22.1.2009 | 16:59
Hví taka Samfylkingarmenn ekki bara pokann og hypja sig, ef þeir ráða ekki við vandann!
Hvað liggur á Árni, veistu ekki að stærstu villurnar, verstu slysin verða að jafnaði þegar menn eru að flýta sér, en oft ber það líka vott um maðk í mysunni þegar menn vilja keyra einhver mál í gegn á ógnarhraða. En þegar ég hugsa um það þá veistu þetta e.t.v. einmitt og ætlar að byggja á því.
Gaman væri að vita hvað stendur þingmönnum/ráðherrum Samfylkingar til boða ef þeir færa Ísland og auðlindir þess á silfurfati til ESB, eitt er víst að eins og þeir tala, eins og þeir haga sér þá liggur eitthvað að baki sem við fjöldinn fáum ekki að sjá né vita af ... fyrr en það er um seinan.
Ég hef aldrei upplifað eins einstrengilegan áróður og nú ríður yfir okkur landann, þetta er orðið með ólíkindum.
Það var athyglivert að heyra að nokkrar þjóðir svo sem Spánverjar og Írar hafi reifað það að komast út úr ESB, en NEI! Þeir komast ekki út, vegna þess að það verður þeim of dýrt, þeir eru sem sagt í sjálfheldu, öðrum orðum fangelsi ESB.
Þetta er svo sú ófreskja sem SAMFYLKINGIN vill leiða ÍSLAND inn í.
Ef þessir lágu herrar Samfylkingarinnar treysta sér ekki til að leiða okkur út úr kreppunni þá eiga þeir að taka pokann og hypja sig, nóg er til af fullkomlega hæfu fólki sem tilbúið er að takast á við verkefnið.
Að lokum,
Ef hægt væri að færa þjóðarbúinu aukalega einhverja milljarða árlega með örlítið breyttum hugsunarhætti, hefði einhver áhuga?
Allar áætlanir og útreikningar miðast við óbreyttar forsendur, ef við breytum nú aðeins forsendunum, þá höfum við e.t.v. enga þörf fyrir utanað komandi aðstoð?
ESB-umsókn þolir enga bið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:35 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Einarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.