Tryggingarfélögin og hlutabréfamakaðurinn!

Því miður þá er þetta ekki í fyrsta skiptið sem slæmar sögur fara af VÍS tryggingarfélagi. Þetta er þó ekki neitt einsdæmi heldur loðir þetta við þau öll.

Þegar ég horfði á Kastljósið í kvöld og þá sorgarsögu sem þar er lýst rifjaðist upp fyrir mér myndin Sicko eftir Michael More (ÉG VONA AÐ SEM FLESTIR GEFI SÉR TÍMA TIL AÐ SJÁ ÞÁ MYND).

Það sem sérstaklega hringdi bjöllum var hve keimlíkt er ástatt með þeim tryggingarfélögum sem í þeirri mynd var fjallað um og  þeim tryggingarfélögum íslenskum, sem við greiðum árlega háar fjárhæðir til. Þetta gerum við í von um að þurfa aldrei að nota þjónustu þeirra, en að samaskapi eigum við að geta reiknað með að þegar á þarf að halda komum við ekki að lokuðum dyrum, jafnvel háum múrum lögfræðinga og lagaflækja.
Þannig er nefnilega mál með vexti að tryggingarfélögin í USA eru almenningshlutafélög, skráð í kauphöllum vestan hafs og sem slík ber þeim, lögum samkvæmt, að skila arði.

Og þá rifjaðist það upp fyrir mér!
Auðvitað er þetta eins hér, sjáum við ekki sem dæmi Sjóvá hangandi einhverstaðar á jólatré eignasafns Stoða Holding eða hvað þetta nú heitir í dag.
Nú veit ég ekki á hvaða jólatré og á hvaða grein VÍS hangir en vís-t er að því ber að skila eigendum sínum ARÐI.
Ég óttast að sem slíkt sé þeim sem þar stjórna slétt sama hverjum af almúganum það treður á til að uppfylla skilyrði eigendanna.

Hirða tryggingarfélögin blóðpeninga af fólki?
Hérna í eina tíð hefðu þeir peningar sem teknir eru frá látnum einstaklingum (og í þessu tilviki einnig alvarlega slösuðum) verið kallaðir blóðpeningar og þeir sem slíkt gjöra ekki talist til mikilmenna . . . ég get ekki betur séð en að sá gjörningur sem í Kastljósinu var lýst endurspegli eitthvað slíkt.

Mikið er ég annars þakklátur fyrir að eiga ekki hlut í tryggingarfélaginu VíS!
Ég þarf þá ekki að hafa það á samviskunni þegar ég gef börnunum mínum að borða á kvöldin að maturinn sé keyptur fyrir blóðpeninga gærdagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Löve.

Svo sannarlega vel mælt. Fólk ætti að segja upp öllum tryggingum, svei mér þá.

Davíð Löve., 19.2.2009 kl. 23:04

2 Smámynd: Offari

Húsið mitt brann. Þar sem einungis 65% af húsinu brann bæta þeir bara 65% af viðgerðarkostnaðinum. En svo fó að ég hafð engan pening til að borga mismuninin þá fæ ég bara 85% af þessum 65% af því ég hef ekki efni á að láta gera við húsið. Þó setja þeir það skilyrði að ég rífi húsið á minn kostnað áður en ég fæ nokkuð greitt. Lögfræðingur minn segir að svona mál geti tekið 10 ár og óvíst að nokkuð betra fengist þá.

Offari, 19.2.2009 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Einarsson

Áhugamaður um almennt heilsufrelsi. Valfrelsið er okkar stærsta gjöf, notum það!

Höfundur

Ólafur Einarsson
Ólafur Einarsson
Áhugamaður um heilsufrelsi Íslendinga. Við eigum að hafa réttinn til að velja okkar meðferðarleið til heilbrigðis sjálf, og fá til þess fjárhagslegan stuðning þrátt fyrir að leiðin sé utan þess "hefðbundna".

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 205
  • Frá upphafi: 5025

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 170
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband