Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
28.5.2013 | 23:03
Ylrækt fyrir Íslendinga og Evrópubúa
Hversvegna notum við ekki heita og kalda vatnið okkar og allt rafmagnið og ræktum lífrænt grænmeti, jafnvel ávexti fyrir innlendan markað og seljum umframframleiðslu til Evrópu. Með þessu móti getum við hætt að flytja inn ógeðslega Hollenskt grænmetið sem maður lengi frameftir slysaðist til að kaupa og henti að jafnaði vegna óbragðsins.
Ísland getur orðið matarkista Evrópu, sé rétt á spilunum haldið, hér tala ég ekki bara um fiskinn heldur grænmeti og etv. fleiri matvörur.
Eitthvað annað arðbærara en álið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.5.2013 | 09:18
Ertu ekki að grínast ???????
Jú, þetta er vissulega ein leið til að tækla krabbameinsógnina en...
hvað með hættuna á lifrarkrabba, briskrabba, nýrnakrabba, ristilkrabba svo við tölum ekki um skinn eða beinakrabbamein?
Ein öruggasta leiðin til að eiga gott heilsusamlegt líf alla ævi (krabbameins laus) er að borða mestmegnis heilnæma hreina og lifandi fæðu úr jurtaríkinu (ekki soðin, ekki steikt, ekki grilluð, ekki úr örbylgjuofninum) og eitthvað örlítið af látnum einstaklingum úr dýraríkinu.
Sagt er að til séu yfir 400 náttúrulega leiðir til að lækna krabbamein... ég þekki að vísu bara rétt rúmlega 10 en þær hafa dugað ágætlega þar sem þær hafa verið látnar í friði af stjórnvöldum.
Engin þessara leiða er að vísu vísindalega sönnuð því enginn lyfjaframleiðandi hefur enn fengist til að fjármagna fokdýrar rannsóknirnar en sömu lyfjaframleiðendurnir eru tilbúnir að fjármagna rannsóknir á sínum eigin lyfjum... hversu hlutlaus ætli útkoman sé úr þeim rannsóknum?
... en er reynsla áratuga eða árhundruða náttúruleiðanna ekki raunsannari en hlutlægar vísindarannsóknir lyfjarisanna.
Sönn vísindi munu standa tímans tönn...
en fölsk vísindi grafa því miður öllum vísindum gröf!
Jolie lét fjarlægja bæði brjóst sín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
3.5.2013 | 10:48
Hversvegna ekki að skoða hugmyndir Hægri Grænna???
Þeir sem rýnt hafa í málin virðast vera á þeirri skoðun að sú leið sé ekki alvitlaus SJÁ UMFJÖLLUN.
Ég hef ekki þekkinguna til að segja af eða á en er ekki allt í lagi að skoða þetta.
Kosningaloforðin fjármögnuð með lánum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.4.2013 | 23:22
Ég hef ekki svarið... en er þetta efni í BA ritgerð í sálarfræði
Hvað veldur því að niðurstaða kosninganna á morgun stefnir í að fjórflokkurinn virðist vera nánast það eina sem fólk telur sig verða að kjósa.
Við látum þá/þau ljúga okkur upp full fram og til baka á fjögurra ára fresti og við gleypum við öllum loforðunum. Við leyfum þeim að tala niður framtíð þessa lands. Við horfum á þau ræna okkur eignum okkar og færa þær vinum og vandamönnum á silfurfati jafnvel þótt það rýri lífskjör allra hinna (okkar).
Ég hef heyrt manneskju segja að hún kjósi Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að henni finnist Bjarni svo umkomulaus, er þetta nægjanlega góð ástæða.
Aðrir segja stoltir að þeir hafi kosið sama flokkinn alla sína ævi...
Enn aðrir að þeir kjósi það sem pabbi og mamma hafi alltaf kosið.
Hverskonar aumingjar erum við að þora ekki að breyta okkar eigin högum... við erum eins og barin eiginkonan sem misst hefur getuna og vantar stuðninginn til að sjá að það er líf fyrir utan ömurlegt hjónabandið við fjórflokkinn.
Á morgun mun ég kjósa einhvern þeirra flokka sem vilja virkt lýðræði, einhvern sem ekki er búinn að ljúga mig uppfullan fram og til baka í rúm 30 ár, einhvern sem ekki hefur flokks-elítu sem stoppar og tefur og stjórnar bak við tjöldin.
Hver einasti flokkur þessara fjögurra flokka hefur hulið afl sem leggur línurnar, ekki fyrir mig og þig heldur fyrir sig og sína... ekki meir!!!
Burt með allt þetta fólk af þingi og öll þeirra áhrif sem aldrei virðast ætla að sleppa klónum af Íslandi aðallega vegna þess að við gerum flest eins og við höfum alltaf gert, það erum við sem styðjum þetta ástand með því að þora ekki að kjósa annað.
23.4.2013 | 10:45
5% á rúmri viku - Samfylkingin þarf að flýta sér...
Og í auglýsingu til hliðar er mynd af Árna Páli Árnasyni og boðskapurinn er: "Við ljúkum viðræðum við ESB"
Árni Páll og Össur, þið þurfið að flýta ykkur að gera þennan langþráða samning ykkar á meðan það er enn eitthvað Evrópusamband til að semja við.
Ísland býr yfir öllum þeim kostum sem land þarf að búa yfir til að komast vel af.
Nú þurfum við bara að skipta út spilltum stjórnmálamönnum fyrir heiðarlegt fólk, sem vinnur fyrir umbjóðendur sína (okkur) og sem ekki kann að ljúga.
Gerum þær breytingar sem gera þarf svo þjóðin fái að segja sína skoðun á málum sem varða okkur og afkomendur okkar, svona á 6 - 12 mánaða fresti er trúlega passlegt... tæknin er til staðar, pólitískan vilja fjórflokksins vantar.
...Skiptum um mannskapinn í brúnni !
Þýskir evrufjendur sækja í sig veðrið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.3.2013 | 23:05
Hvað með Sævar Ciesielski, sem barðist við ofurefli...
Í tvígang er honum neitað um endur-upptöku á þessu all-undarlega máli, hann deyr um 2 árum eftir síðari höfnun.
Þegar búið er að ræna manninn yngri árum, draga nafn hans og virðingu í gegn um svaðið af dómskerfi og þjóð og halda honum frá því að hreinsa nafn sitt af soranum sem smurt var á hann og aðra, þá er ekkert skrítið að maðurinn gefi upp von um líf, hvað þá eðlilegt líf - og deyi.
Með frétt um andlát Sævars fylgdi að hann hafi verið í óreglu undir það síðasta... er einhver hissa?
Blessuð sé minning þín Sævar Ciesielski.
Þetta mál allt er og hefur verið í einhverjum undarlegum farvegi þar sem, eins og oft áður, er ekki talið æskilegt að almenningur fái að vita sannleikan, eða sem verra er, réttarkerfið hefur ekki áhuga á að vita sannleikann.
Annað, ef Guðmundur og Geirfinnur voru drepnir, hver eða hverjir gerðu það?
Að lokum,
Erla Bolladóttir, ég vona að þú fáir nægan andlegan stuðning til að ráða við að birta nafn/nöfn gerenda.
Tveir brutu gegn Erlu í fangelsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.2.2013 | 22:06
Hvar voru fulltrúar Hópkaupa, Gullborgar, Arnar Árnasonar ...
Göngukonan er komin í sjúkrabíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.12.2012 | 22:57
Úr fílabeinsturninum!
Ekki er ég hissa á þessum hljóm úr turni fílabeina.
Það var svo ágætt sem hjúkrunarkona sagði við mig fyrir nokkru, en hún sagði:
Læknar vita rosalega mikið um rosalega margt, en þeir vita líka rosalega lítið um rosalega margt.
Má nefna dæmi: Enn segir fólk mér að læknir þess hafi sagt að mataræðið hafi ekkert með heilsu þess að gera... halló.
Það þarf ekki mikinn speking til að sjá að við bara hljótum að vera samansafn af því sem við borðum, því sem við öndum að okkur, því umhverfi sem við erum í, þeim tilfinningum sem við búum við og örugglega nokkrum öðrum þáttum.
Hver sem ekki sér þetta og er treyst til að annast um veika einstaklinga ætti að fá sér aðra vinnu.
Nei, ástæða þessa tóns úr turninum er að það er farið að hrikta í viðskiptamódelinu "Vestrænar lækningar" og þess vegna tel ég að Læknafélag Íslands leggist gegn þessari þingsályktunartillögu.
Læknar leggjast gegn tillögunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
15.6.2012 | 22:24
Ég elska það þegar skynsemin ræður og ruglið er snúið niður
Hrós til Samataka verslunar og þjónustu!
Smá upplýsingar um Hamp fræin!
Hamp fræin hafa verið ræktuð í þúsundir ára enda hafa þau oft verið kölluð næringarlega fullkomin fæða. Þau eru einstaklega próteinrík og innihalda mikilvægar amínósýrur sem líkaminn framleiðir ekki sjálfur en eru lífsnauðsynlegar fyrir okkur. Þau eru talin minnka bólgur og margir taka þau inn til að fyrirbyggja gigtareinkenni. Hamp fræin eru mjög rík af Omega 6 og 3.
Vert er að taka það fram að þau eru mjög vinsæl hjá afreksfólki í íþróttum. Henta vel í baksturinn, ýmsa rétt og að sjálfsögðu þeytinga.
...Tekið af heimasíðu Lifandi Markaður
Semsagt stórhættulega vara og skyldi venda þjóðina frá þeim ófögnuði sem hamp fræin eru samkvæmt upprunaákvörðun Lyfjastofnunar.
Hampfræ ekki flokkuð sem fíkniefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2012 | 21:10
Ástæða þess að flestir skulda er vegna þess...
Ástæða þess að flestir skulda er vegna þess að fáir... MJÖG fáir "eiga Allt Of Mikið!
Peningakerfi heimsins er hið nýja þrælafyrirkomulag, vandlega hannað til þess að blóðsjúga fjöldann, að þrengja reglulega að honum þannig að í dag þarf hann að vinna mun meira en í gær til að hafa það svipað og áður.
Hringrásin er reglubundnar kreppur (stórar eða smáar) - stríð - lágdeiður - kreppur - stríð - lágd... o.s.f.v.
Ég er ekki að tala um að "Thórsarar" eða aðrir sterkefnaðir Íslendingar séu stóra vandamálið... þetta þrælahald er á miklu stærri skala þar sem venjulegt líf og vellíðan okkar þrælanna er stjórnendunum þarna uppi jafn mikils virði og...
Fyrrum forsætisráðherra Bretlands orðar þetta svo ágætlega:
"The world is governed by people far different from those imagined by the public."
Létt þýðing
"Heiminum er stjórnað af fólki, mjög frábrugnu því fólki sem fjöldinn áætlar"
- Benjamin Disraeli, Former Prime Minister of Britain
Myndin "In Time" lýsir þessu annars ótrúlega vel, það er nefnilega nóg til handa öllum, við þurfum bara að átta okkur á skipulaginu/kerfinu og gera eitthvað... eða vera bara sátt við hlutskiptið og gera ekki neitt.
Neikvæðar horfur yfirgefi Grikkir evruna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ólafur Einarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar