Starfsmenn LHS 11E tóku bjölluna ítrekað af mágkonu minni þegar hún...

Hvað eru erum við að æsa okkur, ákveðið starfsfólk næturvakta krabbameinsdeildar LHS deild 11E tóku bjölluna ítrekað af mágkonu minni þegar hún lág fyrir dauðanum.

Hún var jú þroskahömluð, á við 15 ára ungling, og því var þetta líklegast talið í lagi hjá þessu starfsfólki. Hún fæddist að vísu ekki þroskahömluð, hafði orðið fyrir slysi sem ungabarn. Til glöggvunar þá var hún ekkert alveg óklár, langt frá því, gerði sig ágætlega skiljanlega á þremur tungumálum (sem hún lærði af sjálfri sér), kenndi sér að reikna, lesa og skrifa. Var vel viðræðuhæf, það voru bara gloppur hér og þar sem sögðu manni að hún væri ekki eins og fólk er flest. (Hún lést árið 1992)

Varðandi það að taka af henni bjölluna þá var sama hvað við aðstandendur hennar reyndum að tala við þetta fólk, bjallan hélt áfram að hverfa!

Hvað skyldi svo þroskahömluð manneskja, ca. 15 ára í þroska upplifa við innlögn á krabbameinsdeild LHS?.
Fyrir utan verkina sem fylgja beinakrabba þá upplifði hún algerlega nýtt umhverfi, óhugnanlega verki fylgjandi veikindunum m.a. vegna lyfja og geisla, óöryggi og hræðslu, ógnar hræðslu.

Hér var ekki um hræðslu fullorðinnar manneskju að ræða, heldur hræðslu unglingsins sem ekki skilur.

Að hringja bjöllunni var gert í hræðslu og á stundum kalli eftir einhverju verkjastillandi.

... gallinn var bara sá í hennar tilviki að of oft var engin bjalla og því kvaldist hún og óttaðist í gegnum margar næturnar á þessari stofnun Landspítala Háskóla Sjúkrahúss.

Við skulum því alveg slaka á yfir því sem gerist í öðrum löndum, það gerist líka hér.


mbl.is Þótti sjúklingur kvartsamur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Einarsson

Áhugamaður um almennt heilsufrelsi. Valfrelsið er okkar stærsta gjöf, notum það!

Höfundur

Ólafur Einarsson
Ólafur Einarsson
Áhugamaður um heilsufrelsi Íslendinga. Við eigum að hafa réttinn til að velja okkar meðferðarleið til heilbrigðis sjálf, og fá til þess fjárhagslegan stuðning þrátt fyrir að leiðin sé utan þess "hefðbundna".

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband