Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
30.12.2014 | 23:59
"RS-veiran er smitandi og er ekki til bóluefni gegn henni" . . . segir í fréttinni . . .
en samt er fólk hvatt til að láta bólusetja sig, (segir einnig í fréttinni)
athyglivert, mjög athyglivert.
Inflúensan komin af stað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.12.2014 | 16:17
En hvað um ástandið í miðborginni ?
Þessi frétt er hálf ótrúleg, ráðist er á manneskju í miðborginni (á ekki að skipta máli hver á í hlut) en fréttin snýst síðan algerlega upp í hvort viðkomandi geti sinnt vinnunni sinni eða ekki, hvort hann geti tekið þátt í þessum leiknum eða hinum, þessu mótinu eða hinu.
Hvað með það að tilefnislausar árásir eru orðnar nánast daglegt brauð í miðborginni, að mis-félagslega/samskiptalega svelt fólk sem í raun passar ekki inn í siðmenntað samfélag vegna sveltisins hefur ekkert betra að dunda við en berja mann og annan bara af því viðkomandi getur það.
Því miður hef ég ekki lausnina...
nema ef vera kynni að auðsýna upprennandi kynslóðum aukinn kærleika og skapa þeim meiri GÆÐA-tíma með foreldrum/uppalendum, að elska þau vegna þess að þau eru einstök ... bara hugmynd.
Aron varð fyrir líkamsárás í miðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.12.2014 | 21:41
Mikilvæg fyrir hverja ???
Er það ekki sorglegt að það sem er vísindalega sannað í dag, já innmúrað sem hinn eini og fullkomni sannleikur ... verður litið hornauga á morgun, og fólk spyr, HVAÐ voru þau eiginlega að hugsa !?!?
Þetta hefur sagan kennt okkur.
Bólusetning gegn flensu mikilvæg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.11.2014 | 21:49
Minkið mengandi útblástur og ósonið hverfur ...
Óson er hluti af náttúrunni, hefur það hlutverk að vernda okkur fyrir skaðlegum UV geislum sólar, hefur einnig það hlutverk að hreinsa náttúruna, og eyða ýmsum óæskilegum efnasamböndum niður við jörðu.
Ósonið er hér sett fram sem orsakavaldur að ýmsum sjúkdómum, vissulega er það eitur en hlutverk þess í náttúrunni er einmitt að brjóta niður/eiða sódi og öðru því sem fylgir iðnaði, bílaútblæstri ofl. efnum sem eru einmitt þekkt fyrir það að valda "astma og öðrum lungnasjúkdómum" ... væri ekki réttara að ráðast á mengunina sjálfa, við það hverfur óson og allir eru glaðir.
Takmarka losun ósons enn frekar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.11.2014 | 21:13
Fordæmi virks lýðræðis og tíðari þjóðaratkvæðagreiðslna
Þetta er hreint frábært!
Núna þegar rafrænum skilríkjum er treyst fyrir samþykktum miljóna "viðskipta" þá má líka treysta þeim fyrir nokkrum "X-um" á ári.
Þannig fær þjóðin að velja og stjórnmála forkólfar þurfa ekki að bera alla ábyrgðina af röngum ákvörðunum sínum.
Svona samþykkir þú skuldaleiðréttinguna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2014 | 17:58
Er fólk ekki bara orðið dauðleitt á sérhagsmunapólitík þessara flokka?
Er fólk ekki að launa framapotið og vinahyglingu þessara flokka gegn um síðstu áratugi og kallar eftir breyttu umhverfi í stjórnmálum þar sem hinn almenni kjósandi fær meiru um ráðið en bara á fjögurra ára fresti. VG og Samfylkingin eru engu betri.
Þær riðseðlur sem þessir flokkar eru, eru etv. barn síns tíma, ófærir um að bregðast nægjanlega skjótt við breyttum aðstæðum, og munu deyja út eins og þær.
Það er ekki nóg að lofa fyrir kosningar og gera svo allt eins og áður. Upplýst fólk í nútíma samfélagi, sem veit að allt er hægt, sé vilji fyrir hendi, kaupir ekki lengur innihaldslaus loforðin og leitar á ný mið.
Ég kaus Sjálfstæðisflokkinn hér áður, ég er sjálfstæðismaður í hjarta mínu... en ég er ekki sjálfstæðismaður þessa flokks.
Er nýjasta dæmið um vinahyglinguna etv. hraðbrautin um Gálgahraun (í boði þjóðarinnar í gegn um Vegagerð Ríkisins) sem mun trúlega auka verðgildi þeirra sem eiga landið í Garðaholtinu um einhverja miljarða, ég veit ekki... lítur þannig út ???
Leitað verður skýringa og sökudólga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.4.2014 | 09:43
Við borðum þá a.m.k. !!!
Athygliverð umfjöllun um hvaladráp bandaríska hersins
Við veiðum þá okkur og öðrum til matar ... erum ekki í hermannaleikjum og skiljum svo allt eftir í rjúkandi rústum.
Obama vill aðgerðir vegna hvalveiða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2013 | 18:02
Kanill stillir af blóðsykur og er því í beinni samkeppni við ...
Hvern þykist Evrópusambandið að vera að vernda, neytandann eða stórfyrirtækin sem framleiða insúlín og önnur sykur/insúlín tengd lyf.
Viljum við svona miðstýringu og eiginhagsmunarugl... ekki ég!
Kanilsnúðarnir í hættu í Danmörku? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.12.2013 | 08:36
Hvað með nútímaþrælahaldið sem peningar eru fyrir alla???
Kerfi sem byggir á skuld getur ekki verið annað en hinn nýi þrælahaldari.
Eini munurinn á peninga-þrælahaldskerfinu og því fyrra er að í dag þurfum við líka að sjá um að fæða okkur og klæða og hafa yfir okkur húsaskjólið, en áður sáu húsbændurnir um það.
Staðreyndin er að á toppi peningaþrælakerfisins sitja feitir kóngar (í einhverri mynd) og maka krókinn á meðan lýðurinn vinnur (þrælar) fyrir þá.
Eru það ekki annars bankarnir sem voru enn og aftur að greiða feita bónusa til starfsmanna sinna nú í haust, aumingja bankarnir og allt sem á þá er lagt.
Ætli við verðum ekki að hlaupa undir bagga með þeim þar sem þeir eiga nú svona bágt... nei bíddu við, við erum nú þegar að því... þetta er verra, við fólkið, sköpum þessar tekjur bankanna sem þeir vilja ekki skila til samfélagsins á ný.
Gleðilega Vísa-jóla-skulda-bankagróða hátíð.
Nútíma þrælahald bankafólks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.9.2013 | 11:35
Hvar er Jónína Bjartmarz þegar mest á reynir ???
Hún bara gafst upp og fór | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ólafur Einarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar