Er þetta virkilega það sem við viljum?

Það er augljóst mál að þetta regluverk er komið á að hluta og restinni skal verða komið á,
En er þetta það sem við viljum?

Er þetta landinu fyrir bestu, að fara inní handónýtt efnaHAGS-bandalag (ég tel enga spurningu hverra hag þeir hugsa fyrst og fremst um hjá því bandalagi... og hann er ekki okkar).

Þær eru annars ljótar fréttirnar sem við heyrum af landsfundi VG og hvílíkur svikari sem formaðurinn og hans handbendlar eru við kjósendur sína.
Hin opinbera stefna er að standa fyrir utan ESB, en hin innri stefna er að heimila og hefja aðlögunarferli inn í ESB með tilheyrandi kostnaði. Tvöfallt roð það!

Við þurfum algerlega nýtt fólk á Alþingi og rof milli ráðamanna og stórfyrirtækja og annarra baktjalda makkara.

...Það er eitthvað svo verulega óhreint í gangi í þessu litla landi og það þarf að stoppa.


mbl.is Evrópureglugerð kyrrsetur flug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ólafur ég sé að þú ert áhugamaður um heilsufrelsi Íslendinga, það frelsi gæti farið eins og önnur frelsi ef gengið er í ESB.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 09:10

2 Smámynd: Ólafur Einarsson

Ég veit, og það er hluti af ástæðu minna skoðana á ESB og öðrum sambærilegum kommúnum.

Í raun er annað frelsisstríð hafið og ekki er það síður mikilvægt en hið fyrra.

Trúlega er þó munurinn á þessu og hinu fyrra að þetta nær til allrar heimsbyggðarinnar, þ.e. til fólksins sjálfs, og réttar þess til að lifa frjálst og án þeirra kúganna sem fylgja ofríki t.d. ESB.

Hvað ráðamenn þessa lands og annarra varðar þá erum við búin að sjá hvar flestir þeirra standa... "af verkunum munuð þér þekkja þá".

Ólafur Einarsson, 30.10.2011 kl. 10:20

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það sem er að í þessu máli eins og ég sé það er linka íslenskra embættismanna við að fá fram undanþágur frá reglum, sem augljóslega eru gerðar í samræmi við gerólíkar aðstæður í öðrum Evrópulöndum, þar sem einkaflugvélar geta á broti úr klukkustund flogið yfir mörg landamæri mjög þéttbýlla landa.

Íslenskar einkaflugvélar eru hér úti í ballarhafi í landi dreifbýlis og óbyggða og koma aldrei til annars lands.

Ómar Ragnarsson, 30.10.2011 kl. 14:30

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Menn mega ekki rugla aðild að EASA saman við aðild að EES eða ESB því að EASA nær yfir nær alla Evrópu og Íslendingar sem alþjóðleg flugþjóð getur ekki staðið utan við EASA.

Ómar Ragnarsson, 30.10.2011 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Einarsson

Áhugamaður um almennt heilsufrelsi. Valfrelsið er okkar stærsta gjöf, notum það!

Höfundur

Ólafur Einarsson
Ólafur Einarsson
Áhugamaður um heilsufrelsi Íslendinga. Við eigum að hafa réttinn til að velja okkar meðferðarleið til heilbrigðis sjálf, og fá til þess fjárhagslegan stuðning þrátt fyrir að leiðin sé utan þess "hefðbundna".

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband