8.5.2020 | 08:19
Vonandi hef ég rangt fyrir mér!!!
En er ekki búið að upplýsa heimsbyggðina um að önnur, þriðja og jafnvel fjórða bylgja veirunnar muni ríða yfir okkur.
Á þessum tímapunkti lítur dæmið etv. út á þann máta að Svíar hafi farið rangt að, en væri ekki réttara að gera dæmið upp þegar öll kurl eru komin til grafar?!
Miðað við það sem sérfræðingar á öllum sviðum heilbrigðisstétta eru að segja þá er ónæmiskerfi okkar í ákveðinni "afslöppun". Geta þess er nú sljóvguð og ekki eins fær um að takast á við það sem etv. er framundan, einmitt vegna einangrunarinnar.
Mikið vona ég samt að sérfræðingarnir hafi rangt fyrir sér!
PS.
Það er nú samt þannig að í "Spænsku veikinni" svokölluðu þá var einmitt þessi leið farin, að loka fólk inni, veiran lagðist í dvala um vorið en um haustið kom hún inn af fullum þunga og gerði slíkt strandhögg sem sagan vitnar um.
Hefði etv. verið gott að taka mið af reynslu fyrri tíma áður en farið var í lokunaraðgerðirnar.
70 hefðu látist með sænsku leiðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ólafur Einarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.