FDA á verði ... en bíddu við, drap VIOXX ekki 100.000 áður en það var stoppað.

Þeir eru alltaf góðir hjá FDA. Fljótir að vara fólk við fæðubótaefnum og slíku. 

En er þeim ekki sjálfrátt þarna vestur í Ameríku ... fæðubótaefni, vítamínum og önnur ónæmisstyrkjandi efni og jurtir eru á válista eða til skoðunar en eru að jafnaði skaðlaus með öllu (veit ekkert hvort Hydroxycut fellur undir það).
Á meðan flæða lyfseðilsgild og ólyfseðilsgild lyf yfir markaðinn og drepa hátt í milljón (975.000) bandaríkjamanna árlega.

Leiða má að því líkum að á Íslandi deyi 975 manns af sömu orsökum árlega.

Á Íslandi er ástandið ekki mjög ólíkt og í raun mun verra því hér er búið að banna allar eða nánast allar lækningajurtir, mun meira en í Ameríku. Ef gamall maður dundar sér við að sjóða seyði af lúpínu rótum til hjálpar krabbameinssjúkum er hann hundeltur fyrir vikið.

Af heimasíðu Lyfjastofnunar má finna eftirfarandi lista:
Flokkun Jurta og annarra lífvera listi gefin út af lyfjastofnun. Þegar farið er í gegn um þennan lista má sjá að atriði merkt B þýðir:
Innflutningur bannaður í tilbúinni vöru og/eða hvers kyns almennri vöru til neyslu (innihaldsefni eitrað / óæskilegt eða flokkast sem lyfjavirkt efni)

Vissir þú að ekki má selja lyfjavirkar jurtir á Íslandi ... gafst þú samþykki fyrir banni þar að lútandi?
Hversvegna eru þær bannaðar, er það vegna þess að þær eru hættulegar okkur eða er ástæðan önnur.
Skýring lyfjastofnun fyrir banni lyfjavirkra jurta var eftirfarandi: Ekki er hefð fyrir því á Íslandi að nota jurtir til lækninga... ha???  
Hvað varðu um Grasa Guddu???
Hvað með alla þá sem vilja frekar jurtir en lyf til lækninga???

FDA er spaugileg samkoma hagsmunajöfra. Leiða má líkum að því að þar sé unnið hörðum höndum að halda heilsu frá fólki og mata krók BIG PHARMA gegn um þvinguð lyfjakaup veika fólksins sem þeir segjast vera að vernda. Því nú er svo komið að þeim fer fækkandi stöðunum sem bjóða annað en verksmiðjuframleidd lyf þessara auðjöfra bæði í USA, á Íslandi og annarstaðar í heiminum. 

Hvert er svo hlutverk Lyfjastofnunar á Íslandi?

Á RUV í gær kom fram að yfir 50% Íslendinga telja að stofnanir á Íslandi séu spilltar, sem þýðir á mannamáli, gangi erinda hagsmunaaðila.

Er Lyfjastofnun ein þeirra?!?!?!?!?!?!

Og ef svo er, kemur þá Lyfjastofnun til með að loka heiðum landsins,
þar er jú allt morandi í Lúpínu og öðrum lækningarjurtum.

Skoðaðu heimasíðu Heilsufrelsis !!!

Lifið heil!

Ps. Ég tek það fram að ég hef ekki þurft á Hydroxycut að halda, mér leiðast bara svona stofnanir í sauðagærum.
Skoða hvað Health Canada er að gera þessa dagana


mbl.is Varað við hydroxycut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þvílík hræsni. Þarna ert þú að fullyrða að lyfjaeftirlit Bandaríkjanna og etv lyfjastofnun hér heima séu hagsmunasamtök sem hafi hag af því að banna fæðubótarefni og aðrar náttúruvörur. Á sama tíma heldur þú úti heimasíðu þar sem þú ert að fullyrða að meðferð með ósoni lækni nánast alla mögulega og ómögulega sjúkdóma. Þú vísar hins vegar ekki í eina einustu rannsókn máli þínu til stuðnings. Þarna býður þú til sölu ósonvélar á tugi þúsunda og ósonmeðferðir í Bandaríkjunum fyrir hundruði þúsunda, þannig ert þú að hagnast á vanheilsu annara með því að bjóða rándýrar meðferðir án þess að sýna fram á að þær virki, þetta finnst mér sorglegt. Nú er ég ekki sérfróður um óson en ég veit þó það að þrátt fyrir að vera gagnlegt í himinhvolfinu þá er óson eitrað og skaðlegt þegar það er komið hér niður í andrúmsloftið. Ekki það að eftir að hafa lesið heimasíðuna þína þá gæti ég best trúað því að þú tryðir því sjálfur að efnið lækni alla sjúkdóma en ég hvet þig eindregið til gagnrýninnar hugsunnar þegar kemur að því að spila með heilsu annarra og reyndar þína heilsu einnig.
Með von um að þú njótir góðrar líkamlegrar og andlegrar heilsu um aldur og ævi
Kv SH
P.S. "Kandídu ofvöxtur" er míta, í venjulegu fólki með eðlilegt ónæmiskerfi gerir candida albicans ekki meiri skaða en svo að valda staðbundnum sýkingum í húð og slímhúðum

Stefán (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 15:35

2 identicon

Og varðandi þennan "lækni" og nóbelsverðlaunahafa sem þú vitnar til að stýri meðferð, þá get ég upplýst þig um það að hann hefur ekki fengið nein nóbelsverðlaun (getur leitað að því sjálfur á nobelprize.org) og skv. neðanverðu er hann ekki með nokkra gráðu yfir höfuð:

California attorney Jenelle C Prins, who has investigated Hitt, reports that "William Hitt does not have any undergraduate or medical degrees. In 1987 he was sued by the State of Texas, Case No 87 27882, for fraudulent practices. In sworn documents filed with the court, he admitted that he had no degrees of any type (except for one from what Hitt called 'a paper mill', known as Walden College)." Prins reports that the University of Colorado, where Hitt once claimed to have been awarded an MD in 1952, "has no record of him".

And what of that Nobel Prize? Hitt claims to have won the Nobel Peace Prize while a member of the International Physicians for the Prevention of Nuclear War. This is false, she says.

"The International Physicians for the Prevention of Nuclear War corresponded with me and stated that Hitt had never been a member. Hitt has recently changed his story to say he was a member of the Mexican delegation to the International Physicians et al, but I checked this claim as well and it is also false."

Hitt claims to have won a "prestigious Eli Lily Award and several other awards. "I called Eli Lily and spoke with a woman there who researched Hitt's claim," says Prins. "First, Eli Lilly does not give out a prize. They do, however, provide grants, but no grant was ever awarded to Hitt."

"We learnt of his falsity when one of my clients returned from treatment for Hepatitis C in Mexico," says Prins. "When she went to her regular doctor to check her viral load, her levels were higher than when she went to Mexico." Prins says that in this and several other cases, "Hitt doctored test results"...

Ég geri sjálfsagt ráð fyrir að þú haldir því fram að þetta séu lygar settar fram af lyfjaiðnaðinum eða stjórnkerfum í Bandaríkjunum til að koma höggi á þessa góðu sál sem vill ekkert nema hjálpa fólki og ógjarnan þiggja peninga af þeim fyrir það, en þú um það
kv SH

Stefán (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 16:37

3 Smámynd: Ólafur Einarsson

Kæri Stefán, hvaða hagsmuna átt þú að gæta hér?

Ég er óhræddur að spyrja og hef fulla ástæðu til að ætla að hér sé ekki allt með feldu eða getur þú úrskýrt fyrir mér hversvegna ekki er hægt að fá lyfjavirkar jurtir hér á landi sem bjóðast í flestum öðrum löndum.
Fyrir 9 árum átti að gera Ísland að eiturlyfjalausu landi, síðan þá hafa eiturlyf flætt yfir landið. Það sem aftur hefur tekist að banna eru þessar lyfjavirku jurtir og hómópata lyf sem t.d. gætu komið okkur í gegn um ógnvekjandi flensur nútímans og framtíðar.

Hvað varðar ósonið þá dugar mér að sjá konuna mína daglega heilbrigða. Ef það er ekki nóg þá dugar mér að hafa hitt og umgengist fjöldann allan af fólki, líklega talið í tugum ef ekki hundrum sem hafa fengið heilsuna á nokkrum dögum, mest vikum með ósonmeðferð, allt fyrir augum mínum.

Það er svo sérstakt með rannsóknirnar sem þú segir vanta að þær eru dýrar og að jafnaði fjármagnaðar af lyfjafyrirtækum og fram til þessa hafa lyfjafyrirtæki ekki séð sér hag í því að fjármagna slíkar rannsóknir.

Miðað við þekkingu þína á Kandídu og hugarfar varðandi óson þá get ég mér þess til að þú sért líklega læknir, því þeir helst, dreifa slíkri þekkingu sem þú gerir hér. Það kemur sá tími að þú og aðrir með slíkar skoðanir verðir að kyngja stórum orðum um skaðleysi Kandídunnar, ég er alveg rólegur.
Margir læknar og heilbrigðisstarfsmenn hafa opinn huga gagnvart öðrum leiðum en eingöngu þeim sem kenndar eru í háskólum, þeir átta sig á að þótt þeir viti rosalega mikið um rosalega margt, þá vita þeir ekki allt. Í þessu er huggun.

Varðandi það að William Hitt hafi ekki hlotið Nóbelsverðlaun, þá í fyrsta lagi er skjöldurinn sem hangir upp á vegg hjá Dr. Hitt mjög sannfærandi ásamt öðrum viðurkenningum sem hann hefur hlotið.
Ef svo vill til að þeir eru allir falsaðir þá er það samt skoðun mín að hann ætti að hljóta allar þær viðurkenningar sem hægt er að gefa þeim sem leggja sig fram um að raunverulega lækna fólk en halda þeim ekki á lyfjum í mislanga tíma, jafnvel til æviloka. Hetjurnar í samfélögum manna eru m.a. þeir læknar sem þora að standa upp úr fjöldanum, þrátt fyrir persónulegar árásir og aðsúg hagsmunaaðila og lækna fólk. Í þessu sambandi er hollt að rifja upp lið C35 úr Helsinki sáttmálanum

Liður C35:
Við meðhöndlun sjúklinga, þar sem reyndar lækningarleiðir eru ekki til staðar eða hafa ekki gagnast, GETUR læknirinn, eftir að hafa leitað leiðsagnar sérfræðings, og kynnt fyrir og fengið samþykki sjúklings síns eða forráðamanns, beitt ósamþykktri meðferð ef læknirinn metur það svo að það geti bjargað lífi, endurreyst heilsu eða linað þjáningar. Þar sem því er viðkomið skyldi slík meðferð verða gerð að rannsóknarefni, hönnuð til að meta öryggi og árangur. Í öllu falli, skal skrá nýjar upplýsingar og, þegar það á við, að gera þær opinberar.
(lausleg þýðing mín vor 2009)

Ef þú ert enn ósáttur við fullyrðingar mínar um óson og mátt þess til að lækna þá skulum við bara setja upp rannsókn, fyrir opnum tjöldum þar sem við fáum sérfróða lækna til að framkvæma hana. Leyfum öllum Íslendingum að fylgjast með (það er auðvelt með hjálp Alnetsins) og leyfum síðan þjóðinni að meta hvort meðferðin eigi að vera leyfð hér á landi eða ekki.
Ekkert mundi færa mér meiri gleði og þúsundum sjúkra Íslendinga meiri heilsu á til þess að gera mjög skömmum tíma.

Að lokum, þá væri gaman að fá svar við því hver þú ert og við hvað þú starfar!

Ólafur Einarsson, 2.5.2009 kl. 17:35

4 identicon

Kæri Stefán, hvaða hagsmuna átt þú að gæta hér?
Ólíkt þér sem hefur hagsmuni/tekjur af því að telja fólki trú um ágæti ósons, þá hef ég enga fjárhagslega hagsmuna að gæta í þessu samhengi. Ég er hins vegar læknir eins og þú getur þér til og þar af leiðandi læt ég mér hagsmuni sjúklinga varða.
Ég er óhræddur að spyrja og hef fulla ástæðu til að ætla að hér sé ekki allt með feldu eða getur þú úrskýrt fyrir mér hversvegna ekki er hægt að fá lyfjavirkar jurtir hér á landi sem bjóðast í flestum öðrum löndum.
Ég get ekki svarað fyrir það af hverju sumar lyfjavirkar jurtir fást ekki hér á landi þrátt fyrir að þær fáist í einhverjum öðrum löndum. Þú nefnir eiturlyf hér að ofan í ræðu þinni, það fæst ekki hass hér þrátt fyrir að það fáist í Hollandi, þýðir það að stefnan sé röng hér? En eins og þú bendir á þá geta jurtir verið „lyfjavirkar“ og allt sem er lyfjavirkt þarf að meðhöndla með mikilli varúð því öllum lyfjum fylgja aukaverkanir. Þá get ég ómögulega séð hvaða sérhagsmuni sérfræðingar Lyfjastofnunnar ættu að hafa í því að banna jurtir. Þá er nú reyndar einn punktur í þessari umræðu að allt sem er náttúrulegt eigi að vera svo gott, þarna geta verið mörg „lyfjavirk“ efni í einu og etv sum gagnleg og sum skaðleg. Af hverju er ekki betra að greina hvaða efni í plöntunni er virkt og ganglegt og gefa það eingöngu í stað þess að gefa fjölda efna?
Hvað varðar ósonið þá dugar mér að sjá konuna mína daglega heilbrigða. Ef það er ekki nóg þá dugar mér að hafa hitt og umgengist fjöldann allan af fólki, líklega talið í tugum ef ekki hundrum sem hafa fengið heilsuna á nokkrum dögum, mest vikum með ósonmeðferð, allt fyrir augum mínum.
Ég er ánægður að heyra að konunni þinni líður betur og ekki get ég fullyrt um hvort það er ósonmeðferðinni að þakka eður ei. Hins vegar eins og þú bentir á í fyrirsögninni þinni varðandi Vioxx þá ber að taka öllu slíku með gát og aðeins með rannsóknum getur maður metið árangur meðferða. Hver veit nema margir hafi farið illa út úr þessari meðferð og miðað við stutta leit á netinu og fjölda sjúklinga sem hefur kært umræddan „nóbelsverðlaunahafa“ þá sýnist mér því miður ekki allir hafa verið svo heppnir. Þá segir heilbrigð skynsemi manni nú að ef eitthvað hljómar of gott til að vera satt (sbr það að lækna „flesta króníska sjúkdóma“) þá er það líklega ekki satt. Og ef maður hefur grunnþekkingu á hvernig sjúkdómar virka, þá er ekki hægt með rökum að sjá hvernig þessi einfalda aðferð læknar svo ólíka sjúkdóma frá krabbameinum, sjálfsofnæmissjúkdómum og króníska veirusjúkdóma.
Það er svo sérstakt með rannsóknirnar sem þú segir vanta að þær eru dýrar og að jafnaði fjármagnaðar af lyfjafyrirtækum og fram til þessa hafa lyfjafyrirtæki ekki séð sér hag í því að fjármagna slíkar rannsóknir.
En ef hlutirnir eru ekki rannsakaðir þá veit maður ekki um kosti eða galla ólíkra meðferða. Og það er rétt hjá þér að lyfjarannsóknir eru dýrar, enda mjög ströng skilyrði sett til að lyf séu sett á markað sem þrátt fyrir allt eru stundum ekki nógu ströng sem undirstrikar mikilvægi þess að vera varkár.
Miðað við þekkingu þína á Kandídu og hugarfar varðandi óson þá get ég mér þess til að þú sért líklega læknir, því þeir helst, dreifa slíkri þekkingu sem þú gerir hér. Það kemur sá tími að þú og aðrir með slíkar skoðanir verðir að kyngja stórum orðum um skaðleysi Kandídunnar, ég er alveg rólegur.
Hér finnst mér með orðalagi þínu að þú sért að gefa til kynna að læknar hafi einhvern hag í því að breiða yfir einhvern sannleika í þessum efnum. Þú hefur hér sjálfur uppi stór orð og ég hvet þig í að rökstyðja þau á einhvern hátt. Staðreyndin er sú að sveppurinn Candida Albicans hefur mikið verið rannsakaður og hegðun og virkni hans er vel þekkt. Svo er reyndar til töflumeðferð sem útrýmir sveppnum í líkamanum, þannig að ef hann er svona mikill skaðvaldur þá lægi væntanlega beint við að beita þeirri meðferð eða hvað? Ég myndi þó ekki beita slíkri meðferð nema rannsóknir hefðu sýnt fram á gagnsemi slíks.
Margir læknar og heilbrigðisstarfsmenn hafa opinn huga gagnvart öðrum leiðum en eingöngu þeim sem kenndar eru í háskólum, þeir átta sig á að þótt þeir viti rosalega mikið um rosalega margt, þá vita þeir ekki allt. Í þessu er huggun.
Ég er alveg sammála þér í þessu. Háskólinn þjálfar lækna í vísindalegri og gagnrýnni hugsun. Þeir eiga ekki að trúa því sem aðrir segja, þar með talið lyfjafyrirtæki, heldur aðeins styðjast við rannsóknir óhlutdrægra aðila. Þannig eiga þeir að vera gagnrýnir á aðra og ekki síst sjálfa sig. Enda hefur það mjög oft komið í ljós að hlutir sem við töldum gagnlega reyndust ekki vera það og jafnvel skaðlegir þegar á reyndi. Þessi þjálfun veldur því einnig að læknar eru oft á tíðum ekki opnir fyrir nýrri og óhefðbundinni meðferð sem þó hefur stundum sýnt sig að sé gagnleg þegar þær eru rannsakaðar, s.br. nálastungur. Ég held þó reyndar að læknar séu að verða umburðarlindari gagnvart þessu og þykist ég þar vera með talinn. Til að mynda er máttur trúarinnar á að eitthvað geri gagn mikill og trúin flytur fjöll í þessum efnum, þess vegna þurfa vandaðar rannsóknir einnig að innihalda lyfleysu. Þá tel ég oft það eitt að fólk gefi sér tíma í að hlusta á vandamál sjúklinga og hughreysta þá geri mikið, sem oft er hluti af óhefðbundnum lækningum. Þetta vantar oft í ys og þys, fjársvelt og tímasvelt nútíma heilbrigðiskerfi. Af þessum sökum hef ég það sem reglu að ef fólk trúir á að einhver ákveðin meðferð gagnist að reyna hana. Ég set hins vegar þau skilyrði að 1) Ég telji að meðferðin valdi ekki skaða og 2) Að óprúttnir aðilar séu ekki að reyna að féfletta sjúkt fólk.
Varðandi það að William Hitt hafi ekki hlotið Nóbelsverðlaun, þá í fyrsta lagi er skjöldurinn sem hangir upp á vegg hjá Dr. Hitt mjög sannfærandi ásamt öðrum viðurkenningum sem hann hefur hlotið.
Ég get fullyrt að William Hitt hefur ekki fengið nóbelsverðlaun af þeirri einföldu ástæðu að hér er listi yfir alla nóbelsverðlaunahafa, http://nobelprize.org/nobel_prizes/lists/all/ og hann er ekki þar meðal (auk þess að hafa lesið dómsskjöl frá Texas þar sem þessi fullyrðing hans ásamt öllum öðrum viðurkenningu og prófgráðum sem hann heldur fram að hann hafi fengið eru hraktar). Það hlýtur nú að segja manni ansi mikið um hans einlægni og heiðarleika ef maðurinn heldur þessu fram og til að kóróna allt er með falsaðann skjöld upp á vegg hjá sér. Gæti verið að hann væri með falshugmyndir varðandi meðferðina einnig ?
Ef þú ert enn ósáttur við fullyrðingar mínar um óson og mátt þess til að lækna þá skulum við bara setja upp rannsókn, fyrir opnum tjöldum þar sem við fáum sérfróða lækna til að framkvæma hana. Leyfum öllum Íslendingum að fylgjast með (það er auðvelt með hjálp Alnetsins) og leyfum síðan þjóðinni að meta hvort meðferðin eigi að vera leyfð hér á landi eða ekki.
Ég eins og sést af ofangreindu hef ekki áhuga á að rannsaka ósonmeðferð af þeirri einföldu ástæðu að ég sé ekki með rökrænni hugsun hvernig slík meðferð ætti að hjálpa en get séð margar ástæður fyrir því að slík meðferð gæti gert ógagn. Þá er ég ekki hlynntur að nota fólk sem tilraunadýr.
Sem sagt að lokum, þá tel ég að óhefðbundin meðferð geti í mörgum tilfellum gert gagn og margt sé órannsakað í þeim efnum. Hins vegar er ég mjög á móti því þegar verið er að hafa stórfé af fólki (sbr síðuna þína þá er verið að uþb 1 milljón króna af krabbameinssjúkum) í meðferð sem hefur ekki sýnt sig að gera gagn, að ég tala nú ekki um að mönnum eins og títtnefndum William Hitt sem hefur verið dæmdur fyrir „fraud“ í Bandaríkjunum með því að villa á sér heimildir, flýr yfir til Mexíkó þar sem eftirlit er af skornum skammti og tekur stórfé af sjúku fólki á röngum forsendum.
Kveðja SH

Stefán (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 21:21

5 Smámynd: Ólafur Einarsson

Kæri Stefán,

Mig langar til að þakka þér greinagott svar og mikið þykir mér gott að heyra að þú ert læknir ég ber mikla virðingu fyrir læknum og sér í lagi ef þeir eru opnir fyrir því að beita öðrum leiðum en eingöngu lyfjaleiðinni, mér heyrist það eiga við hér.
Plasibo áhrifin eru stórmerkileg og sýna fram á að ekki er allt sem sýnist.
Varðandi óson meðferðina þá verður að segjast að  hún er mun dýrari í dag en 1 milljón vegna gengis, og vélarnar hafa einnig hækkað í verði. Þessar vélar virka fyrir það sem þeim er ætlað og þar sem þær hafa fáa slitfletir þá endast þær vel og í því ljósi er verðið ekki hátt.

Þar sem ég skynja að þú ert almennt á móti ósoni langar mig að gefa þér tvær stuttar greinar um óson í tannlækningum hérlendis og einn hlekk:

Grein í Lifandi Vísindum

Grein í Tannlæknablaðinu blaðsíða 24/28

Einnig upplýsingar um óson lækningar í Evrópu

Óson virkar til sótthreinsunar og ef því er beitt í réttum styrk á réttan hátt brýtur það niður lípid vasa veira en hefur ekki áhrif á frumur enda hafa þær buffer kerfi og verjast oxunaráhrifum O3. Vissulega er hægt að gefa óson í of miklum styrk rétt eins og önnur lyf. Sagt er: "Öll efni eru eitruð, það er ekki eitt, sem er það ekki; réttur skammtur skilur á milli eitrunar og lækningar" Paracelus.

Varðandi konu mína þá var hún þjáð af gigt í 9 ár áður en hún fékk sína meðferð, en eins og þú veist gengur gigt ekki til baka af sjálfu sér eftir 9 ára veru. Innan 2 ára er það mögulegt en ekki eftir 9 ár.
Síðan hún fékk heilsu hefur hún verið skoðuð af augnlæknum vegna þurrkubletta og sára sem komin voru á augu vegna Sögrens, en þau eru farin. Hún hefur verið skoðuð af Gigtarlækni Dr. James Williams (létt skoðun) en hann sagði að ekki væri að sjá að hún hefði gigt. Henni líður eins og fram kemur á www.o3.is síðunni vel og hefur það ástand varað í tæp 6 ár eða frá því hún fékk meðferðina.

  Hversvegna virkar ósonið á svo marga ólíka sjúkdóma, er að þessir sjúkdómar eru orsakaðir af vírus og ónæmiskerfið er ekki að ráða við ástandið. Í flestum tilfellum virkar ósonið til að berja niður vírusmagnið í líkamanum á sama tíma og viðkomandi sjúklingur er bólusettur með sínu eigin þvagi sem búið er að meðhöndla þannig að það virki sem bóluefni. Ósonið er gefið daglega en þvg. sprauturnar eru á 5 - 7 daga fresti. Í þvaginu má finna bæði interferon og interleukin en bæði þessi efni styrkja ónæmiskerfið.
Þvag meðferð er vel þekkt og hefur verið notuð víða um heim í árþúsundir. Þú finnur jafnvel þvagefni í snyrtivörum í apótekum. Mig grunar að þú sért í USA nú en í því landi hef ég séð sérstakar mottur í pissuskálum á almenningsklósettum til að safna áhveðnum efnum úr þvagi notenda skálanna.

Þú minnist á konu sem er að stefna Hitt Centerinu, þeir sjúklingar sem koma til þessa centers eru oftast svo langt leiddir að vestræn  læknavísindi hafa gefist upp á þeim. Ef þetta fólk kæmi í upphafi sjúkdómsgöngu sinnar væri meðferð líklega styttri og í alla staði einfaldari.

Að lokum varðandi það að fólk eigi ekki að vera tilraunadýr, er það samt ekki svolítið þannig í dag. Fólk er sent heim með lyfseðil og sagt að taka þetta í X marga daga eða vikur og ef það virkar ekki á fólk að koma aftur.

Ósonið er einfalt og dugar ein smásjárskoðun til að meta hvort það hefur eitthvað að vinna á eða ekki, annað hvort virkar óson eða ekki á það sem er í gangi. Ef það virkar er alltaf sami skammturinn, sama þvagsprautan, sama meðferðin og fólki er fylgt út úr veikindum með hjálp þessara þátta og smásjárinnar á nokkrum dögum eða vikum.

 Að lokum vegna eðlislægrar forvitni minnar, ert þú Stefán Hákon og ert í St. Paul/Minneapolis?

Ólafur Einarsson, 2.5.2009 kl. 23:03

6 identicon

Þar sem ég skynja að þú ert almennt á móti ósoni langar mig að gefa þér tvær stuttar greinar um óson í tannlækningum hérlendis og einn hlekk:
Það er ekki rétt skilið á þér að ég sé almennt á móti ósoni. Sem vísindamanni er manni kennt að vera ekki með eða á móti ákveðnum hlutum heldur draga óhlutdrægar ákvarðanir byggt á fyrirliggjandi gögnum hverju sinni. Maður á að vera opin fyrir nýjum hugmyndum, þannig verður framþróunin, en hún verður engu að síður verður að vera fótur fyrir þessum hugmyndum og þeim má ekki beita á sjúklinga nema fullvíst sé að þeir beri ekki skaða af, eða amk að aðferðin hafi sannanlega meiri kosti en galla. Á móti spyr ég fyrst þú orðar þetta svona, ert þú almennt fylgjandi ósoni? Ef svo er þá er hætta á því að þú horfir bara til raka með efninu, ekki á móti og það er hættulegt.
Notkun eitraðra efna útvortis, eins og í tannlækningum, er allt annar handleggur heldur en að sprauta þeim upp á von og óvon inn í líkamann.
„Óson er reyndar hættuleg gastegund, sem auk þess að vera bakteríudrepandi, getur valdið miklum skaða í öndunafærum ef hún kemst í þau. En nú hefur vísindamaður einn þróað gúmíhettu sem setja má yfir þá tönn sem þarfnast viðgerðar. Tannlæknir úðar svo ósoni undir hettuna án þess að nokkur hætta sé á að sjúklingurinn andi því að sér“
Þetta er tekið úr þessari stuttu grein sem þú vísar til í Lifandi vísindum. Þessi klausa hins vegar undirstrikar mikilvægi þess að fagmaður beiti meðferðinni. Þarna er ósoni beitt beint á tönnina sjálfa þess gætt að efnið komist ekki í snertingu við húð og því ekki andað inn þar sem það er eitrað. Því set ég stórt spurningamerki við það að þú seljir ósónvélar í heimahús.

Varðandi síðuna um ósonmeðferðir, þá er þetta áhugaverð síða. Þarna setja þeir fram möguleg áhrif O3, ekki að það ráðist á veirur (og ósérhæfð árás á veirur í líkamanum með þessum hætti tel ég ómögulega þar sem veirur halda sig inn í frumum líkamans og skrifa sig inn í erfðaefni mannsins, þannig að með því að drepa þær með ósérhæfðum hætti eins og með ósoni þyrftir þú að drepa líkamsfrumuna sjálfa) heldur með því að virkja ónæmiskerfi líkamans. Hvort það geri það í raun má vel vera en það þyrfti að rannsaka áður en hægt er að fullyrða um það. Þeir hins vegar eru með amk annan fótinn niðri á jörðinni þessir menn, þeir halda því ekki fram að ósoni lækni krabbamein, setja reyndar fram þann möguleika að ásamt lyfjum og geislum geti efnið mögulega gefið betri árangur. Þá tala þeir ekki um mögulega lækningu á sjúkdómum eins og HIV, né raunar lækningar almennt, heldur frekar sem möguleika á að halda sjúkdómum niðri með virkjun ónæmiskerfisins. Þá taka þeir einnig fram að engar rannsóknir með viðurkenndum hætti (tvíblind, lyfleysurannsókn) hafi verið framkvæmd og því aðeins um kenningar að ræða.
Hins vegar bendi ég nú reyndar á að samtökin voru stofnuð árið 1972, með það „markmið að sýna fram á m.a. með rannsóknum að efnið virki“ eins og segir hjá þeim. 2 punktar hér, annar er sá að stofni fólk samtök með það markmið að sýna fram á að eitt virki, þá er erfitt að trúa því að um hlutlausa aðila sé að ræða enda hafa þeir beinna hagsmuna að gæta við að selja meðferðina. Hitt er að það er einkennilegt að á þessum 37 árum hafi þeir ekki getað sýnt fram á með rannsóknum að efnið virki.

Varðandi konu mína þá var hún þjáð af gigt í 9 ár áður en hún fékk sína meðferð, en eins og þú veist gengur gigt ekki til baka af sjálfu sér eftir 9 ára veru.
Ég undirstrika það að ég er ánægður með að konunni þinni líður betur og útiloka ekki eins og þú segir að meðferðin hafi hjálpað henni. Hins vegar eru gigtsjúkdómar mjög margvíslegir og vissulega eru til gigtsjúkdómar sem ganga til baka og koma aldrei aftur (sérstaklega gigtsjúkdómar í kjölfar sýkinga). Þá er líka algengt að sjúkdómsbirtingin sé misslæm á mismunandi tímum. Reyndar er Sjögren sjúkdómur líka klínísk greining, þ.e. f.o.f. sett fram á grunni einkenna og einfaldra prófa en ekki hægt að sýna fram á með óyggjandi hætti.
Hversvegna virkar ósonið á svo marga ólíka sjúkdóma, er að þessir sjúkdómar eru orsakaðir af vírus

Varðandi það að þessir sjúkdómar séu orsakaðir af veirum, þá er ég ekki sammála því. Það eru nokkur krabbamein tengd veirum (s.s. leghálskrabbamein tengt HPV veiru og eitilfrumukrabbamein af Burkitt gerð auk krabbameina í nefkoki tengt EBV) en hins vegar hafa öll algengustu krabbameinin ekki verið tengd veirum. Þó að svo væri hins vegar þá virkar veiran þannig að hún kæmi krabbameininu af stað, þ.e. illi breytingu á erfðaefni frumunnar sem færi að fjölga sér og það að drepa veiruna þegar á þetta stig væri komið væri gagnslaust. Að sama skapi varðandi sjálfsofnæmissjúkdóma. Orsök þeirra er ekki vituð, í sumum tilfellum telja menn mögulegt að veirur eða bakteríur komi þeim af stað en slíkt hefur verið erfitt að sýna fram á. Menn telja það virka þannig í þessum tilfellum að yfirborð sýkilsins sé líkt yfirborði eigin frumna, þannig að ónæmiskerfið býr til varnarefni til að ráðast á sýkilinn en jafnframt því að ráða að niðurlögum sýkilsins þá ræðst hún á eigin frumur líkamans sem hafa líka yfirborðsbyggingu og veiran. Aftur, eins og áðan, þá er veiran ekki lengur vandamálið (enda líkaminn útrýmir henni með þessum hætti) heldur það að líkaminn telur eigin frumur vera umræddan sýkil og reynir að ráða að niðurlögum þeirra.

Þá reyndar ef þú bara horfir á málið með einföldum hætti. Þarna er maður sem sannanlega hefur verið dæmdur fyrir að villa á sér heimildir. Hann segist geta læknað hættulega sjúkdóma eins og krabbamein og HIV en getur ekki sýnt á það með neinum hætti. T.d. væri mjög auðvelt og ódýrt að sýna fram á það að hann gæti læknað þó ekki væri nema 1 sjúkling með HIV. Þá yrði hann samsstundis heimsfrægur, og meðferð hans nýtt til að hjálpa fólki með þetta vandamál.
Að lokum varðandi það að fólk eigi ekki að vera tilraunadýr, er það samt ekki svolítið þannig í dag. Fólk er sent heim með lyfseðil og sagt að taka þetta í X marga daga eða vikur og ef það virkar ekki á fólk að koma aftur.
Það má sjálfsagt líta þannig á málið ef áhugi er fyrir hendi. Munurinn er sá að þarna er sérmenntað fólk, þ.e. læknar að framvísa lyfjum sem hafa sýnt sig með rannsóknum að gera gagn. Viðkomandi læknir er sérfróður um virkni lyfsins og jafnframt aukaverknir lyfsins og vegur og metur mögulegan ávinning á móti mögulegri hættu. Þá er eitt grundvallaratriði sem skiptir miklu máli og hann er sá að læknirinn hefur engan fjárhagslegan ávinning af því að framvísa lyfinu, fyrir hann skiptir ekki máli hvaða lyfi hann ávísar eða hvort hann ávísar lyfi yfir höfuð og þannig getur læknirinn verið hlutlaus aðili og hugsað eingöngu um hag sjúklingsins.
Ósonið er einfalt og dugar ein smásjárskoðun til að meta hvort það hefur eitthvað að vinna á eða ekki, annað hvort virkar óson eða ekki á það sem er í gangi.
Þarna ertu sennilega að vísa til þess sem þú segir að hr Hill tekur strok úr nefi sjúklingsins. Strok úr nefi er almennt ekki hægt að beita til að greina sjúkdóma, nema sumar staðbundnar sýkingar í öndunarfærum (sem dæmi þá greinir þú engin krabbamein með þessum hætti og getur á engan hátt metið árangur meðferðar á þennan hátt). Þá er ekki hægt t.d. að greina veirur með hefðbundinni smásjárskoðun, til þess þarf aðrar og flóknari aðferðir. Þá ítreka ég það sem ég sagði áðan að fáir sjúkdómar af þeim sem hann segist lækna hafa verið tengdir veirum yfir höfuð.
Kenningar aðilanna í Þýskalandi sem þú vísar til eru þó allavega hugsanlegar, þ.e. að óson geti mögulega gagnast með því að virkja ónæmiskerfið og þannig mögulega gagnast í einhverjum sjúkdómum. Þeir hafa hins vegar ekki enn getað sýnt fram á þetta með rannsóknum. Ég hins vegar hvet þig, vegna áhuga þíns á ósoni að amk frekar fylgjast með þessum aðilum heldur en hr. Hill. Þá væri áhugavert að heyra hvaða skoðun þessir menn hafi á aðferðum Hill og hvort þeir trúa því sem hann heldur fram. Það finnst mér ólíklegt.
Að lokum vegna eðlislægrar forvitni minnar, ert þú Stefán Hákon og ert í St. Paul/Minneapolis?
Nei það er ég ekki og ég held að það þjóni svo sem engum tilgangi að gefa upp fullt nafn, maður veit aldrei hverjir lesa svona blogg

Kveðja Stefán
P.S. ég vona að þessar vangaveltur mínar hvetji þig í það minnsta til að vera gagnrýninn á þessa aðila eins og þú virðist vera gagnrýninn á „hefðbundnar“ lækningar, sem ég tel jú bara vera gott. Þá vona ég að þú hugsir þig um, þar sem þú ert að þarna að selja aðferðir sem hafa ekki verið sýnt fram á að geri meira gagn en ógagn, hvort þú gætir verið að stefna fólki í hættu með aðgerðum þínum í stað þess að vera að gera þeim gagn.

Stefán (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 14:01

7 Smámynd: Ólafur Einarsson

Sæll Stefán,

 Hef ekki haft neitt tima í dag til að fara í gegn um svarið þitt en hef haft bæði gagn og ánægju af þessum samskiptum.

Eitt verð ég að leiðtrétta á hlaupum, ég hef bara gefið upp þetta verð á www.o3.is svo fólk hafi einhverja hugmynd um kostnaðinn af því að fara. Ég sjálfur hef ekkert með það að gera, hvað fólk gerir, veit í raun ekkert af því og hef engann hagnað af því heldur.

Reyni að fara í gegn um póstinn þinn á miðvikudag.

Kv.
Ólafur Einarsson

Ps. Gaman ef þú nennir að þú sendir mér línu á olafur@allthitt.is því þessi samskiptaleið dettur út eftir einhverja daga.

Ólafur Einarsson, 4.5.2009 kl. 22:31

8 identicon

Hérna er má lesefni um ósonvélar:
Þessi linkur fer nokkuð ítarlega í gegnum áhrif ósons, virðist vera nokkuð vönduð samantekt og vísað í rannsóknir sem gerðar hafa verið á áhrifum ósons
http://www.epa.gov/iaq/pubs/ozonegen.html

og læt einnig fylgja með styttri grein frá formanni astmasamtaka í Bandaríkjunum, en þar ekki vísað í heimildir
http://www.allergyconsumerreview.com/air-quality-ozone.html

Svo skal ég einnig senda þér línu á e-mail Ólafur
Kv Stefán

Stefán (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 13:25

9 identicon

Eftir því sem ég hef lesið meira um ósonvélar fór ég mjög að undra mig á því hvers vegna í ósköpunum það væri leyft að selja þessar vélar, þar sem ósonmengun er eitt af af stóru vandamálunum sem verið er að reyna að draga úr og vegna augljósra heilsufarsvandamála sem þeim getur fylgt. Þarna er verið að selja mengun á tækjum, dýrum dómum og án þess að ég sjái haginn af þeim nema fyrir seljendur. Enda kom í ljós þegar að var gáð að víða hafa þær verið bannaðar, t.d. linkur hér: http://www.arb.ca.gov/research/indoor/o3g-list.htm þar sem m.a. vélarnar frá o3.is eru bannaðar af heilsufarsástæðum.
Kv Stefán

Stefán (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 13:55

10 Smámynd: Ólafur Einarsson

Blessaður Stefán,

Hef velt fyrir mér upplýsingum þeirra hlekkja sem þú hefur verið að senda mér. 

Treystir þú því að það sem stjórnvöld segja og gera sé allt rétt og satt eða er það í myndinni að hagsmunir fárra séu settir ofar hagsmunum fjöldans. Þegar ósonvélar eru bannaðar í stórum stíl vegna ósons sem skapast vegna mengunar á götum LA þá tel ég verulega búið að taka úr samhengi orsök og afleiðingu, þar hefur bakari verið hengdur fyrir smið.
Vissulega er óson eitur við innöndun, en að banna á þennan hátt og eins og yfirvöldum er tamt, er hæpið, en vissulega hægt í krafti valds.

Vélarnar á þessum bannlista eru þar vegna þess að "nefnd" ákvað að setja "heilsuverndar mörk". Það hefur ætíð verið óráð að kasta steinum búandi í glerhúsi. Mögulega starfar þessi nefnd ekki innan lyfjageirans en er trúlega undir sama hatti, þ.e. ríkinu. 

Ég veit þú þekkir aukaverkanir flestra, vonandi allra þeirra lyfja sem þú þarft að ávísa. Bara Asprin/magnil getur haft verulega alvarlegar aukaverkanir, svo sem blæðandi magasár, brjóstsviða og fleira, jafnvel dauða við ákveðna aðstæður, þó get  ég óbreyttur orðið mér út um það á samráðs við lækni. Hvernig væri ef "nefnd" ákvæði að minka bæri alla asprin skammta í 2 til 5% af núverandi gildum til að minka hættu á aukaverkunum. Við þá breytingu væri asprin orðið gagnslaust fyrir flesta.

Sú nefnd sem bannað hefur óson vélar í USA hefur í raun gert þetta sama, hún hefur skorið niður leyfilegan styrk véla á pappírum í ákveðið gildi 0.050 PPM sem er nánast ekki neitt til að gæta einhvers, og svo er sagt á annarri hvorri síðunni sem þú sendir mér "óson virkar ekkert"sem er það sama og hægt væri að segja um 5% asprin skammtinn.

Er hægt að misnota óson vélar, vissulega en eins og þú veist á það sama við um lyf, bíla, hnífa og alla aðra hluti, en það réttlætir ekki bann, eða hvað.

Varðandi það að vélar frá www.o3.is séu bannaðar af heilsufarsástæðum þá er það svolítið sterkt orðaval og langar mig að spyrja hvernig þú kemst að þeirri niðurstöðu????????

Þær eru sterkari en staðlar títtnefndrar "nefndar", en eru þær hættulegar? Ég kannast ekki við það, og hvet þig til að skoða málið aðeins betur, það gæti komið þér á óvart hve skaðlausar þær eru en jafnframt magnaðar.

Ein af þeim litlu vélum sem seldar eru á www.o3.is hafa verið notaðar af hjúkrunarfræðingi með samþykki læknis á elliheimili hér á landi við lokun fótasára með mjög góðum árangri. Elsta sárið var á þriðja tug ára gamalt.
 Ég spyr hvernig getur lítil vél sem lokar fótasárum, hreinsar tannstein, hvítar tennur, fækkar borunum hjá tannlækni, styrkir tannhold, slær á verk í brunasári á innan við 5 mínútum og græðir sárið á einum til tveimur dögum, jafnvel 3. stigs brunasár er nánast án öra á öðrum til þriðja degi, losar út ígerð á holdi á einum til tveimur dögum. Hvernig getur svona verkfæri verið hættulegt, nema ef vera kynni fyrir hagsmuni einhverra óþekktra aðila?

Ég trúi því að þú hafir opinn huga fyrir öðrum leiðum og er því tilbúinn að lána þér eina svona óson-vél ef þú hefur áhuga, þannig getur þú kynnt þér þetta af eigin raun.

  Ég vil einnig hvetja þig að skoða óson meðferðir með opnum huga. Neðst á www.o3.is síðunni eru fjölmargir hlekkir á hinar ýmsu síður um óson og tengda hluti.

Þú veist af konunni minni, sá vitnisburður sem í henni liggur um ágæti ósons og þvagmeðferðar sem hún fékk, rekur mig áfram. E.t.v. hefur það einnig eitthvað að segja sú lítilsvirðing sem hún varð fyrir af hendi gigtarsérfræðinga þegar hún af veikum mætti var að leita sér annarra leiða en þeirra að taka bara lyfin. Við misstum einnig gigtarveika vinkonu okkar um þetta leyti úr aukaverkunum lyfja og vissulega hafði það sitt að segja. Lyfin þurfti konan mín að taka til að geta komist fram úr rúmi á morgnanna og til að hafa einhverja orku til að lesa sér til og leita. En hjá sérfræðingunum var engin önnur leið, ekki einu sinni von um leið ... en leiðin er til.

Er eitthvað rangt við það að vilja kynna þessa leið hér, og þá helst fyrir íslenskum læknum og með því að vonandi lina þjáningar einhverra sjúklinga sem e.t.v. þurfa ekki að þjást um ókomin ár? Það er ekki gott að vera fangi í eigin líkama 24/7. Ég ætla að taka það fram hér, þar sem þú áleyst í upphafi okkar samskipta að ég væri fjárhagslega háður þessu og hef engra fjárhagslegar hagsmuna að gæta. Það sem fyrir mér vakir er lina þjáningar annarra.
Fyrir mig sem eiginmann að horfa upp á konuna mína, í veikindunum og svo nú, er ekkert minna en kraftaverk.
Mér finnst ég hafa heimt hana úr helju. Hví mega ekki aðrir makar og fjölskyldur njóta þess sama?

Óson meðferðin er engin allsherjar lausn en hún er kröftugt, hættu lítið, inngrip sem virkar fyrir mjög marga þegar ónæmiskerfið hefur orðið undir.
Engin skráð dauðsföll eru af því meðferðarformi sem konan fór í gegn um, þó eru trúlega hundruð, mögulega þúsundir slíkra meðferða veittar daglega um heim allan.

Ég hef komið inn á það í fjölmiðlum að sá læknir sem hjálpaði konu minni (ekki Dr. Hitt) sé tilbúinn að koma til landsins og kynna það sem hann er að gera fyrir kollegum sínum hér.

Hér er myndband sem kannski útskýrir svolítið hvaðan ég er að koma með forræðis-fóbíu mína.

 Eftirfarandi fullyrðing held ég að eigi ekki við þig, byggt á upphafi okkar samskipta en langaði að deila henni með þér samt:
Þegar óefnisleg fyrirbæri verði á vegi vísindamanna þá minka þeir gildi þeirra til til samsvörunar við þau mælitæki sem vísindin ráða yfir.

 Kveðja
Ólafur Einarsson

Ólafur Einarsson, 6.5.2009 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Einarsson

Áhugamaður um almennt heilsufrelsi. Valfrelsið er okkar stærsta gjöf, notum það!

Höfundur

Ólafur Einarsson
Ólafur Einarsson
Áhugamaður um heilsufrelsi Íslendinga. Við eigum að hafa réttinn til að velja okkar meðferðarleið til heilbrigðis sjálf, og fá til þess fjárhagslegan stuðning þrátt fyrir að leiðin sé utan þess "hefðbundna".

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 4804

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband