Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Mikið er ég orðinn leiður á þessu sama fólki sem pukrast í sínum hornum til að hygla sér og sínum og til að ná í stólana, með öllum tiltækum ráðum.
Er verið að hugsa um hag heildarinnar eða erum við enn undir áhrifum eiginhagsmunahyggju og stjórnunar fíknar.
Mér sýnist það ekki skipta mála hvar maður rekur skófluna í hauginn, á skóflunni er alltaf sami skíturinn þegar út er dregið.
Það er kominn tími til að fjarlægja hauginn og spúla planið.
Ég vil sjá nýtt fólk sem vill vinna landi og þjóð heilt en er ekki tilbúið að stinga mann og annan (í bakið) til að fella ríkisstjórnir og komast sjálft til valda, geta svo ekki einu sinni lofað "kraftaverkum". Í raun er nú þegar byrjað að draga í land áður en í stólinn er komið, hvers vegna voru þá öll lætin Steingrímur.
Og annað, er það rétt að VG hafi stutt pottabyltinguna með skiltagerð og peningagjöfum.
Ef svo er, eruð þið engu betri en allir hinir.
Ég hnaut um frétt í Fréttablaðinu í október þar sem meiri og minnihluti Hveragerðis bæjarstjórnar ætlaði að vinna saman í gegnum kreppuna. Stórmerkileg frétt en auðvitað á þetta ekki að vera fréttaefni, við eigum alltaf að vinna saman að verðugum málefnum og þannig að bæta lífskjör og búsetu í þessu annars yndislega landi. Þetta eigum við að geta gert alltaf, en getum ekki því við erum hluti af heild og miðstýringu FLOKKSINS, hversu gott sem málefnið er. Sorglegt!
Í góðir bók er eftirfarandi málsgrein: "Við höfum lært af sárri reynslu, að það er eðli og tilhneiging nánast allra manna, að jafnskjótt og þeir telja sig hafa eitthvert vald, fara þeir samstundis að beita óréttlátum yfirráðum."
Hverjum er þá treystandi?
Ég tel þeim treystandi sem hafa verðug gildi sem eru svo sterk að þau endurspeglast í þeirra persónulega lífi og umhverfi. Af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá!
Lifum heil.
Lofum engum kraftaverkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2009 | 16:59
Hví taka Samfylkingarmenn ekki bara pokann og hypja sig, ef þeir ráða ekki við vandann!
Hvað liggur á Árni, veistu ekki að stærstu villurnar, verstu slysin verða að jafnaði þegar menn eru að flýta sér, en oft ber það líka vott um maðk í mysunni þegar menn vilja keyra einhver mál í gegn á ógnarhraða. En þegar ég hugsa um það þá veistu þetta e.t.v. einmitt og ætlar að byggja á því.
Gaman væri að vita hvað stendur þingmönnum/ráðherrum Samfylkingar til boða ef þeir færa Ísland og auðlindir þess á silfurfati til ESB, eitt er víst að eins og þeir tala, eins og þeir haga sér þá liggur eitthvað að baki sem við fjöldinn fáum ekki að sjá né vita af ... fyrr en það er um seinan.
Ég hef aldrei upplifað eins einstrengilegan áróður og nú ríður yfir okkur landann, þetta er orðið með ólíkindum.
Það var athyglivert að heyra að nokkrar þjóðir svo sem Spánverjar og Írar hafi reifað það að komast út úr ESB, en NEI! Þeir komast ekki út, vegna þess að það verður þeim of dýrt, þeir eru sem sagt í sjálfheldu, öðrum orðum fangelsi ESB.
Þetta er svo sú ófreskja sem SAMFYLKINGIN vill leiða ÍSLAND inn í.
Ef þessir lágu herrar Samfylkingarinnar treysta sér ekki til að leiða okkur út úr kreppunni þá eiga þeir að taka pokann og hypja sig, nóg er til af fullkomlega hæfu fólki sem tilbúið er að takast á við verkefnið.
Að lokum,
Ef hægt væri að færa þjóðarbúinu aukalega einhverja milljarða árlega með örlítið breyttum hugsunarhætti, hefði einhver áhuga?
Allar áætlanir og útreikningar miðast við óbreyttar forsendur, ef við breytum nú aðeins forsendunum, þá höfum við e.t.v. enga þörf fyrir utanað komandi aðstoð?
ESB-umsókn þolir enga bið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2009 | 17:06
Ef ég gæti mundi ég líka segja mig úr Samfylkingunni!
Úrsögn úr Sjálfstæðisflokknum.
Það tekur mig sárt að þurfa að segja mig úr Sjálfstæðisflokknum en vegna þeirra atburða sem átt hafa sér stað og vegna hroka og sjálfumgleði þingmanna og ráðherra flokksins og vegna þeirrar eiginhagsmunastefnu gæðinga tengdra þessum áður ágæta flokki þá býður samviska mín mér að segja mig formlega úr flokknum.
Geta má þess að Ísland býr yfir miklu magni mjög hæfs fólks sem getur og er tilbúið að koma þjóðarskútunni á réttan kjöl.
Sagt er að sjúkdómur verði ekki læknaður með sömu aðferðum og beitt var þegar hann skapaðist, þetta tel ég eiga við hér og nú.
Þaulseta ráðamanna mun á endanum skemma meira en hún bætir.
Hér eru sjálfstæðismenn ekki þeir einu seku, heldur er samstarfsflokkurinn undir sama hatti, og síst betri.
Einnig er ég mjög ósáttur við sjávarútvegsstefnu og kvótakerfi það sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur varið um árabil, og hef margoft spurt mig hver sé ástæða þess að flokkurinn situr sem fastast við sinn keip í handónýtu kerfi. Í þessu kerfi er auðlinunum kastað fyrir borð á hverjum einasta degi svo skiptir stórum upphæðum, hvað er í gangi ... og eina svarið er, að hér sé einnig á ferðinni persónu hyggling fárra útvalinna á kostnað velferðar þjóðarinnar.
Mig langar svo til að sjá að einhver finni það í hjarta sínu að gera það sem rétt er, að vera heiðarlegur og vinna fyrir þjóðina en nota ekki það umboð sem gefið hefur verið til að hygla sér og sínum, það er komið nóg af því.
Virðingarfyllst
Ólafur Einarsson
Ps. Það sorglega er að nú veit ég ekki hvert ég á að fara!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.12.2008 | 11:11
Hverskonar kjánar halda þeir að við séum?
Nú held ég að tími sé kominn til að þjóðin lesi bókina "Enginn þorir að kalla það samsæri".
Hér verður ekki um keppni við Króatíu að ræða, ESB bíður eftir að við bítum á agnið og auðvitað mundum við vinna þessa samkeppni, þar sem auðlindir Íslands eru verulega meiri en keppinautarins. Að færa þörf þeirra fyrir Ísland innan ESB í þennan búning er eftir öðru. Er þetta ekki annars sá sami Olli Rehn sem ekki sér það fyrir sér að tilslökun verði í okkar helsta hagsmuna máli, fiskveiðunum.
Varðandi bókina góðu, "Enginn þorir að kalla það samsæri" þá má nálgast enska útgáfu bókarinnar á http://www.whale.to/b/allen_b1.html
Bókina las ég fyrir 16 árum og var margt í henni sem virtist á þeim tíma vera nánast útilokað en nú 16 árum síðar er ég að horfa á þá hluti sem varað er við rætast fyrir augum mínum.
Eitt sem setið hefur í huga mínum frá bókinni er þetta. Því DULTAFLI sem telft er og við eigum ekki að vita af, er lýst á eftirfarandi hátt.
"Þú hefur felumynd fyrir framan þig, þú horfir og horfir og sérð ekki neitt annað en myndina SEM ÞÚ ÁTT AÐ SJÁ. Einhver sem þekki myndina, bendir þér á hvað er falið í myndinni og þú leitar betur ... og allt í einu sérðu það!!!
Þegar þú svo hefur komið auga á það, sérð þú ekkert annað.
Þannig er það með ESB, Norður Ameríku bandalagið og AMERO mynntina ofl. ofl. (prófaður að googla AMERO-inn) og þegar búið er að benda þér á hvað er falið, sérð þú ekkert annað!
Niðurstaða: Almenningur á ekki að sjá það sem raunverulega liggur að baki, því þá yrði það stoppað. Þegar læða þarf breytingum inn í skjóli falskra mynda er það oftast vegna þess að ef við vissum, munum við aldrei leyfa það.
Ísland gæti keppt um að verða 28. ríki ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.1.2009 kl. 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.12.2008 | 16:23
Hver borgaði fyrir rannsóknina?
Þegar ég sé fréttir þar sem vísindamenn eru að komast að "hinu sanna" um hitt og þetta í heilsu og heilbrigði okkar, fýsir mig að vita hver fjármagnaði rannsóknina?
Bara svona vangaveltur.
28.11.2008 | 21:57
Þegar ég fer á veiðar, nota ég beitu til að blekkja.
Stundum fer ég að veiða og þá nota ég beitu til að blekkja fiskinn. Í veiðiboxinu mínu á ég nokkra spúna, slatta af flugum, með og án lyktandi efnis til að vekja enn frekar athygli fiskjarins. Einnig eru þar önglar til að hengja á laxahrogn eða jafnvel lifandi maðka sem er fremur ógeðfeld athöfn. Þessu er nú bara svona farið að ef ég vil ná í fisk þá þarf ég stundum að fórna ormi eða tveimur. Allt þetta geri ég í göfugum tilgangi, til að lokka fiskinn til að bíta á, þannig að fjölskyldan svelti ekki heilu hungri (eða eitthvað), því ég ætla jú að éta fiskinn upp til agna, svo helst verði ekkert eftir nema beinin ber.
Í hópi veiðimanna eru einnig til óþolinmóðir, jafnvel vondir veiðimenn sem nenna ekki að standa í þessu rugli. Þeir henda því bara dínamíti í hylinn þegar ekkert annað hefur dugað, sem er óréttlát en öllu virkari leið. Hún hefur þó ekki enn fengið opinbert samþykki alþjóðasamfélagsins.
En hversvegna er ég að tala um veiðar?
Jú þannig er mál með vexti að Íslendingar hafa ekki alveg látið að stjórn við inngöngu í ESB. Það er búið að bjóða okkur nokkra spúna og slatta af flugum, jafnvel öngulinn í marglofuðu styrkjakerfi ESB. Landbúnaðarstyrkir, Orkustyrkir og aðrir rannsóknar og annarskonar styrkir hljóma allir vel og standa okkur til boða ásamt ýmsu öðru. Við höfum bara ekki alveg bitið á enn.
Ekki neita ég því að þetta heillar mjög.
Lífið yrði svo auðvelt ef . . . . halda einbeitingu, halda einbeitingu!!!
Púff þetta er svo erfitt þegar svona margar beitur eru í boði og allar flottar ...
Kabúmmmm!!! Og svo henti einhver asninn dínamíti í hylinn.
27.11.2008 | 13:41
Kópavogsfundur 1662 og nútíminn . . . er munur?
Árið er 1662, dagsetning 28 júlí og staðurinn Kópavogur.
Mættir eru Henrik Bjelke aðmíráll fyrir hönd Danaveldis (ásamt her). Þar eru einnig mættir þeir Áni Oddsson lögmaður og Brynjólfur Sveinsson biskup ásamt fleirrum fyrir Íslands hönd. Tilgangur fundar, að færa Íslendinga undir Erfðahyllingu Danaveldis að EVRÓPSKRI fyrirmynd. Þetta þýðir að ef breyting verður á lögum í Danmörku taka þau gildi á Íslandi án samþykkis Alþingis Íslendinga. Þegar Brynjólfur Sveinsson Biskup andmælir minnir Bjelke hann á hermennina á staðnum. Árni Oddsson lögmaður tárfellir. Samningur gildir til 1874 eða í 212 ár.
Árið er 2000 og eitthvað, staðurinn Austurvöllur.
Mættir eru fulltrúar Evrópusambandsins annarsvegar og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í broddi fylkingar hinsvegar, ásamt hópi ráðvilltra þingmanna. Þegar einhverjir þeirra þingmanna sem mótfallnir eru þessari leið, sem róið hefur verið öllum árum um langan tíma, standa upp eru þeir minntir á efnahagsástandið, veika stöðu krónunnar og allar ógnirnar sem að okkur steðja. Sem sagt það sem danski herinn var birtingarmyndin af hér um árið.
Gleymum því ekki að þjóðir innan Evrópusambandsins áttu stórann hlut að því að koma okkur á þennan stað.
Gleymum því ekki að í lokin var það Evrópusambandið allt sem stóð saman að því að þvinga okkur í að semja við Breta og Hollendinga, okkur var ekki gefið færi á að fara lagalegu leiðina sem við þó vildum og eftir því sem ég best veit, áttum rétt á.
Þegar við svo erum komin í þá stöðu að liggja í jörðinni, búið að sparka í okkur liggjandi, nokkuð oft, þá birtist viðtal við Olli Rehn framkvæmdastjóra stækkunarmála hjá ESB í kvöldfréttum rúv 20.11.08 þar sem hann segir við liggjandi manninn. Þú skalt ekki halda að þú getir samið um þitt stærsta hagsmunamál, fiskveiðarnar.
Fyrirgefðu en er þetta ekki örugglega fulltrúi sama ESB sambandsins og sagði við okkur fyrir um ári síðan að vissulega yrði litið til okkar sérhagsmuna . . . hvað breyttist.
Jú, það sem breyttist var að þeir fengu höggstað á okkur, og þeir nýttu sér hann.
Ef ESB hjálpar þér, litla Ísland, að standa upp á nýjan leik, þá verður það á ESB forsendum, ekki þínum, kæra Ísland. Leyfðu mér að hjálpa þér á lappir, komdu svo bara inn í sambandið (því við viljum jú fá yfirráð yfir auðlindunum þínum, fiskinum, vatnsföllunum ...) og svo skaltu reyna að semja og breyta reglum sambandsins innan frá, sagði Olli Rehn.
Já einmitt! það hefur jú reynst okkur Íslendingum svo vel í hvalveiðaráðinu. Við höfum svo sannarlega fengið að sjá hvernig það er að reyna að breyta undarlegum ákvörðunum fjöldans. Við höfum reynt það bæði innan ráðsins og utan.
Höldum við virkilega að það verði eitthvað öðruvísi þegar í ESB er komið.
Og hver er þá lausnin, spyr einhver. Við þurfum jú pening. Og annar svara: ég veit! Byggjum annað álver.
Um bloggið
Ólafur Einarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar