7.7.2010 | 12:59
Þjóð leidd til slátrunar . . . af umboðslausri ríkisstjórn.
Hver er asinn nema fyrir það að ráðamenn ESB sjá að mótmæli eru að hefjast á ný og það þýðir að ríkisstjórn Íslands riðar til falls. Því verður að flýta sem mest þeir mega aðildarviðræðum og inngöngu þannig að minnihlutaflokkur Samfylkingar geti með BOLA-brögðum sínum komið landi og þjóð inn í bandalag sem riðar í takt við Samfylkinguna til falls.
Hvað varð svo um Steingrím, og hver er þessi maður í ríkisstjórninni sem líkist Steingrími svona mikið í útliti.
Það er orðið tímabært að skipta um ríkisstjórn, og það strax. Út með þessa tvo flokka, út með eiginhagsmunahyggju Sjálfstæðisflokks.
Málið er að það er engum af þessum fjórflokkum treystandi til heiðarleika eða skilnings á hlutverki sínu. Við þurfum nýtt fólk á þing sem áttar sig á því að það er á þingi sem þjónar fólksins, þjónar okkar. Ný hugsun, ný gildi og þor.
Síðasta bylting mistókst algerlega, það var bara skipt um andlit og lit en ódauninn leggur enn frá alþingi.
Í raun ætti hámarkstími hvers einstaklings að vera 8 ár á þingi. Leggja ætti niður flokka, en það verður gert með því að koma einum sterkum flokk inn á þing og hann tekur rösklega til þau 8 ár sem hann hefur. Afnám 5% regluna, enda hún hönnuð til að vernda fjórflokkinn. Opnar fyrir þátttöku fólks með skoðanir og gildi. Auðveldar þjóðaratkvæðagreiðslur. Áherslur í anda Þjóðfundarins. Róum á ný mið hvað tekjuöflun varðar, hættum að sökkva þessu yndislega landi í stíflur og háspennu möstur, horfum út fyrir þennan löngu úrelta kassa skilyrðinga og færum landið til vegs og virðingar . . . án ESB.
Aðildarviðræður sem fyrst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ólafur Einarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er allt saman satt og rétt
Sigurður Þórðarson, 7.7.2010 kl. 13:14
Takk fyrir Sigurður.
Nú held ég að tími sé tilkominn að safan saman samhljóma afli og gera nauðsynlegar breytingar. Þetta gengur eiginlega ekki lengur í núverandi mynd.
Ólafur Einarsson, 7.7.2010 kl. 13:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.