Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
11.4.2012 | 15:24
Er ekki kominn tími á jákvæðari fréttir???
Hvar eru góðu jákvæðu fréttirnar sem sannarlega eru að gerast út um allan heim, þarf þessi þjóð virkilega að vera dregin gegn um sorann hvern einasta dag, oft á dag?
Ég kalla eftir breyttu hlutfalli milli jákvæðra og neikvæðra frétta!!!
Hrottafengið morð í Pakistan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.12.2011 | 17:14
Verum alveg róleg!
Össur kemur örugglega fram á sjónarsviðið... kannski... fljótlega... eða bara bráðum...
og segir okkur að allt sé í himnalagi í ESB, að Evran sé aldrei sterkari, að þangað verði Ísland að komast inn sem fyrst og að Samfylkingin muni sjá til þess með öllum tiltækum ráðum, jafnvel í óþökk meirihluta þjóðarinnar.
Kæra Samfylking, er ekki tími til að vakna?
Er ekki kominn tími til að viðurkenna að þið veðjuðuð á rangan hest og hvað stendur þá eftir að stjórnkænsku ykkar til að koma þjóðinni út úr ógöngunum sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn komu okkur inn í.
Stjórnir og stjórnartilburðir síðustu tveggja áratuga hafa mjög oft jaðrað við landráð og er enginn þessara fjögurra flokka undanskilinn.
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn, sjá Kárahnjúkavirkjun og kvótakerfið
Flestir þingmenn Vinstrigrænna og Samfylkingin, sjá ESB bröltið og MAGMA Energy.
Takk Ögmundur fyrir að stoppa NUPO í að eignast hluta af Íslandi um ókominn tíma.
Kínverjar sjálfir selja ekki frá sér land nema í 30 ár (að mig minnir) og síðan er landinu skilað aftur til ríkisins en Samfylking og stór hluti Vinstri grænna eru tilbúnir að láta land alfarið úr okkar höndum og eru svo bara hissa á að allir séu ekki sammála.
VITIÐ ÞIÐ EKKI AÐ ÞAÐ ER LAND, VATN OG LOFT SEM ER ÞAÐ DÝRMÆTASTA Í ÞESSUM HEIMI
EKKI PENINGAR!!!!
Skiptum um fólk í brúnni, Samfylkingin kom bara með eitt lélegt tropm á hendi og nú er það búið,
Vinstrigrænir vildu bara fá að vera með og komast í stjórn.
Hinir flokkarnir tveir sem verið hafa í nýlegum stjórnum eru búnir að sýna hvers þeir eru megnugir í að færa landsinsgæði frá fólkinnu til sinna gæðinga.
Fáum nýtt fólk inn á þing, óháð fólk sem hefur sýnt að það geta stjórnað fyrirtækjum af skynsemi og með hagnaði, fólk sem vinnur fyrir þjóðina. Borgum þeim vel og fáum þá til vinnu í 4 til 8 ár, ekki lengur.
Breytum stjórnarskránni þannig að við, þjóðin höfum nánast bein áhrif á að setja þá af sem reynast óhæfir í þeirri þjónustu sem þeir voru valdir til að sinna um tíma... þeir eru jú okkar þjónar.
Að ekki þurfi til bumbuslátt á Austurvelli til að skipta um þjóðarleiðtoga, heldur leiðir sem hæfa siðuðu fólki því það erum við, þótt leiðtoga okkar skorti stundum þann eiginleika.
Hvað varð svo um niðurstöðu Þjóðfundarins árið 2009, þar var samankominn 12 til 1500 manna hópur sem er marktækt úrtak þjóðarinnar og niðurstaðan var meðal annars þessi að við ættum að stuðla að sjálfbærni.
Nú þegar gjaldmiðlar eru í þann veg að hrynja á nýjan leik, með hverju ætlum við að kaupa okkur mat og klæði. Væri ekki ráð að hefja strax framkvæmdir við ræktun hér heima.
LIFI ÍSLAND, FRJÁLST OG ÓHÁÐ!
Spurt var:
Hvort vilt þú ljúka aðildarviðræðum við ESB og fá að kjósa um samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu eða slíta aðildarviðræðum við ESB?
Um það bil helmingur fékk að svara þessari spurningu... og svo var skipt um spurningu, og þá hljóðaði hún svona:
Hvort vilt þú slíta aðildarviðræðum við ESB eða ljúka aðildarviðræðum og fá að kjósa um samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu?
Svo birtist fyrirsögnin í fréttatímanum svona:
Rúmlega helmingur landsmanna vill fá að kjósa um aðildi að ESB
Þrátt fyrir leiðandi spurningar er samt bara réttrúmlega helmingur sem vill fá að kjósa.
Kæra sterkara Ísland, er ekki réttara að spyrja:
Á að halda áfram aðildarviðræðum við ESB? Á að slíta aðildarviðræðum við ESB?
Evrusvæðinu verður ekki bjargað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.10.2011 | 23:29
Er þetta virkilega það sem við viljum?
Það er augljóst mál að þetta regluverk er komið á að hluta og restinni skal verða komið á,
En er þetta það sem við viljum?
Er þetta landinu fyrir bestu, að fara inní handónýtt efnaHAGS-bandalag (ég tel enga spurningu hverra hag þeir hugsa fyrst og fremst um hjá því bandalagi... og hann er ekki okkar).
Þær eru annars ljótar fréttirnar sem við heyrum af landsfundi VG og hvílíkur svikari sem formaðurinn og hans handbendlar eru við kjósendur sína.
Hin opinbera stefna er að standa fyrir utan ESB, en hin innri stefna er að heimila og hefja aðlögunarferli inn í ESB með tilheyrandi kostnaði. Tvöfallt roð það!
Við þurfum algerlega nýtt fólk á Alþingi og rof milli ráðamanna og stórfyrirtækja og annarra baktjalda makkara.
...Það er eitthvað svo verulega óhreint í gangi í þessu litla landi og það þarf að stoppa.
Evrópureglugerð kyrrsetur flug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.9.2011 | 13:15
Styttist þá í að fulltrúi sóttvarna hvetji AFTUR til bólusetninga?
Hve langt ætli sé í að sóttvarnalæknir eða fulltrúi hans hvetji alla landsmenna að vera nú örugglega bólusettir. Það voru jú keyptir 300.000 skammtar af þessu glundri fyrir einhverjar 380 Milljónir ef ég man rétt ... í miðju hruninu árið 2008-2009.
"Í þá skal það" var viðkvæði kokksins á gamla vinnustaðnum mínum ... "með góðu eða illu" átti hann svo til með að segja.
Ætli það sé vegna kostnaðar við allt þetta brölt,
eða er það vegna vel grundvallaðra vísindarannsókna til margra ára um að þetta samsull eggja+veira+sápuefna og annars góðgætis sé lýst öruggt fyrir mannslíkamann.
Hvað veldur því að við erum hvött, af yfirvöldum sem við eigum að geta treyst, til að taka þessar sprautur og jafnvel sagt að Finnar hafi bara rangt fyrir sér með dróma sýkina þegar það bar fyrst á góma fyrir nokkrum mánuðum.
Hefur sóttvarnarlæknir eða einhver innan hans vébanda gert einhverja vitræna rannsókn á málin. Ef ekki, hvernig er þá hægt að koma fram og segja rannsóknir þeirra finnsku ómarktækar.
Það er einhvernvegin ekki mjög vísindalegt.
Einhverstaðar las ég að FDA í USA hafi gefið út einkaleyfi á lækningar á Svínaflensunni ... ATHYGLIVERT!!!
Staðfest tengsl bóluefnis og drómasýki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.4.2011 | 05:57
Icesave 3 og "Svavars Gestssonar" JÁ Syndrome-ið
Það er sorglegt hið andlega gjaldþrot sem JÁ hópurinn stendur frammi fyrir.
Í Fréttablaðinu í gær
"Fréttablaðið er annað af áróðurs-maskínum ríkisstjórnarinnar, hitt er RÚV"
birtust 2 auglýsingar, annarsvegar frá NEI hópnum og á næstu opnu frá JÁ hópunum.
Í þessum tveimur auglýsingum kristallast sá regin munur sem vísað er til í fyrirsögn minni.
Að segja NEI byggir á rökum, að segja JÁ hefur engin góð rök og reynir því að höfða til tilfinninga okkar um að losna núna, STRAX . . . "Instant gratification" skítt með afleiðingar til lengri tíma.
Ég var á báðum áttum með JÁ eða NEI um tíma en það er ég ekki lengur.
Rökin fyrir því að segja JÁ við þessum samningi væru í anda þess að:
"Giftast leiðinlegu stelpunni til að losna við nöldrið í henni"
Skammsýnin hér er óhugnanleg!
Þegar Kínverjar leggja á ráðin hafa þeir næstu 300 árin inní myndinni, þegar JÁ hópurinn með Svavar Gestsson sem fordæmi leggur á ráðin er stóra málið að losna, og helst strax.
Ísland varð fyrir "Efnahagslegri árás" atvinnumanna í sínu fagi.
AGS, EES, ESB, EFTA, ESA og aðrar slíkar kommúnur hafa svo það hlutverk að klára málið, að koma okkur endanlega undir. Spurningin er hvort þær eiga þátt í upphafinu.
Þessar stofnanir, ásamt okkar vanhæfu ríkisstjórn reyna nú að hóta okkur og ógna til hlýðni.
Hví liggur ESA svona mikið á að undirbúa málssókn (ef lögin verða feld á laugardaginn) nema til að valda pressu á íslenskan almenning, geta þeir ekki slakað á, við erum ekki að fara neitt!
Ég er sannfærður um að ef við segjum JÁ á laugardag neglum við fjöldann allan af nöglum í okkar eigin líkkistu. Við munum þá gefa frá okkur möguleika til að koma okkur út úr erfiðri stöðu með þeim auðlindum sem þetta yndislega land býr yfir. Möguleikar okkar eru svo margir, svo ótrúlega margir.
Ég spyr: Hvar er þrótturinn sem hefur haldið lífinu í þessari þjóð í árhundruð, hvar er Víkingurinn í okkur, ætlum við að láta skammtíma líkn valda langtíma ánauð???
Að lokum þá er hollt að skoða söguna þegar stórar ákvarðanir eiga í hlut. Þeir eru jú ófáir hinir sakleysislegu samningar sem hneppt hafa einstaklinga og samfélög í ánauð!
Ég er sannfærður um að Icesave 3 er slíkur samningur, hann er "Úlfur í sauðagæru"
Ég segi NEI !!!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2010 | 12:59
Þjóð leidd til slátrunar . . . af umboðslausri ríkisstjórn.
Hver er asinn nema fyrir það að ráðamenn ESB sjá að mótmæli eru að hefjast á ný og það þýðir að ríkisstjórn Íslands riðar til falls. Því verður að flýta sem mest þeir mega aðildarviðræðum og inngöngu þannig að minnihlutaflokkur Samfylkingar geti með BOLA-brögðum sínum komið landi og þjóð inn í bandalag sem riðar í takt við Samfylkinguna til falls.
Hvað varð svo um Steingrím, og hver er þessi maður í ríkisstjórninni sem líkist Steingrími svona mikið í útliti.
Það er orðið tímabært að skipta um ríkisstjórn, og það strax. Út með þessa tvo flokka, út með eiginhagsmunahyggju Sjálfstæðisflokks.
Málið er að það er engum af þessum fjórflokkum treystandi til heiðarleika eða skilnings á hlutverki sínu. Við þurfum nýtt fólk á þing sem áttar sig á því að það er á þingi sem þjónar fólksins, þjónar okkar. Ný hugsun, ný gildi og þor.
Síðasta bylting mistókst algerlega, það var bara skipt um andlit og lit en ódauninn leggur enn frá alþingi.
Í raun ætti hámarkstími hvers einstaklings að vera 8 ár á þingi. Leggja ætti niður flokka, en það verður gert með því að koma einum sterkum flokk inn á þing og hann tekur rösklega til þau 8 ár sem hann hefur. Afnám 5% regluna, enda hún hönnuð til að vernda fjórflokkinn. Opnar fyrir þátttöku fólks með skoðanir og gildi. Auðveldar þjóðaratkvæðagreiðslur. Áherslur í anda Þjóðfundarins. Róum á ný mið hvað tekjuöflun varðar, hættum að sökkva þessu yndislega landi í stíflur og háspennu möstur, horfum út fyrir þennan löngu úrelta kassa skilyrðinga og færum landið til vegs og virðingar . . . án ESB.
Aðildarviðræður sem fyrst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.6.2010 | 09:06
Er ekki kominn tími á nýja ríkisstjórn?
Ríkisstjórn, sem hlustar á fólkið í landinu, sem stendur með fólkinu í landinu?
Mér flökrar við forsíðu Fréttablaðsins í dag þriðjudag 29. júní.
"ÍSLAND STYRKT TIL AÐLÖGUNAR"
Nú hefst næsti kafli í upptökuferli ESB á Íslandi, þar sem kaupa á fátæka þjóð með 4 milljörðum næstu 3 árin. (við erum annars ekkert fátæk, við bara erum með stjórnvöld sem sjá ekki eða vilja ekki sjá tækifærin og styðja þau)
Hversvegna 3 ár, jú það er sá tími sem þessi ríkisstjórn á eftir ólifað ... nema náttúrulega að þeir breyti forsendum og sitji sem aðrar kommúnistastjórnir um ókomna áratugi ... nei nei, spakur Ólafur, til þess vantar herinn.
Nú er farin í gang vel smurð áróðursvél ESB og Samfylkingar. Þetta er engin venjuleg vél heldur þrælútpæld áróðursmaskína með öllum þeim kostum sem slíkt ógeð þarf yfir að búa.
Burt með þessa ríkisstjórn
Burtu með ykkur, þið landráða líður, burt burt burt!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2010 | 16:57
Móðgun!
Talandi um að ESB gefi Íslandi og Íslendingum langt nef, því um lík móðgun að velja þennan dag af öllum til að hefja viðræður um afnám lýðræðis landsins.
Reiðubúnir að hefja aðildarviðræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.6.2010 | 08:08
Ekki spurning!
Þar næst ættu svo Samfylkingarþingmenn að taka pokann sinn og láta sig hverfa.
ESB átti að vera hið stóra tromp Samfylkingarinnar, og í þetta hefur Samfylkingin samþykkt að eyða ómældum fjármunum og óheyrilegum tíma á tímum þar sem þjóðin/heimilin þurfa á mikilli hjálp að halda.
Beinn kostnaður hefur verið og mun vera mikill, lélegur Icesave samningur er svo þar ofaná. ekki gott ... ekki gott.
ESB stendur ekki með neinum, en eru tilbúnir að hirða allt, það höfum við fengið að horfa upp á síðustu misserin.
Fyrir hrun var sjálfsagt að samið yrði um sérstöðu okkar í fiskveiðum, eftir hrun á ekki að ræða það!
ESB er að mínu mati ljót kommúna sem Ísland á enga samleið með.
Meirihluti vill draga umsókn um aðild til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ólafur Einarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar