Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
20.2.2009 | 14:51
Áfram Danir!
Það er loksins að einhver önnur þjóð en Íslendingar, Japanir og Norðmenn sjá að hvalir eru ekki með þá bleiku slaufu sem Green peace og Sea Shepherd eru búnir að smeygja um háls þeirra, enda líklegt að þessi "náttúruverndarsamtök" séu meira fjáröflunarsamtök en nokkuð annað.
Vissulega eru hvalir flökkudýr án íslensks ríkisfangs en þau rök halda ekki ef banna á okkur að veiða þá eingöngu á þeim forsendum.
Ég veit ekki annað en gæsir séu veiddar hér í stórum stíl ár hvert og fæstar þeirra eru staðbundnar brauðgæsir, veiddar við Reykjavíkurtjörn.
Auðvitað eigum við að nýta hvalina, gæsirnar og aðrar skepnur á ábyrgan hátt, okkur til viðurværis.
Áfram Danir.
Danir styðja sjálfbærar hvalveiðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2009 | 22:57
Tryggingarfélögin og hlutabréfamakaðurinn!
Því miður þá er þetta ekki í fyrsta skiptið sem slæmar sögur fara af VÍS tryggingarfélagi. Þetta er þó ekki neitt einsdæmi heldur loðir þetta við þau öll.
Þegar ég horfði á Kastljósið í kvöld og þá sorgarsögu sem þar er lýst rifjaðist upp fyrir mér myndin Sicko eftir Michael More (ÉG VONA AÐ SEM FLESTIR GEFI SÉR TÍMA TIL AÐ SJÁ ÞÁ MYND).
Það sem sérstaklega hringdi bjöllum var hve keimlíkt er ástatt með þeim tryggingarfélögum sem í þeirri mynd var fjallað um og þeim tryggingarfélögum íslenskum, sem við greiðum árlega háar fjárhæðir til. Þetta gerum við í von um að þurfa aldrei að nota þjónustu þeirra, en að samaskapi eigum við að geta reiknað með að þegar á þarf að halda komum við ekki að lokuðum dyrum, jafnvel háum múrum lögfræðinga og lagaflækja.
Þannig er nefnilega mál með vexti að tryggingarfélögin í USA eru almenningshlutafélög, skráð í kauphöllum vestan hafs og sem slík ber þeim, lögum samkvæmt, að skila arði.
Og þá rifjaðist það upp fyrir mér!
Auðvitað er þetta eins hér, sjáum við ekki sem dæmi Sjóvá hangandi einhverstaðar á jólatré eignasafns Stoða Holding eða hvað þetta nú heitir í dag.
Nú veit ég ekki á hvaða jólatré og á hvaða grein VÍS hangir en vís-t er að því ber að skila eigendum sínum ARÐI.
Ég óttast að sem slíkt sé þeim sem þar stjórna slétt sama hverjum af almúganum það treður á til að uppfylla skilyrði eigendanna.
Hirða tryggingarfélögin blóðpeninga af fólki?
Hérna í eina tíð hefðu þeir peningar sem teknir eru frá látnum einstaklingum (og í þessu tilviki einnig alvarlega slösuðum) verið kallaðir blóðpeningar og þeir sem slíkt gjöra ekki talist til mikilmenna . . . ég get ekki betur séð en að sá gjörningur sem í Kastljósinu var lýst endurspegli eitthvað slíkt.
Mikið er ég annars þakklátur fyrir að eiga ekki hlut í tryggingarfélaginu VíS!
Ég þarf þá ekki að hafa það á samviskunni þegar ég gef börnunum mínum að borða á kvöldin að maturinn sé keyptur fyrir blóðpeninga gærdagsins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.2.2009 | 18:05
Erum við tilrauna-rotta AGS?
Ekki er það óþekkt að stórþjóðir og samfélög geri ýmiskonar tilraunir á þegnum sinnar þjóðar eða sem verra er, annarra þjóða til að læra af því fyrir framtíðarkynslóðir ... eða eitthvað.
Í því sambandi má nefna læknisfræðilegar tilraunir Nasista á Gyðingum, (breyting augnlitar, frostþols tilraunir ofl. ofl.)
Geislavirkni tilraun Bandaríkjahers á íbúum "Marshall Islands" að þeim forspurðum.
"Stanford prison experiment" og fjöldi annarra tilrauna bæði með og án samþykkis þátttakenda.
Allar eiga þær það sameiginlegt að enda á ógeðfeldinn hátt.
Sagt er að þær aðgerðir sem framkvæmdar eru hér að undirlagi AGS eigi lítið sem ekkert sammerkt með raunverulegum þörfum þjóðfélags í okkar stöðu. Að hér ætti að vera í gangi allt önnur vaxtastefna og í raun margt öðruvísi gert en nú er. Einnig er sagt að sú leið sem þvinguð er á okkur nú hafi í raun sannað sig að koma verulega illa niður á löndum sem þurft hafa að fylgja henni þegar til lengri tíma er litið.
Ég spyr, erum við Íslendingar tilraunadýr í einhverri margreyndri og vita gagnlausri óopinberri tilraun AGS og annarra afla, allt frá upphafi aðkomu AGS hefur mér fundist eins og það gæti verið!
Peningamálastefnu ekki breytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.2.2009 | 09:01
Hið lögbundna rán ... nákvæmlega!
Í gær skrifaði ég um skoðun mína á að líklega fengi ég MJÖG lítið fyrir þær milljónir sem ég hef lagt til lífeyrissjóða gegn um áratugina.
Skerðing s.l. 30 ár hefur verið stöðug, og ekki var kreppu um að kenna þá.
Og hvað gerist daginn eftir? 5 - 10% skerðing til viðbótar við allar fyrri skerðingar!
Það er eitthvað að rekstri lífeyrissjóðanna. Ég hef jú vissulega borgað mín 4% en á síðustu 10 árum hefur hlutur atvinnurekandans hækkað úr 6% í 7% í 8% og samt standa sjóðirnir ekki undir þessu.
Einhver verður að segja þeim að til þess að dæmið gangi upp verður að reka sjóðina fyrir hagnað af höndluninni með peningana okkar, ekki má ganga á höfuðstólinn. Niðurskurður í yfirbyggingu og bruðli gæti verið nauðsynlegur!
Þetta eru örugglega menntaðir menn, er það ekki ... eða ... eru þeir pólitíkusar???
Hver fer annars yfir fjárreiður lífeyrissjóðanna fyrir hönd okkar og stemmir stigu við bruðlinu. Það er eitt að láta allt stemma en allt annað hvort vel sé farið með?
Skerða lífeyri um allt að 10% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2009 | 15:31
Hið lögbundna rán!
Það er nú svo skrítið með þessa blessuðu lífeyrissjóði að nú síðustu 20 - 30 árin hafa eignir mínar í þeim stöðugt minnkað. Nánast á hverju ári verður rýrnun í einhverjum þeirra sjóða sem standa eiga undir mínum útgjöldum og lífi eftir að vinnudegi líkur.
Í áraraðir heyrir maður af bruðlinu sem á sér stað innan sjóðanna. Svo virðist á stundum sem þeir sem þar höndla með mína og þína peninga séu í stökustu vandræðum með að eyða þeim. Fjöldi utanlandsferða, dýrir bílaleigubílar, dýr hótel, flottir veitingastaðir, dagpeningar o.f.l. o.f.l. allt á okkar kostnaði.
Hér er enn og aftur um einhverskonar forræðishyggju að ræða sem vernda á fólkið fyrir sjálfu sér.
Hvernig væri að kenna fólki sem vill á fjármálin sín og leyfa fólkinu sjálfu. Leyfa þeim sem ekki treysta sér til þess að njóta forræðiskerfis til að halda utan um sparnaðinn, en láta hina í firði.
Maður fer nefnilega betur með sína eigin peninga en peninga annarra.
Væri ekki annars frábært að geta tekið lífeyrissjóðslán hjá sjálfum sér á skikkanlegum vöxtum?
Persónulega á ég bágt með að trúa því að ég fái nokkurn tíma neitt út úr þeim sjóðum sem ég er þó búinn að leggja milljónir til s.l. áratugina.
Vara við útgreiðslu viðbótarsparnaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.2.2009 kl. 09:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.2.2009 | 15:04
Tekið verði tillit til sérhagsmuna ... einmitt!
Ég tel mig alveg vera búinn að sjá hvernig þetta leggst út.
ESB býður okkur samning þar sem farið verður í nánast einu og öllu eftir kröfum og væntingum Íslands. Okkur verður gefið frjálst veiðileyfi á styrkjakerfi sambandsins og við auðtrúa sveitalubbarnir höldum varla vatni yfir því hve góðir allir eru allt í einu við okkur.
Meira að segja þeir sömu og voru svo vondir við okkur í haust.
En djúpt í samkomulaginu verður ámóta texti falinn, og hann hljóða eitthvað á þessa leið:
Við skulum taka vel eftir þessum texta því hann mun vera lykillinn sem nota á, ekki kannski, heldur jafn örugglega og það að þú ert að lesa þetta blogg mitt, til að kúvenda samningnum ESB við Ísland, ESB í vil.
Ekki halda að þessar sérstöku aðstæður skapist aldrei.
Áður en blekið er þornað eru línurnar lagðar fyrir þessar sérstöku aðstæður.
Við erum nefnilega nú þegar kominn í HRINGIÐU ESB, nákvæmlega þar sem þeir vilja hafa okkur.
Munum að Von og Ótti fara aldrei saman.
Veljum vonina.
Meira um framkvæmd sambærilegra mála er að finna í bókinn: "None Dare Call It Conspiracy"
Tekið verði tillit til sérhagsmuna Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2009 | 00:26
Þjóðin sem gleymdi leyndarmálinu!
Hef mikið hugsaðu um þá sérstöku tíma sem nú ganga yfir. Einkum í ljósi þess að fyrir um einu og hálfu ári var ekki um annað talað en "The Secret" eða Leyndarmálið. Við fengum hingað fyrirlesara og upp dúkkuðu Íslendingar sem töldu sig hafa eitthvað að miðla landanum um efnið.
Áramótaskaupið 2007/2008 gerði svo óspart grín af öllu saman.
En nú er öldin önnur, þjóðin horfir á moldarkofana með hryllingi og þorrinn á einhvernvegin bara rosalega vel við.
Nú er ég einn þeirra sem heillaðist af boðskap leyndarmálsins og geri enn. Hér í heimi eru mörg LÖGMÁL sem bara virka, sama hvað, og lögmál aðdráttaraflsins er eitt þeirra og engin undantekning. Eftir því sem ég hef skoðað þetta betur hef ég gert mér grein fyrir að hér er ekki verið að lýsa neinu öðru en trú. Um aldir hafa ritningarnar kennt þetta lögmál og um aldir hefur það virkað.
Draga má lögmál aðdráttaraflsins í eina einfalda setningu: What we focus on, GROWS
eða á okkar ylhýra: Það sem við einbeitum okkur að vex. Einu skiptir hvort það er hið jákvæða eða neikvæða, það mun aukast. Við getum tekið meðvitaða ákvörðun um að horfa á það góða.
Ekki auðvelt, ég veit það, en það er hægt!
Sagt er að trú og ótti geti ekki farið saman, og nóg er af óttanum. Jafnvel finnst mér á stundum eins og alið sé á honum og ég spyr mig hversvegna.
Væri ekki betra að ala á voninni, að horfa til hins góða og reikna með að eitthvað gott komi út úr þessu öllu saman.
Nei, ég er ekki með bráðabjartsýni eins og Spaugstofan orðaði það fyrir nokkru, ég bara trúi því að þó það væri ekki til annars en að láta okkur líða aðeins betur um stund, þá sé það þess virði. Ég vil þó taka þetta lengra og trúa því að með jákvæðu hugarfari og trausti þess að á endanum komi eitthvað gott út úr hvaða aðstæðunum, þá muni það gerast, okkar er að leita þess góða.
Við höfum mörg dæmi til að líta til og vil ég nefna eitt hér. Sesselía, kennd við Sólheima í Grímsnesi sagði oft: "Það fellur eitthvað til". Þetta sagði hún eftir að yfirvöld höfðu niðurlægt hana, á stundum kært hana og gert henni margt til ama vegna þess að hún leyfði að þroskaheft og heilbrigð börn ættu samneyti. Alltaf kom lausn og við sjáum hvar Sólheimar standa í dag.
Trúum því að eitthvað gott komi út úr því ástandi sem nú er, verum 100% viss um að við munum læra af því, og munum einnig að:
Það sem ekki brýtur okkur mun gera okkur sterkari.
6.2.2009 | 23:07
Gæti Joð spornað gegn krabba í skjaldkirtli?
Las grein um daginn um jákvæð áhrif Joðs á heilsu mannslíkamans og þá sér í lagi með tilliti til krabbameina, í raun var meira talað um skort eða minnkandi notkun Joðs í líkamanum á síðustu 20 - 30 árum. Einnig hve önnur efni og efnasambönd eyðileggi virkni Joðs í okkur og minki þannig enn frekar virkni þess litla magns Joðs sem fyrir er, til að verja líkamann. Var þar meðal annars nefnt til sögunnar aukið magn Klóríðs í matarsaltinu okkar (NaCl) en einnig notkun Flúors og Bróms.
Fyrir 30 árum fóru bakarar að nota Bróm í stað Joðs sem mjölmeðhöndlunarefni. Bróm er á vissan hátt náskylt Joðinu og keppir við verulega minkað Joð í líkamanum um aðgang að Skjaldkirtlinum, sem þó er honum bráðnauðsynlegt.
Fyrir 1980 greindist 1 af hverjum 20 konum með brjóstakrabbamein, nú 30 árum síðar greinist 1 af hverjum 7 með þetta sama krabbamein. Aukningin er því 300% á 30 árum. Þarna gæti verið samband.
Það er annars mikið af joði í sjávarþanginu sem hjálpað gæti. E.t.v. skiptir það einnig máli að velja t.d. íslenskt sjávarsalt fram yfir verksmiðjuframleitt salt og nota minna af því.
Það væri einnig gaman ef t.d. IE athugaði áhrif bróms og flúors á mannslíkamann.
Það væri líka gaman að fá t.d. vísindalega rannsókn á virkni Joðs á Skjaldkirtilinn ... kannski áður en farið er að hanna bóluefni gegn Skjaldkirtilskrabbameini.
Hérna má lesa meira um notkun Joðs gegn krabba í Skjaldkirtli. Þessar vangaveltur komu upp vegna hugsanlegrar kjarnorkuárásar á USA á haustmánuðum árið 2001.
Að lokum þá man ég ekki betur en að hér áður fyrr hafi verið hægt að kaup Joð í pillu formi (til forvarnar eins og önnur vítamín) í apótekum ... en ekki lengur.
ÍE varpar ljósi á krabbamein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.2.2009 kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2009 | 14:06
Skemmtileg uppsetning hjá þessum tveimur kumpánum!
Það er svolítið skondið að fylgjast með þessum leik þeirra félaga Rehn og Pöttering.
Persónulega held ég að flest aðilaríkin bíði eftir að Ísland komi inn en þeir félagar og fleiri eru að átta sig á að hlutirnir eru að breytast á Íslandi ESB í óhag, því er sett upp smá leikrit fyrir okkur "molbúana í norðri" til að slá ryki í augu okkar.
Málið er að enginn vill vera valinn síðastur í fótboltaliðið, allir hræðast höfnun og leita enn frekar eftir samþykki í slíkum aðstæðum, því er þetta klókt bragð að segja nú: "Ég er ekki alveg viss um að þú fáir að leika með okkur".
Kæru félagar Olli og Hans-Gert, við viljum ekki vera með í þessum stórkarla leik hnignandi samfélags Evrópu landa. Þið megið bara leika ykkur einir. Við ætlum hinsvegar að sitja hér í okkar stúku sæti fyrir ofan leikvöllinn og fylgjast með öllu því rugli sem nú þegar er í gangi og á bara eftir að versna þegar fram líða stundir.
Það er annars gott að Samfylkingin er loksins farin að tala um LÝÐRÆÐI ÞJÓÐARINNAR, kannski eru þeir loksins farnir að sjá að ESB er ekki leiðin.
Batnandi fólki er best að lifa!
Olli Rehn stendur fast á sínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.2.2009 | 01:17
Uppskrift að hamingju!
Ég sótti fund í gær kveldið þar sem meðal annars var rætt um áhrif ástandsins, einnig sannreyndar leiðir til að njóta hamingju sama hvað. Í lok fundarins taldi frummælandinn upp þrjú atriði sem eru grundvöllur hamingju sama hvað gengur á í kring um okkur.
1. Við þurfum einhvern til að elska.
Þar er átt við að okkur er nauðsynlegt að eiga fjölskyldu, vini eða einhverja okkur nákomna.
Þetta getur einnig átt við fólkið í kring um okkur, í vinnu eða öðru samfélagi. Einnig getur þetta
átt við okkur ókunnugt fólk sem við gætum hjálpað í einhverju formi með óeigingjarnri þjónustu.
2. Okkur er það nauðsynlegt að vinna ötullega.
Hvort heldur við höfum vinnu eða ekki þá er það mjög mikilvægt að hætta ekki að vinna
að einhverju. Ef við erum ekki svo lánssöm að hafa vinnu þá eru alltaf til þeir staðir þar
sem við getum lagt krafta til og bætt líðan einhvers sem líður ver en við sjálf.
Jafnvel gætum við heimsótt elliheimili og lesið eða setið og rætt við og lært af þeim sem
eru okkur eldri og reyndari.
Í kreppunni miklu voru stofnaðir hópar þar sem fólk vann við skurðgröft nokkra klukkutíma daglega.
Það var ekki vegna þess að þörf var á þessum skurðum því þegar skurðurinn var kominn var
mokaður annar skurður við hliðina og yfir þann fyrri. Tilgangurinn var að fólkið staðnaði ekki.
Í lok kreppunnar voru margir sem þökkuðu þessu "tilgangslausa" framtaki það að hugur og líkami
voru í stakk búin til að halda áfram að vinna en nú fyrir peningum.
Við sjáum form þessa í þeirri hvatningu sem uppi er í þjófélaginu nú að fara í skóla eða taka þátt.
3. Við þurfum eitthvað til að vonast eftir.
Hvort heldur það er staðgóður morgunmatur þegar við vöknum eða eitthvað annað.
Sagt er að VON og örvænting fari aldrei saman og ég held að það sé rétt. Það er
okkur í sjálfsvald sett að velja vonina fram yfir allt annað, þar með talið örvæntinguna. Ég trúi því
að lífið sé próf og sérhvert augnablik þar af leiðandi skapi loka niðurstöðuna.
Er lífið erfitt? engin spurning!
Er það þess virði? Engin spurning!
Maður að nafni Viktor Frank er gott dæmi um þetta val í verki. Hann var hnepptur í fangabúðir Nasista í seinna stríði ásamt fjölskyldu sinni. Hann var látinn horfa á pyntingar og aftöku flestra fjölskyldumeðlima sinna og sérhver dagur gat verið hans síðasti. Hann gat valið hvernig hann meðhöndlaði þessa raun. Ætlaði hann að hata kvalar og böðla fjölskyldunnar eða mundi hann velja meira uppbyggjandi viðhorf. Hann valdi að vona, að fyrirgefa, að leita þess góða. Hann stækkaði áhrifa hring sinn og var í lokið orðin meðföngum sínum og jafnvel fangavörðum hughreysting. (Verum minnug þess að margir voru þeir bara ungir venjulegir Þjóverjar sem ekki völdu að vera í þessum hræðilegu aðstæðum).
Hver er svo boðskapurinn?
Við stöndum frammi fyrir erfiðum, jafnvel ömurlegum aðstæðum. Hvort heldur þær eru lagðar fyrir okkur sem próf eða ekki, þá getum við valið hvort við föllum í pitt örvæntingar eða vonum á betri tíð. Leitum jafnvel tækifæranna í ástandinu. Hvort heldur trúi ég að það mundi hjálpa okkur að líta í kring um okkur og sjá hvort ekki sé einhver sem hefur það ver en við, fara síðan og hjálpa viðkomandi.
Um bloggið
Ólafur Einarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar