9.2.2009 | 15:31
Hið lögbundna rán!
Það er nú svo skrítið með þessa blessuðu lífeyrissjóði að nú síðustu 20 - 30 árin hafa eignir mínar í þeim stöðugt minnkað. Nánast á hverju ári verður rýrnun í einhverjum þeirra sjóða sem standa eiga undir mínum útgjöldum og lífi eftir að vinnudegi líkur.
Í áraraðir heyrir maður af bruðlinu sem á sér stað innan sjóðanna. Svo virðist á stundum sem þeir sem þar höndla með mína og þína peninga séu í stökustu vandræðum með að eyða þeim. Fjöldi utanlandsferða, dýrir bílaleigubílar, dýr hótel, flottir veitingastaðir, dagpeningar o.f.l. o.f.l. allt á okkar kostnaði.
Hér er enn og aftur um einhverskonar forræðishyggju að ræða sem vernda á fólkið fyrir sjálfu sér.
Hvernig væri að kenna fólki sem vill á fjármálin sín og leyfa fólkinu sjálfu. Leyfa þeim sem ekki treysta sér til þess að njóta forræðiskerfis til að halda utan um sparnaðinn, en láta hina í firði.
Maður fer nefnilega betur með sína eigin peninga en peninga annarra.
Væri ekki annars frábært að geta tekið lífeyrissjóðslán hjá sjálfum sér á skikkanlegum vöxtum?
Persónulega á ég bágt með að trúa því að ég fái nokkurn tíma neitt út úr þeim sjóðum sem ég er þó búinn að leggja milljónir til s.l. áratugina.
Vara við útgreiðslu viðbótarsparnaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.2.2009 kl. 09:08 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Einarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er alveg sammáli þér um forræðishyggjuna, finnst þetta fáránleg rök hjá þessum Arnari. Þetta eru nú ekki þeir peningar í viðbótarsparnaðnum að það bjargi mér eitthvað þegar að töku lífeyris kemur en það munar núna um hvern þúsund kallinn sem ég gæti lækkað yfirdráttinn með vegna óheyrilegra vaxta. Ég vil bara fá þessa peninga MÍNA núna og ráða hvað ég geri við þá.
Sigurveig (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 15:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.