Ég hef ekki svarið... en er þetta efni í BA ritgerð í sálarfræði

Hvað veldur því að niðurstaða kosninganna á morgun stefnir í að fjórflokkurinn virðist vera nánast það eina sem fólk telur sig verða að kjósa.

Við látum þá/þau ljúga okkur upp full fram og til baka á fjögurra ára fresti og við gleypum við öllum loforðunum. Við leyfum þeim að tala niður framtíð þessa lands. Við horfum á þau ræna okkur eignum okkar og færa þær vinum og vandamönnum á silfurfati jafnvel þótt það rýri lífskjör allra hinna (okkar).

Ég hef heyrt manneskju segja að hún kjósi Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að henni finnist Bjarni svo umkomulaus, er þetta nægjanlega góð ástæða.

Aðrir segja stoltir að þeir hafi kosið sama flokkinn alla sína ævi...

Enn aðrir að þeir kjósi það sem pabbi og mamma hafi alltaf kosið.

Hverskonar aumingjar erum við að þora ekki að breyta okkar eigin högum... við erum eins og barin eiginkonan sem misst hefur getuna og vantar stuðninginn til að sjá að það er líf fyrir utan ömurlegt hjónabandið við fjórflokkinn.

Á morgun mun ég kjósa einhvern þeirra flokka sem vilja virkt lýðræði, einhvern sem ekki er búinn að ljúga mig uppfullan fram og til baka í rúm 30 ár, einhvern sem ekki hefur flokks-elítu sem stoppar og tefur og stjórnar bak við tjöldin.
Hver einasti flokkur þessara fjögurra flokka hefur hulið afl sem leggur línurnar, ekki fyrir mig og þig heldur fyrir sig og sína... ekki meir!!!

Burt með allt þetta fólk af þingi og öll þeirra áhrif sem aldrei virðast ætla að sleppa klónum af Íslandi aðallega vegna þess að við gerum flest eins og við höfum alltaf gert, það erum við sem styðjum þetta ástand með því að þora ekki að kjósa annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ábyrgðin á því liggur öll hjá fráfarandi ríkisstjórnarflokkum, en fyrst og fremst við einarða andstöðu fólks við ESB. Það eru nú ekki flóknari vísindi en það. Þú getur þó reynt að fá rannsóknarstyrk frá ESB til að athuga hið augljósa.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.4.2013 kl. 02:49

2 Smámynd: Ólafur Einarsson

Þetta er góð hugmynd hjá þér Jón og mun ég ígrunda það vel hvort ég sel ekki sálu mína ESB og þiggi styrkveitingu þeirra í verkefnið.

Ólafur Einarsson, 27.4.2013 kl. 07:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Einarsson

Áhugamaður um almennt heilsufrelsi. Valfrelsið er okkar stærsta gjöf, notum það!

Höfundur

Ólafur Einarsson
Ólafur Einarsson
Áhugamaður um heilsufrelsi Íslendinga. Við eigum að hafa réttinn til að velja okkar meðferðarleið til heilbrigðis sjálf, og fá til þess fjárhagslegan stuðning þrátt fyrir að leiðin sé utan þess "hefðbundna".

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband