Þjóðin sem gleymdi leyndarmálinu!

Hef mikið hugsaðu um þá sérstöku tíma sem nú ganga yfir. Einkum í ljósi þess að fyrir um einu og hálfu ári var ekki um annað talað en "The Secret" eða Leyndarmálið. Við fengum hingað fyrirlesara og upp dúkkuðu Íslendingar sem töldu sig hafa eitthvað að miðla landanum um efnið.
Áramótaskaupið 2007/2008 gerði svo óspart grín af öllu saman.

En nú er öldin önnur, þjóðin horfir á moldarkofana með hryllingi og þorrinn á einhvernvegin bara rosalega vel við.

Nú er ég einn þeirra sem heillaðist af boðskap leyndarmálsins og geri enn. Hér í heimi eru mörg LÖGMÁL sem bara virka, sama hvað, og lögmál aðdráttaraflsins er eitt þeirra og engin undantekning. Eftir því sem ég hef skoðað þetta betur hef ég gert mér grein fyrir að hér er ekki verið að lýsa neinu öðru en trú. Um aldir hafa ritningarnar kennt þetta lögmál og um aldir hefur það virkað.

Draga má lögmál aðdráttaraflsins í eina einfalda setningu: What we focus on, GROWS
eða á okkar ylhýra: Það sem við einbeitum okkur að vex. Einu skiptir hvort það er hið jákvæða eða neikvæða, það mun aukast. Við getum tekið meðvitaða ákvörðun um að horfa á það góða.
Ekki auðvelt, ég veit það, en það er hægt!

Sagt er að trú og ótti geti ekki farið saman, og nóg er af óttanum. Jafnvel finnst mér á stundum eins og alið sé á honum og ég spyr mig hversvegna.
Væri ekki betra að ala á voninni, að horfa til hins góða og reikna með að eitthvað gott komi út úr þessu öllu saman.

Nei, ég er ekki með bráðabjartsýni eins og Spaugstofan orðaði það fyrir nokkru, ég bara trúi því að þó það væri ekki til annars en að láta okkur líða aðeins betur um stund, þá sé það þess virði. Ég vil þó taka þetta lengra og trúa því að með jákvæðu hugarfari og trausti þess að á endanum komi eitthvað gott út úr hvaða aðstæðunum, þá muni það gerast, okkar er að leita þess góða.

Við höfum mörg dæmi til að líta til og vil ég nefna eitt hér. Sesselía, kennd við Sólheima í Grímsnesi sagði oft: "Það fellur eitthvað til". Þetta sagði hún eftir að yfirvöld höfðu niðurlægt hana, á stundum kært hana og gert henni margt til ama vegna þess að hún leyfði að þroskaheft og heilbrigð börn ættu samneyti. Alltaf kom lausn og við sjáum hvar Sólheimar standa í dag.

Trúum því að eitthvað gott komi út úr því ástandi sem nú er, verum 100% viss um að við munum læra af því, og munum einnig að:

Það sem ekki brýtur okkur mun gera okkur sterkari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Einarsson

Áhugamaður um almennt heilsufrelsi. Valfrelsið er okkar stærsta gjöf, notum það!

Höfundur

Ólafur Einarsson
Ólafur Einarsson
Áhugamaður um heilsufrelsi Íslendinga. Við eigum að hafa réttinn til að velja okkar meðferðarleið til heilbrigðis sjálf, og fá til þess fjárhagslegan stuðning þrátt fyrir að leiðin sé utan þess "hefðbundna".

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband