Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
4.7.2019 | 15:30
Böðlar útlendingastofnunar!
Það minnir um margt á böðla fortíðar (og nútíðar), hegðunarmynstur starfsfólks útlendingastofnunar.
Steinrunnin andlitin þegar taka skal ákvörðun um afdrif lifandi fólks, lifandi barna,
... neita að taka einstaka mál til raunverulegrar efnis-meðferðar, vísa í Dyflinnar reglugerð.
Erum við Íslendingar ekki sjálfstæð þjóð, getum við ekki gert betur, þurfum við að fela okkur bak við ákvarðanir annarra þjóða (ég veit, Ísland er aðili að þessari reglugerð)??
En erum við ekki fyrst og fremst manneskjur, á ferðalagi saman í gegn um þetta líf?
Ef veður/náttúran heldur áfram að breytast jafn hratt og raunin virðist ætla að verða, gætum við einhvern daginn vaknað upp, sem flóttafólk á erlendri grundu, viljum við (VILJA ÞEIR hjá útlendingastofnun) vera meðhöndluð á sama máta?
Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra!
Ekki hægt að humma þetta af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað eru erum við að æsa okkur, ákveðið starfsfólk næturvakta krabbameinsdeildar LHS deild 11E tóku bjölluna ítrekað af mágkonu minni þegar hún lág fyrir dauðanum.
Hún var jú þroskahömluð, á við 15 ára ungling, og því var þetta líklegast talið í lagi hjá þessu starfsfólki. Hún fæddist að vísu ekki þroskahömluð, hafði orðið fyrir slysi sem ungabarn. Til glöggvunar þá var hún ekkert alveg óklár, langt frá því, gerði sig ágætlega skiljanlega á þremur tungumálum (sem hún lærði af sjálfri sér), kenndi sér að reikna, lesa og skrifa. Var vel viðræðuhæf, það voru bara gloppur hér og þar sem sögðu manni að hún væri ekki eins og fólk er flest. (Hún lést árið 1992)
Varðandi það að taka af henni bjölluna þá var sama hvað við aðstandendur hennar reyndum að tala við þetta fólk, bjallan hélt áfram að hverfa!
Hvað skyldi svo þroskahömluð manneskja, ca. 15 ára í þroska upplifa við innlögn á krabbameinsdeild LHS?.
Fyrir utan verkina sem fylgja beinakrabba þá upplifði hún algerlega nýtt umhverfi, óhugnanlega verki fylgjandi veikindunum m.a. vegna lyfja og geisla, óöryggi og hræðslu, ógnar hræðslu.
Hér var ekki um hræðslu fullorðinnar manneskju að ræða, heldur hræðslu unglingsins sem ekki skilur.
Að hringja bjöllunni var gert í hræðslu og á stundum kalli eftir einhverju verkjastillandi.
... gallinn var bara sá í hennar tilviki að of oft var engin bjalla og því kvaldist hún og óttaðist í gegnum margar næturnar á þessari stofnun Landspítala Háskóla Sjúkrahúss.
Við skulum því alveg slaka á yfir því sem gerist í öðrum löndum, það gerist líka hér.
Þótti sjúklingur kvartsamur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2019 | 06:34
Hlutleysi dómstóla - grundvöllur lýðræðis!?!?
"Hann segir dómstólinn hafa verið undir vissum þrýstingi frá ESB í málinu." |
Magnað að enn séu til Íslendingar sem draga vilja landið undir ægivald ESB!
Þessi stofnun mun liðast sundur, er þegar farin að liðast sundur, og mun líða undir lok.
Icesave var á máli Versala-samninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.2.2019 | 22:50
Jæja, þá hefst næsta anti-Airbnb bylgja !!!
Þeir fengu sett lög á þá einu leigustarfsemi sem hefur getuna til að vera púði "buffer" gegn næsta hruni ... byggðu síðan fullt af hótelum, og eru nú að fara á límingunum vegna yfirvofandi verkfalla.
Þið vilduð allt fyrir ykkur sjálf, beittur bolabrögðum við lagasetningu, ekkert skildi skilið eftir fyrir almenning, verði ykkur nú að góðu.
Græddu 2 milljarða með Airbnb | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.2.2019 | 21:59
Hvernig skapast hagnaður í banka?
Fyrir hrun var logið að okkur að hagnaður bankanna væri aðallega frá erlendum viðskiptum og viðskiptavinum. Var það raunin þá, er það raunin enn í dag??
Ef hagnaður Íslandsbanka er 10.600.000.000,- eftir að búið er að greiða öllum launin sín og annar kostnaður er uppgreiddur.
Og íslendingar eru 330.000 ... gefum okkur að þeir skiptist jafnt milli stóru bankanna þá koma gróflega 110.000 íslendingar í hlut Íslandsbanka.
Þetta þýðir að 10.600.000.000 / 110.000 = 96.363,- krónur frá hverjum þessara 110.000 Íslendinga sem sköpuðu þennan hagnað bankans. Þessi hagnaður kom til vegna þess að þessir einstaklingar SKULDA bankanum og hann nærist á þessum skuldurum.
Það sem gerist næst er að hluthafar bankans fá greiddan arð að upphæð 5.300.000.000,- fyrir að eiga bankann. Það er örlítil sárabót að hluthafarnir eru ríkið, þ.e. við.
En hvað er samt í gangi hér?
Hvenær verður annars verðtryggingin felld niður?
Hvenær verður ávöxtunarkröfu bankanna stillt í hófi svo skuldarar fái tækifæri til að lifa?
96.363,- á mann í "vísitölu" fjölskyldu þýðir 4 x 96.363,- eða 385.452,- ári, þ.e. 32.121,- á mánuði í kjarabætur á hvert vísitölu heimili, það er ekki alslæmt.
Hagnaður Íslandsbanka minnkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.2.2019 | 22:13
Ekki skammast þeir sín enn þessir RÚV níðingar!
Einhvernvegin svona gerast hlutirnir á þeim bænum:
1. Óvandaðir ekki-fréttamenn rúv búa til fréttir, sannar eða upp lognar gildir einu.
allt í trausti þess að fólk trúir því enn að ekki ljúgi rúv
... (leiðrétting, ekki LAUG RÚV, en sú er ekki raunin lengur)
2. Útvarpsstjóri hlustar af andakt þegar reynt er að tala við hann, en gerir ekkert til að rétt hlut þess sem ekki-fréttamennirnir tóku niður, mögulega gerir útvarpsstjóri ekkert að undirlagi lögfræðinga gengis rúv ... "Sumra" landsmanna.
3. Og svo taka "Lögfræðingar rúv til varna", þannig halda þeir náttúrulega í vinnuna sína og mata krókinn á hörmulega unnum lygafréttum ekki-fréttamannanna.
Og allt er þetta í boði fólksins í landinu.
RÚV mun taka til varna fyrir dómi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.2.2019 kl. 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2019 | 20:09
Stundum fundið skólplykt af appelsínum.
Það getur velverið að erlent grænmeti og ávextir séu ræktuð með hreinu vatni, ekki íslensku vatni en hreinu þó ?!?
það getur líka velverið að það sé ræktað með vatni sem búið er að hreinsa og hringrása nokkrum sinnum gegn um skólpkerfi borga og bæja úti í hinum stóra heimi?
Í öllu falli þá kemur það fyrir að finna má skólplykt af appelsínunum og blaðgrænmetið endist mun skemur en það íslenska, enda orðið einhverra daga gamalt þegar það loks kemst í búðir upp í norður Atlandshafi.
Að skola grænmeti með íslensku vatni er langt frá því það sama og að rækta það með íslensku vatni.
... það er náttúrulega umhugsunarefni hversvegna innflytjendur erlends grænmetis sjá ástæðu til að auglýsa að búið sé að skola það með íslensku vatni nema að það sé eitthvað jákvætt við vatnið okkar.
Ég mun í öllu falli áfram velja grænmeti þar sem íslenskt vatn hefur runnið um æðarnar frá upphafi til neysludags, en ekki verið skolað með íslensku vatni vegna markaðssetningar!
Leitt að appelsínur skuli ekki vera ræktaðar á Íslandi, því um lík gæði sem við þá nytum.
Að lokum þá skil ég ekki þessa áráttu manna að flytja inn vörur sem við erum fullfær um að rækta hér heima: Kalt og heitt vatn, ódýrt hreint rafmagn (ekki skapað með brennslu kola eða olíu), mun minna kolefnisfótspor ... í mínum huga ekki spurning að hvetja til og gera fólki kleift að rækta heÅ• heima, fullnægja innlendum markaði og flytja út í stórum stíl.
Villandi auglýsingar lítilsvirðandi í garð keppinauta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.5.2018 | 13:04
RÚV stundar einelti innan sem utan dyra!
Er það nema von að starfsmenn RÚV Allra landsmanna "Sumra landsmanna" stundi einelti í íslensku samfélagi ef einelti er stundað innan dyra ... eiginlega bara eðlilegt framhald!
Þetta er nú ljóta báknið eða bölið ... og margir þarna innan dyra sem ættu fyrir löngu að vera búnir að taka pokann sinn ... þar með talið svokallaður útvarpsstjóri, enda stýrir hann engu þrátt fyrir titilinn, er bara leppur í skjóli lögfræðingagengis rúv.
Bolað burt eftir kvartanir í kjölfar eineltis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.12.2017 | 15:41
Ein ósmekklegasta fyrirsögn sem um getur ....
Hvað er að hjá frétta/blaðamannastéttum þessa lands (Sjá uppfærslu)?
Innihald fréttarinnar er etv. í lagi en að tengja hvarf Birnu við VINSÆLDIR ... er ekki allt í lagi?
Að vera vinsæll er að eiga nokkur, jafnvel mörg farsæl vina tengsl. Hvernig getur þetta orðaval átt við um þá hörmung sem hvarf og örlög Birnu Brjánsdóttur voru?
... Það verður svo gott þegar þið blaða/fréttafólk hættið þessum "upphrópunar" fyrirsögnum, sem virðast aðallega miða að því að fá sem mestan lestur á greinarnar ykkar.
UPPFÆRT 20171226_16:35:
Mikið er gott að sjá að fyrirsögn þessarar fréttar var breytt frá: "Birna og Costco VINSÆLUST" í núverandi fyrirsögn en hún er öllu viðkunnanlegri ... takk fyrir.
Mest lesið á mbl.is á árinu sem er að líða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2016 | 15:34
En bíddu . . . hvað verður þá um öllll nýju hótelin?!!!!
Eiga hótelin, öll nýju hótelin þá bara að standa auð?
Og við sem erum alveg á áætlun með að geta tekið á móti 5 milljónum ferðamanna, helst að þeir dvelji allir í Reykjavík og æskilegast að þeir séu allir í 101.
Nú verður að safna liði og leiðrétta þennan afvegaleidda blaðamann ... hvar er bankasendinefndin frá 2007, þessi sem var send út af örkinni til að leiðrétta hrakspár um yfirvofandi hrun á Íslandi.
Ísland orðið of kúl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ólafur Einarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar