Hvernig skapast hagnaður í banka?

Fyrir hrun var logið að okkur að hagnaður bankanna væri aðallega frá erlendum viðskiptum og viðskiptavinum. Var það raunin þá, er það raunin enn í dag??

Ef hagnaður Íslandsbanka er 10.600.000.000,- eftir að búið er að greiða öllum launin sín og annar kostnaður er uppgreiddur.

Og íslendingar eru 330.000 ... gefum okkur að þeir skiptist jafnt milli stóru bankanna þá koma gróflega 110.000 íslendingar í hlut Íslandsbanka.

Þetta þýðir að 10.600.000.000 / 110.000 = 96.363,- krónur frá hverjum þessara 110.000 Íslendinga sem sköpuðu þennan hagnað bankans. Þessi hagnaður kom til vegna þess að þessir einstaklingar SKULDA bankanum og hann nærist á þessum skuldurum.

Það sem gerist næst er að hluthafar bankans fá greiddan arð að upphæð 5.300.000.000,- fyrir að eiga bankann. Það er örlítil sárabót að hluthafarnir eru ríkið, þ.e. við.

En hvað er samt í gangi hér?
Hvenær verður annars verðtryggingin felld niður?
Hvenær verður ávöxtunarkröfu bankanna stillt í hófi svo skuldarar fái tækifæri til að lifa?

96.363,- á mann í "vísitölu" fjölskyldu þýðir 4 x 96.363,- eða 385.452,- ári, þ.e. 32.121,- á mánuði í kjarabætur á hvert vísitölu heimili, það er ekki alslæmt.

 


mbl.is Hagnaður Íslandsbanka minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Ef þú færð lánaða 10 milljarða í hótel, þá skrifar bankinn töluna 10 milljarða í tölvuna, leggur það inn á reikninginn þinn og má þá búa til 10 sinnum þá upphæð, það er 100 milljarða.

Þegar þú hefur byggt hótelið, þá á bankinn hótelið.

Bankinn vill alls ekki fá lánið greitt til baka, bankinn vill hótelið sjálft í næstu tilbúnu kreppunni

Kreppufléttan, endurtekið

Reyndar er allt í lagi að þú rekir hótelið, og greiðir vexti.Það er verst ef þú skuldar ekki, þá fær bankinn ekki neitt.

Þegar fyrirtækin gengu vel og borguðu skuldir sínar, hækkaði bankinn gengið á Íslensku krónunni, til að Íslendingar eyddu meiru og hjéldu áfram að vera skuldugir.

Þá fengu fyrirtækin færri Íslenskar krúnur fyrir aflann, og gátu síður greitt lánin.

Það er meira á bloggunum mínum um þetta málefni.

Gangi þér allt í haginn.

Egilsstaðir, 14.02.2019  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 14.2.2019 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Einarsson

Áhugamaður um almennt heilsufrelsi. Valfrelsið er okkar stærsta gjöf, notum það!

Höfundur

Ólafur Einarsson
Ólafur Einarsson
Áhugamaður um heilsufrelsi Íslendinga. Við eigum að hafa réttinn til að velja okkar meðferðarleið til heilbrigðis sjálf, og fá til þess fjárhagslegan stuðning þrátt fyrir að leiðin sé utan þess "hefðbundna".

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 4753

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband