Icesave 3 og "Svavars Gestssonar" JÁ Syndrome-ið

Það er sorglegt hið andlega gjaldþrot sem JÁ hópurinn stendur frammi fyrir.

Í Fréttablaðinu í gær
"Fréttablaðið er annað af áróðurs-maskínum ríkisstjórnarinnar, hitt er RÚV"
birtust 2 auglýsingar, annarsvegar frá NEI hópnum og á næstu opnu frá JÁ hópunum.
Í þessum tveimur auglýsingum kristallast sá regin munur sem vísað er til í fyrirsögn minni.
Að segja NEI byggir á rökum, að segja JÁ hefur engin góð rök og reynir því að höfða til tilfinninga okkar um að losna núna, STRAX . . . "Instant gratification"  skítt með afleiðingar til lengri tíma.

Ég var á báðum áttum með JÁ eða NEI um tíma en það er ég ekki lengur.

Rökin fyrir því að segja JÁ við þessum samningi væru í anda þess að:

"Giftast leiðinlegu stelpunni til að losna við nöldrið í henni"

Skammsýnin hér er óhugnanleg!
Þegar Kínverjar leggja á ráðin hafa þeir næstu 300 árin inní myndinni, þegar JÁ hópurinn með Svavar Gestsson sem fordæmi leggur á ráðin er stóra málið að losna, og helst strax.

Ísland varð fyrir "Efnahagslegri árás" atvinnumanna í sínu fagi.
AGS, EES, ESB, EFTA, ESA og aðrar slíkar kommúnur hafa svo það hlutverk að klára málið, að koma okkur endanlega undir. Spurningin er hvort þær eiga þátt í upphafinu. 

Þessar stofnanir, ásamt okkar vanhæfu ríkisstjórn reyna nú að hóta okkur og ógna til hlýðni.
Hví liggur ESA svona mikið á að undirbúa málssókn (ef lögin verða feld á laugardaginn) nema til að valda pressu á íslenskan almenning, geta þeir ekki slakað á, við erum ekki að fara neitt!

Ég er sannfærður um að ef við segjum JÁ á laugardag neglum við fjöldann allan af nöglum í okkar eigin líkkistu. Við munum þá gefa frá okkur möguleika til að koma okkur út úr erfiðri stöðu með þeim auðlindum sem þetta yndislega land býr yfir. Möguleikar okkar eru svo margir, svo ótrúlega margir.

Ég spyr: Hvar er þrótturinn sem hefur haldið lífinu í þessari þjóð í árhundruð, hvar er Víkingurinn í okkur, ætlum við að láta skammtíma líkn valda langtíma ánauð???

Að lokum þá er hollt að skoða söguna þegar stórar ákvarðanir eiga í hlut. Þeir eru jú ófáir hinir sakleysislegu samningar sem hneppt hafa einstaklinga og samfélög í ánauð!

Ég er sannfærður um að Icesave 3 er slíkur samningur, hann er "Úlfur í sauðagæru" 

 

Ég segi NEI !!!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Einarsson

Áhugamaður um almennt heilsufrelsi. Valfrelsið er okkar stærsta gjöf, notum það!

Höfundur

Ólafur Einarsson
Ólafur Einarsson
Áhugamaður um heilsufrelsi Íslendinga. Við eigum að hafa réttinn til að velja okkar meðferðarleið til heilbrigðis sjálf, og fá til þess fjárhagslegan stuðning þrátt fyrir að leiðin sé utan þess "hefðbundna".

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband