Það er orðið löngu tímabært að fá að vita hvað gengur á innan þessarar oft verulega umdeildu stofnunar. Þetta mál er ekki það eina og ef ekkert verður að gert, ekki heldur það síðasta.
Ég er ekki að biðja um að stofnunin verði lögð niður eða neitt slíkt. Ég vil bara að lagaumhverfi hennar og hegðun starfsmanna hennar standist viðmið hins nýja Íslands. Ef einhverju þarf að breyta þá á að breyta því. Að einstaklingar með e.t.v. annarlegar hvatir, eða bara óhæfir tilfinningalausir eða raunveruleikaskertir starfsmenn, fái að ráðskast með líf og framtíð fjölskyldna þessa lands samkvæmt eigin geðþótta má ekki líða, nei við getum ekki látið það viðgangast lengur.

Ætlum við að láta þessa stofnun eins og margar aðrar stofnanir í skjóli trúnaðar eða hvað það nú heitir í það og það skiptið ganga yfir fjölskyldur og einstaklinga þessa lands á skítugum skónum mikið lengur.

Ef þetta mál þolir skoðun, fáum þá að skoða það. Ef ekki, þá viljum við samt fá að sjá og síðan eiga þeir "FAG-aðilar" sem ekki standa undir nafni hjá áður nefndri stofnun að taka pokann sinn og hypja sig. Við erum Íslendingar, við erum fólk, við höfum tilfinningar, við látum þetta ekki lengur ganga svona á okkar góða landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eftir að hafa horft á þáttinn þá hugsaði ég með mér að þetta mál þarf að taka upp aftur. Það getur ekki verið rétt að börnin séu fjarlægð fyrir fullt og allt frá fjölskyldu sinni og sett í fóstur til bláókunnugs fólks. Við lifum árið 2009 og svona vinnu aðferðir eiga að heyra fortíðinni til. Fjölmiðlar þurfa að kafa dýpra í þetta mál og yfirvöld að rannsaka þetta til hlítar. Þetta er svo kolrangt að það hálfa væri nóg!!

Edda Karlsdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 07:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Einarsson

Áhugamaður um almennt heilsufrelsi. Valfrelsið er okkar stærsta gjöf, notum það!

Höfundur

Ólafur Einarsson
Ólafur Einarsson
Áhugamaður um heilsufrelsi Íslendinga. Við eigum að hafa réttinn til að velja okkar meðferðarleið til heilbrigðis sjálf, og fá til þess fjárhagslegan stuðning þrátt fyrir að leiðin sé utan þess "hefðbundna".

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband