14.5.2013 | 09:18
Ertu ekki að grínast ???????
Jú, þetta er vissulega ein leið til að tækla krabbameinsógnina en...
hvað með hættuna á lifrarkrabba, briskrabba, nýrnakrabba, ristilkrabba svo við tölum ekki um skinn eða beinakrabbamein?
Ein öruggasta leiðin til að eiga gott heilsusamlegt líf alla ævi (krabbameins laus) er að borða mestmegnis heilnæma hreina og lifandi fæðu úr jurtaríkinu (ekki soðin, ekki steikt, ekki grilluð, ekki úr örbylgjuofninum) og eitthvað örlítið af látnum einstaklingum úr dýraríkinu.
Sagt er að til séu yfir 400 náttúrulega leiðir til að lækna krabbamein... ég þekki að vísu bara rétt rúmlega 10 en þær hafa dugað ágætlega þar sem þær hafa verið látnar í friði af stjórnvöldum.
Engin þessara leiða er að vísu vísindalega sönnuð því enginn lyfjaframleiðandi hefur enn fengist til að fjármagna fokdýrar rannsóknirnar en sömu lyfjaframleiðendurnir eru tilbúnir að fjármagna rannsóknir á sínum eigin lyfjum... hversu hlutlaus ætli útkoman sé úr þeim rannsóknum?
... en er reynsla áratuga eða árhundruða náttúruleiðanna ekki raunsannari en hlutlægar vísindarannsóknir lyfjarisanna.
Sönn vísindi munu standa tímans tönn...
en fölsk vísindi grafa því miður öllum vísindum gröf!
Jolie lét fjarlægja bæði brjóst sín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:47 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Einarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eins gott að það er ekki heilablóðfall í ættinni
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.5.2013 kl. 09:31
Hafði ekki dottið það í hug en etv. hún búin að tækla það nú þegar?
Ólafur Einarsson, 14.5.2013 kl. 09:33
Skil hana vel... það eru 80% meiri líkur á að hún fái brjóstakrabbamein en við hinar - heppnu konur!
Margrét Jensína Þorvaldsdóttir (IP-tala skráð) 14.5.2013 kl. 09:55
nei Margrét.. það eru 87% líkur á krabbameininu.. ekki 80% meiri líkur..
"hún sé arfberi gensins BRCA1, sem valdi því að líkurnar á því að hún fái sjúkdóminn séu 87%"
jóhann ólafsson (IP-tala skráð) 14.5.2013 kl. 10:33
Er þetta það sem hræðsluáróðurinn hefur gert Margrét og Jóhann? Krabbamein er ekki svona stórt mál, nema vegna þess að þekking er bjöguð eða bæld.
Ólafur Einarsson, 14.5.2013 kl. 10:53
400 náttúrulegar leiðir!? Heyrðu Ólafur, ef satt er þá er þetta hrein gullnáma, því bæði lyfja- og geislameðferðir gegn krabbameini eru mjög dýrar og oft sársaukafullar fyrir sjúklingana. Af hverju vilja þeir sem þekkja þessar aðferðir ekki fjárfesta í rannsóknum á þessum leiðum til að geta markaðssett þær sem heilsusamlegri krabbameinslækningu? Vilja þeir frekar treysta á svokallaða "lyfjarisa"? Sömu risana og þeir hallmæla svo oft?
Spyr sá sem ekki veit...
Oftast er það nú þannig að svona fullyrðingar um galdralækningar eru úr lausu lofti gripnar.
Rebekka, 14.5.2013 kl. 11:16
Kynntu þér málin aðeins betur áður en þú ferð í þessa sleggjudóma vinur. Þetta er mjög algengt hér á landi líka, þ.e. a konur með þetta gen láti fjarlægja brjóstin til að minnka líkurnar á að fá krabbamein í þau. Brjóstakrabbamein er ólíkt öðrum krabbameinum og sérstaklega hjá eim sem bera BRCA1 eða BRCA2 genin. Venjulega er það þaninig að það er talað um 5 ára lifun eftir að krabbameinið hefur verið læknað. Ef þú ert enn á lífi eftir 5 ár og laus við krabbann þá ertu að öllum líkindum sloppinn. Það er ekki þannig með brjóstakrabbann, hann getur verið að koma upp aftur og aftur og það er miklu erfiðara að eiga við hann en mörg önnur krabbamein. BRCA genin valda krabbameini sem að er mjög aggressívt og erfitt að eiga við og konur eru oft að greinast og jafnvel deyja mjög ungar (yngri en konur sem bera ekki genið og fá krabbann). Sumar eru yngri en 30 ára!
Ég hef fullan skilning á því að þessar konur láti fjarlægja brjóstin, ég hefði sjálf gert að ef ég bæri þetta gen (sem er í minni fjölskyldu) en ég er heppin og er sem betur fer ekki arfberi. Það er ekki eins og brjóst séu lífsnauðsynlegur líkamspartur sem við komumst ekki af án. Þar að auki er þá hægt að byggja upp ný brjóst ef konurnar kjósa það. Ég myndi allavega frekar kjósa að vera brjóstalaus og á lífi en að hafa brjóst í gröfinni!
Margrét (IP-tala skráð) 14.5.2013 kl. 11:20
Eruð þið ekki með náttúrulega geðlyf í boði?
Hallgeir Ellýjarson, 14.5.2013 kl. 11:51
Jóhann Ólafsson: "nei Margrét.. það eru 87% líkur á krabbameininu.." Jóhann þetta merkir að það eru aðeins 13% líkur á að hún sleppi... mun verri lífslíkur en ég hafði áttað mig á. Ég myndi ekki hika við að gera sama ef ég stæði frammi fyrir slíku - enda eru brjóstin ekki grundvallarþáttur í sjálfsmynd minni...
Margrét Jensína Þorvaldsdóttir (IP-tala skráð) 14.5.2013 kl. 12:06
það er ekki í lagi með þessa konu.. Ekki frekar en Margréti hér að ofan. það getur allt skeð. þú getur orðið fyrir bíl. Kannski best að vera þá ekki í umferðini? Ef þú drekkur vín þá aukast líkur á þessu og hinu um % bla bla.
þetta er fáránlegt bara. og þó konur fái krabba í brjóstin þá eru þær ekki dauðar er það?? Ertu ekki alveg í lagi Margrét?
óli (IP-tala skráð) 14.5.2013 kl. 13:44
Eins gott fyrir ykkur drengir mínir að við förum ekki almennt þessa leið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.5.2013 kl. 13:52
Jæja seigðu! þetta er bara alveg fáránlegt. þetta er líka held ég viðurkendur geðsjúkdómur.. Fólk sem óttast allt og reiknar út allar líkur á öllu. Ekki fljúga,ekki labba yfir brunnlok ekki gera hitt og ekki þetta því líkurnar á að drepast er sko 11% í þessu og 7,5% í hinu.
Enn best að fara að koma sér til læknis. Ég er með tvö eistu sem ég þarf að látta taka því að langa langa langa afi minn dó úr þannig krabba svo líkurnar eru 8,1% að ég drepist úr því;o)
óli (IP-tala skráð) 14.5.2013 kl. 13:58
Það er töluvert annað að reikna út líkurnar á að deyja í flugslysi, bílslysi etc miðað við 87% líkur á að fá brjóstkrabbamein. Notabene þá eru allar líkur á að þeir muni taka amk annað brjóstið.
Fyrst við erum líka að tala um heilnæmar meðferðir til að forðast krabbamein má benda á að það að fara í lyfjameðferð gegn krabbameini er örugglega það versta sem þú gerir líkama þínum(enda er verið að sprauta þig með eitri sem er auðvitað stílað á að drepa krabbameinið, en drepur því miður líka heilbrigðar frumur). Mér finnst því mjög rökrétt að fara í þessa aðgerð.
Ég vorkenni nú eiginlega konum ykkar sem myndi frekar veðja á 13% líkur á að konan sleppi en að lifa án brjósta þeirra, sannkölluð ást þar á bæ.
Gunnar T. (IP-tala skráð) 14.5.2013 kl. 14:13
Blessaður vertu ekki með þetta bull maður. það getur engin sagt neinum að það séu 87% líkur á að fá krabbamein! Ekki heldur í USA. Enn ég er nokkuð viss um að þú færð hljómgrunn fyrir þessa þvælu hjá feministafélaginu, held að þar sé líka e h karlahópur starfandi;o)
óli (IP-tala skráð) 14.5.2013 kl. 14:17
Óli jú það er í fínu lagi með mig en mér sýnist ekki alveg allt í lagi með þig frekar. Það er annað að það þekkist krabbamein í fjölskyldunni, að keyra bíl eða fara í flug, en að bera þekkt gen sem veldur því að konur fá krabbamein í fleiri tilfellum en færri OG stór hluti þeirra sem fær það deyja. Eins og ég sagði þá er BRCA cancer aggressívara mein en þetta "venjulega" og lífslíkurnar ekki eins góðar. Ef að þú hefur tækifæri á því að komast hjá því (að öllum líkindum) af hverju ekki að grípa það. Það er ekki eins og konur þurfi endilega að vera með brjóst. Þetta er ekki lífsnauðsynlegur líkamspartur og nýtist í raun ekki neitt eftir að kona er hætt að eignast börn.
Ég veit vel um hvað ég er að tala þar sem þetta gen er í minni fjölskyldu auk þess sem ég hef sinnt konum sem að hafa verið að berjast við krabba (bæði með eða án þessa gena) og þetta er ekkert grín eða lítið mál eins og Ólafur vill meina.
Það er samt alveg rétt að þð að greinast með krabbamein er í dag ekki eins slæmt í dag og það var áður og að það eru sem betur fer mjög góðar batahorfur hjá flestum sem greinast í dag EN það þýðir ekki að við eigum ekki að gera það sem við getum til að koma í veg fyrir að við veikjumst. (og það eru ákveðin mein sem eru erfiðari en önnur og sum eru enn í dag nánast algjörlega ólæknandi).
Margrét (IP-tala skráð) 14.5.2013 kl. 14:28
Athygliverðar umræður sem hér hafa skapast, þær hafa kennt mér margt um hve raunverulegur og öflugur hræðsluáróðurinn getur verið. Ég ítreka það sem ég einhverntíma minntist á í bloggi að á 100 árum höfum við farið frá því að fljúga spýtum og léreftsdúk nokkra metra í að fljúga hundruðum tonna heimsálfa á milli en samt er það besta sem td. krabbameins lækningar geta boðið upp á árið 2013 er að "Skera, geisla og eitra", það sama og gert var fyrir 100 árum.
Það er í raun mjög fróðlegt að skoða söguna þegar kemur að lyfjum og lækningum, þau eru nokkur lyfin sem FDA hefur samþykkt og nokkrum árum síðar tekið af markaði eftir að hafa valdið örkuml og dauða þúsunda einstaklinga. Öll þessi lyf voru "VÍSINDALEGA SÖNNUÐ" Hvað með Vioxx, eða "Thalidomide" lyfið sem gaf foreldrum handa og fótalaus börn vegna samspils gena og lyfja, eða bara Svínaflensubólusetningarnar sem enn er haldið að fólki á Íslandi. Þetta bóluefni er svo lélegt að það þurfti að setja lög sem banna lögsókn gegn framleiðandanum. Samhliða voru sett lög sem bönnuðu öllum öðrum en lyfjunum að lækna blessaða svínaflensuna, þú getur farið í steininn fyrir það eitt að nefna aðra lækningarleið. Hvað segja Finnar annars um þetta bóluefni? Finnar og fleirri þjóðir hafa haft þann manndóm í sér að banna notkun þess, en það höfum við ekki gert.
Að veifa vísindafánanum og heimta að fjöldinn lúti er að renna sitt skeið því einmitt þessi vísindi hafa höggvið svo þung högg í eigin stoðir að þau riða til falls.
Við erum öll með fullt að gölluðum genum sem sum hver hafa nafn og önnur ekki. Bara það að vísindin hafi greint gen, og komið með lausn sem felst í því að fjarlægja líkamspart "SKERA" þýðir ekki að það sé eina leiðin, að ekki sé til betri leið. Ef þetta er BESTA lausn læknavísindanna þá hélt ég að hver heilvita maður og kona sæju að þetta getur ekki verið ásættanleg lausn... eða hvað... er þetta ásættanleg lausn og þetta það besta sem læknavísindin geta gert?
Ég ítreka það sem ég áður sagði að: Sönn vísindi munu standa tímas tönn, en fölsk vísindi grafa öllum vísindum gröf!
Rebekka, já þetta er gullnáma, ég sagðist bara þekkja um 10 en sú manneskja sem nefndi töluna 400 meðferðir er ein þeirra sem hefur verið að raunverulega lækna fólk... og það með mataræðinu einu saman, lífrænu, ómenguðu, ósoðnu í djúsformi, skiptir ekki máli hvað genin heita, hvort afi hafði eistnakrabba eða neitt. Hún er 91 árs frá því í mars og enn vinnandi og hversvegna, vegna þess að hún lifir það sem hún kennir. Hún heitir Charlotte Gerson og hún er með eina leiðina til lækningar á krabbameini, þær eru fleirri og því leyfi ég mér, Margrét, að segja að krabbamein sé ekki mikið mál, þú þarft bara að fara einhverja aðra leið en að "Skera, geisla eða eitra" því þessar leiðir virka ekki, meira að segja læknar, einstaklingar sem læknað hafa sjálfa sig af krabba halda þessu fram og já ég trúi þeim frekar en niðurstöðum rannsókna lyfjarisanna.
Hallgeir Jónsson, þú trúlega veist að flest öll lyf eru upprunalega fengin úr náttúrunni. Það er til fjöldi jurta sem virka vel, jafnvel betur en pillur á geðræna sjúkdóma, nefnum t.d. Jónsmessurunna og þunglyndi en ekki bara þunglyndi kvíða og stress", en veistu, Jónsmessurunninn er bannaður og hví skyldi það vera, jú vegna þess að hin náttúrulega leið er allt í einu komin í samkeppni við lyfjaiðnaðinn og það vill sá síðarnefndi ekki.
Ólafur Einarsson, 14.5.2013 kl. 16:03
Skrýtið að þú talir um vísindalega staðreynd sem hræðsluáróður á meðan þú trúir að það séu til 400 leiðir til að lækna krabbamein sem lyfjafyrirtæki vita ekki um eða neita að rannsaka.
Unnar (IP-tala skráð) 14.5.2013 kl. 16:26
Sæll Ólafur,
Eftir að hafa séð tengdamóður mína deyja úr krabbameini sem byrjaði sem brjóstakrabbamein, meira en tuttugu árum áður en hún lést, þá skil ég vel að kona sem er í yfirgnæfandi hættu á að fá brjóstakrabbamein geri fyrirbyggjandi ráðstafanir. Fósturmóðir mín fékk legkrabbamein þegar hún var ung kona og fór í geislameðfer, sem þá voru margfalt hættulegri en nú. Krabbameinið hvarf og hún lifði til 85 ára aldurs.
Af því að þú minnist á Jónsmessurunna (John's wort) og þunglyndi, þá vil ég bara segja að John's Wort er ekki fyrir alla. Ég hef prófað það nokkrum sinnum fékk alveg skelfilegar martraðir meðan ég tók þetta og það gerði ekkert fyrir þunglyndið. Hef verið á "venjulegum" lyfjum síðustu 2 ár, sem hafa hjálpað gífurlega! Það getur verið að John's wort sé ekki leyft á Íslandi en hér er hægt að kaupa þetta í nánast hvaða verslun sem er.
Mér finnst alhæfingar um algóðar læknisaðferðir eða algóðar náttúrulegar aðferðir vera á villigötum. Vísindin breytast og þróast og fáar greinar breytast eins mikið og hratt og lækna og lyfjavísindi. Mikið af þeim lyfjum sem eru á markaði í dag eiga í raun rætur að rekja til plantna, sem framleiða efni sem hafa reynst vel við lækningum. T.d. eru lyfjafyrirtæki með leiðangra í Amazon dældinni til að finna plöntur, sem gæti innihaldið lausnina að lækningum á krabbameini og fjölda annarra sjúkdóma og eins rannsóknir á því hvernig frumbyggjar nota þær til lækninga. Náttúruleg lyf er stóriðnaður ekki síður en lyfjaiðnaður og mikið af honum er í meira lagi vafasamur.
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 14.5.2013 kl. 17:11
Já Unnar, ég hef tamið mér að horfa frekar á raunverulegar niðurstöður í líðan fólks og langlífi, langt fram yfir þann líftíma sem vestrænar lækningar gáfu fólki, en að horfa á niðurstöður lyfjarisanna. Endilega skoðaðu pólitíkina og gróðasjónamiðin bak við vestrænar lækningar. Í því sambandi er mjög fróðlegt að skoða stóra "R"-ið sem mikið er notað í vísindaniðurstöðum en þetta ERR stendur fyrir "Relative" eða afstæðar niðurstöður og undir þeim hatti er hægt að hagræða niðurstöðum á alla enda og kanta og láta fólk sem bara er að leita leiða til lífs fá þá fölsku mynd að einhver ný lyf virki miklu betur en gömlu lyfin.
Sem dæmi þá segjum við að gamla lyfið hjálpi 1 af 100 eða 1% en nýja lyfið hjálpar 2 af 100 eða 2% en í stað þess að kalla niðurstöðuna sínu rétta nafni og segja að nýja lyfið hjálpi 2% þá er talað um að nýja lyfið sé 100% ("R") áhrifa meira en hið gamla. Þetta er vissulega sannleikur en gefur hann rétta mynd?
Miðað við það "sláturhús" sem krabbameinslækningar eru í dag "Skurðaðgerð - geislun - eitrun" og ef ég væri að greinast með krabbamein þá mundi ég vilja vita að hér er einungis um "R"elativa tölu að ræða en ekki raunniðurstöðu.
Og þá aftur að náttúrulegum leiðum þá eru þær að virka margfalt betur í mínu lífi en hinar vestrænu gera í lífi vina og vandamanna. Eftir að ég tók heilsuna í mínar hendur, breytti um mataræði og gæti nú að öðrum mjög einföldum hlutum verð ég ekki lengur veikur af umgangspestum sem aðrir í kringum mig leggjast í, þess utan þá horfði ég á konuna kveljast í 10 ár af "ólæknandi" sjúkdómi samkvæmt vestrænum skilgreiningum og fá síðan lækningu á 30 dögum með náttúrulegri leið... það dugði mér til að sjá fáfræðina, mögulega lygina sem viðgengst í þessu vestræna sjúkdómakerfi.
Það er nefnilega lélegur business að lækna einhvern en það er góður business að halda honum á mörkum hins þolanlega í fjölda ára, með lyfjum.
Að lokum, "Doctor" stendur fyrir "fræðari" eða "kennari" og þekki ég marga sem standa þar fyllilega undir væntingum enda opið og vel menntað fólk, en margir "doktorar" í dag gera það ekki en beita þess í stað óhikað einu dýrasta lækningartæki sem fundið hefur verið upp, það kallast PENNI.
Ólafur Einarsson, 14.5.2013 kl. 17:16
Takk Arnór fyrir þitt innlegg, það sem ég held á lofti er það sem Charlotte Gerson kennir sem er að borða heilan ómengaðan, ómeðhöndlaðan, helst lifandi mat og líkaminn sér um sína lækningu sjálfur. Það kostar ekki meira og snýst um að vita hvað þú ert að gera þegar þú ert að velja matinn og matbúa hann.
Ólafur Einarsson, 14.5.2013 kl. 17:21
Hvað er að gerast? Þið eruð á við verstu samsæriskenningarmenn!
"ég þekki að vísu bara rétt rúmlega 10 en þær hafa dugað ágætlega þar sem þær hafa verið látnar í friði af stjórnvöldum."
Duga því stjórnvöld hafa ekki fiktað. Allt í lagi.
"sömu lyfjaframleiðendurnir eru tilbúnir að fjármagna rannsóknir á sínum eigin lyfjum... hversu hlutlaus ætli útkoman sé úr þeim rannsóknum?"
Endilega vill ég finna lyfjaframleiðanda sem er tilbúinn að uppfylla þeim fáranlega háu rannsóknarkröfum sem þarf til að gera lyf söluhæft á lyfi sem þeir eiga ekki. Þú ferð ekki í það ferli að uppfylla þessum kröfum fyrr en virkni er staðfest. Þessar fokdýru rannsóknir eru lokaskrefið. Skrefin þar á undan eru ekkert fokdýr og auðvelt að framkvæma. Læknar lyfið sjúkdóminn, nei eða já. Ef já, skoðum frekar.
"en er reynsla áratuga eða árhundruða náttúruleiðanna ekki raunsannari en hlutlægar vísindarannsóknir lyfjarisanna"
Okkar núverandi lyfjaiðnaður er náttúruleg þróun þessara gömlu aðferða. Hann er byggður upp á þessari reynslu. Það eru samt þessi skil í dag af einhverjum ástæðum þar sem vissir hópar af fólki halda að 'vísindi' hafa komið upp úr þurru en ekki þróast og bætt aðferðir sýnar frá einhverjum grunni. Þetta hefur alltaf verið um að lækna fólk frá dag eitt, við erum bara orðin töluvert betri í því en við vorum fyrir árhundruðum.
"hræðsluáróðurinn""Krabbamein er ekki svona stórt mál, nema vegna þess að þekking er bjöguð eða bæld."
Allt sem óli segir er einföld brjálun.
"samt er það besta sem td. krabbameins lækningar geta boðið upp á árið 2013 er að "Skera, geisla og eitra", það sama og gert var fyrir 100 árum."
"þau eru nokkur lyfin sem FDA hefur samþykkt og nokkrum árum síðar tekið af markaði eftir að hafa valdið örkuml og dauða þúsunda einstaklinga"
Já, það er alveg rétt að lyf hafa verið tekið af markað eftir að hafa verið samþykkt. Hliðaverkanir koma upp sem fundust ekki áður. Lyfið er enn gefið út eða tekið af markað meðan það er rannsakað eftir tilfellum. Ef hliðarverkanir eru sannaðar, ef þær eru of alvarlegar er lyfið tekið af markað. Hvar í þessu ferli liggur gallinn?
"Að veifa vísindafánanum og heimta að fjöldinn lúti er að renna sitt skeið því einmitt þessi vísindi hafa höggvið svo þung högg í eigin stoðir að þau riða til falls"
"þessi vísindi"
"Ef þetta er BESTA lausn læknavísindanna þá hélt ég að hver heilvita maður og kona sæju að þetta getur ekki verið ásættanleg lausn... eða hvað... er þetta ásættanleg lausn og þetta það besta sem læknavísindin geta gert?"
Já! Þetta er það besta sem vísindi geta gert, mjög ásættanlegt, sérstaklega í þessu tilviki þar sem hin útkoman er mest líklega dauði. Ólífsnauðsynlegir líkamsvefir eru fjarlægðir og gerviefni sem valda ekki krabbameini sett í staðinn, gerviefni ekki lífsnauðsynleg en við höfum talsverðar útlitskröfur í okkar samfélagi. Mjög gott. Kannski í framtíðinni getum við læknað genagallann. Og útlitskröfurnar.
"já þetta er gullnáma"
Sem engum dettur í hug að nýta sér greinilega. Þú getur ekki haldið að lyfjafyrirtæki hugsi aðeins um gróða ef þau hunsa fullkominn tækifæri til að græða pening fram yfir andstæðinga sem þeir eru í stöðugri samkeppni við.
Kári (IP-tala skráð) 14.5.2013 kl. 17:51
Kári minn, takk fyrir að koma með orðið "samsæri", mig minnir að það hafi verið fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands sem sagði eitthvað á þessa leið. Þegar farið er að hrópa "samsæri" þá eru kominn of nálægt sannleikanum.
Líttu á eftirfarandi myndir:
http://www.youtube.com/watch?v=gWLrfNJICeM
http://www.youtube.com/watch?v=0DYhyCu3DQY
Ólafur Einarsson, 14.5.2013 kl. 18:06
Er í sjokki yfir því að konur geri svona, langar því að deila þessu með ykkur:
The Biology of Belief - Bruce Lipton
In an 1876 letter to Moritz Wagner he wrote: "In my opinion, the greatest error which I have committed has been not allowing sufficient weight to the direct action of the environments, i.e., food, climate, etc., independently of natural selection... When I wrote the Origin, and for some years afterwards, I could find little good evidence of the direct action of the environment; now there is a large body of evidence." (Darwin, F 1888)
Unfortunately, Darwin's followers perceived that his return to Lamarckian "thinking" was a sign of Darwin's aging and now addled mind. Rather than following their master's revised vision, Darwinian evolutionists chose to remain more Darwinian than Darwin! The problem with the Darwinian underemphasise on the environment is that it led to an overemphasis on "nature" in the form of genetic determinism—the belief that genes "control" biology. This belief has not only led to a misallocation of research dollars, as I will argue in a later chapter, but, more importantly, it has changed the way we think about our lives. When you are convinced that genes control your life and you know that you had no say in which genes you were saddled with at conception, you have a good excuse to consider yourself a victim of heredity “Don't blame me for my work habits—it's not my fault that I've been procrastinating on my deadline . . . It's genetic!"
Since the dawning of the Age of Genetics, we have been programmed to accept that we are subservient to-the power of our genes. The world is filled with people who live in constant fear that, on some unsuspecting day, their genes are going to turn on them. Consider the masses of people who think they are ticking time bombs; they wait for cancer to explode in their lives as it exploded in the life of their mother or brother or sister or aunt or uncle. Millions of others attribute their failing health not to a combination of mental, physical, emotional, and spiritual causes but simply to the inadequacies of their body's biochemical mechanics. Are your kids unruly? Increasingly the first choice is to medicate these children to correct their "chemical imbalances" rather than fully grappling with what is going on in their bodies, minds, and spirits.
Of course there is no doubt that some diseases, like Huntington's a, beta thalassemia, and cystic fibrosis, can be blamed entirely Le faulty gene. But single-gene disorders affect less than two it of the population; the vast majority of people come into this world with genes that should enable them to live a happy and healthy life. The diseases that are today's scourges—diabetes, heart e, and cancer—short circuit a happy and healthy life. These diseases, however, are not the result of a single gene, but of complex interactions among multiple genes and environmental factors.
What about all those headlines trumpeting the discovery of a gene for everything from depression to schizophrenia? Read those articles closely and you'll see that behind the breathless headline ore sober truth. Scientists have linked lots of genes to lots of different diseases and traits, but scientists have rarely found that ne causes a trait or a disease. In the realm of human diseases, defective genes acting alone only account for about 2% of our total load. (Strohman 2003)
The confusion occurs when the media repeatedly distort the meaning of two words: correlation and causation. It's one thing to be linked to a disease; it's quite another to cause a disease, which implies a directing, controlling action. If I show you my keys and say that a particular key "controls" my car, you at first might think that makes sense because you know you need that key to turn on the ignition. But does the key actually "control" the car? If it did, you couldn't leave the key in the car alone because it might just borrow your car for a joy ride when you are not paying attention. In truth, the key is "correlated" with the control of the car; the person who turns the key actually controls the car. Specific genes are correlated with an organism's behaviour and characteristics. But these genes are not activated until something triggers them.
What activates genes? The answer was elegantly spelled out in 1990 in a paper entitled Metaphors and the Role of Genes and Development by H. F. Nijhout. (Nijhout 1990) Nijhout presents evidence that the notion that genes control biology has been so frequently repeated for such a long period of time that scientists have forgotten it is a hypothesis, not a truth. In reality, the idea that genes control biology is a supposition, which has never been proven and, in fact, has been undermined by the latest scientific research. Genetic control, argues Nijhout, has become a metaphor in our society. We want to believe that genetic engineers are the new medical magicians who can cure diseases and while they're at it create more Einsteins and Mozarts as well. But metaphor does not equate with scientific truth. Nijhout summarizes the truth: "When a gene product is needed, a signal from its environment, not an emergent property of the gene itself, activates expression of that gene." In other words, when it comes to genetic control, "It's the environment, stupid."
Other studies have found epigenetic mechanisms to be a factor in a variety of disease, including cancer, cardiovascular disease, and diabetes. In fact, only 5 percent of cancer and cardiovascular patients can attribute their disease directly to heredity. (Willett 2002; Silverman 2004) While the media made a big hoopla over the discovery of the BRCA1 and BRCA2 breast cancer genes, they failed to emphasize that ninety-five percent of breast cancers are not due to inherited genes. The malignancies in a significant number of cancer patients are derived from environmentally induced epigenetic alterations and not defective genes. (Kling 2003; Jones 2001; Seppa 2000; Baylin 1997) Recently, eminent scientist and physician Dean Ornish revealed that by just changing diet and lifestyle for 90 days, prostate cancer patients switched the activity of over 500 genes. Many of their gene changes inhibited biological processes critical in the formation of their tumors. (Ornish, et al 2008)
Ásgeir Jónsson (IP-tala skráð) 14.5.2013 kl. 22:04
Hérna á íslensku úr bókinni minni:
10.11 Eru sjúkdómar í genunum eða í umhverfinu?
Í framhaldi af kaflanum hérna á undan um krabbamein þá skulum við skoða aðeins nánar hvaða breytingar eru að eiga sér stað á sýn vísindamanna á ástæður helstu sjúkdóma sem herja á okkur í nútíma samfélagi.
Okkur er talin trú um allt mögulegt, allt frá því að við fæðumst. Það er speki í því þegar sagt er að, „við eigum ekki að óttast það sem við vitum EKKI, við eigum að óttast það sem við vitum en er ekki rétt!“ Eitt af því sem okkur hefur verið talin trú um er að ástæða flestra sjúkdóma sé í genunum okkar og að í raun liggi allir sjúkdómar í erfðamengi okkar og á einhverjum tímapunkti munir þú veikjast, burtséð frá lifnaðarháttum. Hver kannast ekki við að hafa heyrt fólk segja „það er krabbamein í ættinni hjá honum og fólkið hrynur niður“ og „það er gigt í ættinni minni og ég er í raun að bíða eftir að fá hana líka“. Helst má líkja sumu fólki við tifandi tímasprengjur þar sem það bíður hreinlega eftir því að fá þá sjúkdóma sem það telur vera í sinni ætt eða ætti maður að segja erfðamenginu? Eitt að því versta sem fólk lendir í er að nota genin sín sem afsökun fyrir hinu og þessu. Það lítur á sig sem fórnarlömb þeirra gena sem það hefur erft. Það segir sem svo “ekki kenna mér um mín vinnubrögð því það er í genunum mínum að vera með frestunaráráttu“ eða það segir „það er ekki mér að kenna að ég er feitur því það eru allir feitir í fjöldskyldunni þar sem þetta er í genunum“. Hvað ef þetta er ekki rétt? Læknirinn Deepak Chopra talar um að þetta sé í raun algerlega búið að snúast við á seinustu 30 árum eða svo. Þegar hann var í læknisnámi var þeim kennt að orsakir krabbameins væri 90% í genunum og 10% í umhverfinu. Núna er vaxandi hópur vísindamanna sem trúir því að þetta sé öfugt og að í raun sé bara um 10% orsaka krabbameins að finna í genunum en 90% í umhverfinu. Þetta hljóta að vera frábærar fréttir fyrir marga. Reyndar vilja sumir vísindamenn miða við 95% frá umhverfinu og 5% frá genunum!
Skoðum þetta aðeins nánar. Í bók Bruce H Lipton, „Biology of Belief“ segir t.d. um krabbamein: „Rétt um 5% af krabbameini er af völdum “gallaðra” gena“. Mikið fjölmiðlafár varð þegar vísindamenn tilkynntu að þeir hefðu einangrað gen sem talið var valda brjóstakrabbameini, gen sem voru kölluð BRCA1 og BRCA2! Fjölmiðlum láðist hinsvegar að geta þess að 95% tilfella brjóstakrabbameins eru EKKI háð þessum genum!
En hvaða utanaðkomandi þætti er verið að vísa í varðandi áhrif á genin okkar? Það er ekkert nýtt undir sólinni og óþarfi að fara nákvæmlega ofan í það. Í grunninn er þó verið að tala um offitu, skort á hreyfingu, lélegt mataræði, stress, reykingar, ofnotkun á áfengi og það að verða fyrir mikilli UV geislun sem veldur húðkrabbameini. Er þetta ekki eitthvað sem maður hefur heyrt áður?
En hvað, eru þetta ný vísindi? Í raun ekki. Charles Darwin sagði í bréfi til Moritz Wagner rituðu 1876 að hans stærstu mistök við ritun „Uppruna tegundanna“ hafi verið að setja ekki nægjanlegt vægi á áhrif umhverfisins á gen okkar. Í raun hefur það nefnilega aldrei verið sannað að sjúkdómar okkar liggi í genunum, það hefur einungis verið tilgáta. Þessi tilgáta hefur verið mjög lífseig, enda verið lengi við líði og eru því margir, þar með taldir vísindamenn farnir að trúa að það sé búið að sanna hana.
Nú er ekki verið að segja að það séu ekki til sjúkdómar sem séu af stærstum hluta vegna gena okkar. Þeir eru til og sem dæmi er talið að hvítblæði meðal barna sé ríkt í genunum. Síðan má nefna sjúkdóma eins og Huntington's, Beta Thalassemia, og Cystic Fibrosis. Nú veit ég í grunninn ekkert meira en þú lesandi góður um gen og sjúkdóma. Ég kann hins vegar að lesa og kynna mér efni sem vekur áhuga minn. Því vil ég segja við þig lesandi góður að ef þú ert vantrúaður á það sem ég er að setja hérna fram þá skalt þú kynna þér þetta og taka síðan þína eigin afstöðu. Mínar heimildir um þetta efni eru mest frá þremur aðilum, Dr. Deepak Chopra, Bruce Lipton PhD, höfundi bókarinnar “The Biology of Belief” og síðan rannsóknir Richard Strohman C. PhD frá árinu 2003. Richard hefur meðal annars starfað sem prófessor við Department of Molecular and Cell Biology, University of California, Berkeley.
Ásgeir Jónsson (IP-tala skráð) 14.5.2013 kl. 22:20
http://www.quackwatch.com/01QuackeryRelatedTopics/Cancer/day.html
Þessi síða fer djúpt í mál Dr. Lorraine Day. Þessi kona er algjörlega ótrúverðug í frásögn, og neitar að gefa út skýrslurnar sem segja til um krabbameinið í heild sinni og hvort skurðaðgerðin til að fjarlægja það hafi tekist að fullu.
Í öðrum orðum er engin staðfesting til staðar á því að hún hafi enn haft krabbamein eftir að hún gekk undir hnífinn og meinið var skorið í burtu. Eina sem er til staðar er hennar eigin frásögn eftir aðgerðina. Hún tekur frekari fyrirspurnum um þessar skýrslur illa, og neitar enn að gefa þær út í heild. Það er hennar réttur að halda slíkum upplýsingum fyrir sjálfan sig, en það grefur gífurlega undan hennar frásögn.
Þegar ég skoða fyrri verk hennar er ég ekki hissa að hún skuli ekki lengur starfa á spítala. Ekki vildi ég hafa yfirskurðlækni á vöðvaskurðdeild sem er hættur að framkvæma skurðaðgerðir af ótta við alnæmi, heldur að mjólk brjóti niður bein, lyf lækna ekki sjúkdóma og heldur uppi sinni eigin sölulínu af lyfjum og meðulum. Spurning hvort henni hafi einfaldlega verið boðið að hætta með reisn. Og nú talar hún um krabbamein, þó hennar formlega menntun eru vöðvaskurðaðgerðir.
Bara Jesús Kristur maður, hennar máli er lokað.
Skemmtilegur biti sem tekur saman nokkrar staðreyndir sem Day hefur gefið frá sér:
Ég ætla að vona að einn daginn finni ég sannleika betri en þennan, annars máttu setja mig á geðveikrarhæli, hvað sem ég mótmæli. Prófaðu þennan sannleika, ef það lítur út fyrir að vera of gott til að vera satt, er það líklega of gott til að vera satt. Day málar upp raunveruleika uppfullan af slæmum andstæðingum, földum sannleikum og spennandi lausnum. Alltof skemmtilegt. Raunveruleikinn er yfirleitt miklu 'raunverulegri'.
Kári (IP-tala skráð) 14.5.2013 kl. 22:26
Fólk sem hefur lifað heilbrigðu líferni allt sitt líf hefur látist úr öllum andskotanum langt fyrir aldur fram svo þessi vitleysa að heilbrigt líferni eitt og sér muni koma þér undan sjúkdómum er bull og vitleysa algjörlega.
Þegar búið er að finna út að ákveðin gen hafa ákveðnar horfur á að fá ákveðinn sjúkdóm þá er auðvitað lítið annað en að reyna að bregðast við og berjast gegn því að fá þann sjúkdóm, sbr, ef þú hefðir miklar líkur á að fá hjartaáfall, miðað við rannsóknir, myndirðu ekki gera eitthvað í því? Það að kona lætur fjarlægja brjóst sín er jú andskotinn mjög öfgafull aðgerð, en engu að síður hennar kostur... en miðað við 85% líkur á krabbameininu þá skil ég hana bara helvíti vel.
Ég meina, ef þú fengir að heyra frá lækninum þínum að þú hefðir 85% líkur að fá krabbamein í eistun, sem eru helvíti miklar líkur, og hvað þá ef faðir þinn hefði látist úr krabbameini í eistum, þá held ég þú myndir nú örugglega hugsa valmöguleikann að láta fjarlægja þau og lifa en að taka 15% líkur, því hverjar væru lífslíkurnar ef þú yrðir greindur?
Þetta er skrýtið mál, sem ég held að enginn skilji nema hann standi frammi fyrir þessum vanda svo ég held að fólk ætti bara að halda sér saman.
ViceRoy, 14.5.2013 kl. 22:30
Takk fyrir þetta Ásgeir.
Ég sé að við erum með einn eða tvo lækna eða lyfjafræðinga á línunni, sorgin er að þeir þora sjaldnast að koma fram undir nafni.
Að vitna í "quackwatch" er svolítið athyglivert, hversvegna, jú eitt sinn þvældist ég um þessa síðu og aðrar slíkar í leit að varnaðarorðum um eitthvað af þeim fjölmörgu stórhættulegu lyfjum sem almenningi hafa verið seld með hörmulegum afleiðingum en ég fann ekki stafkrók um þessi lyf, jafnvel þótt þau hafi skaðað fjölda fólks og skiptir hundruðum þúsunda. Þetta segir mér bara eitt, hér er um enn eitt áróðursverkfæri lyfjafyrirtækja að ræða og því engan vegin hlutlaus umfjöllun og því varla mark takandi á. Ég treysti þeim a.m.k. ekki til að hagræða ekki sannleikanum, jafnvel búa til nýjan.
Ólafur Einarsson, 14.5.2013 kl. 23:03
það eru engin takmörk fyrir þeirri þvælu sem kemur frá USA. Nú er ég ekki læknir eða sérfræðingur, enn ég veit þó það að læknar eru ekki amk ekki í neinu siðmenntuðu landi öðru enn kannski USA að setja framm e h þvælu um að þessi eða hinn séu með 87% líkur á að fá krabba. Hvernig fá þeir svo þá tölu td það er 87% enn ekki td 86% eða 88%?? Bara bull og þvæla. Margétt hér hefur sint konum með krabba já? Ert þú læknir eða hjúkrunarfræðingur? Eða kannski bara e h svona Google sérfræðingur?
óli (IP-tala skráð) 15.5.2013 kl. 01:13
Guð minn góður, ég missi nú bara trúna á mannkyninu við að lesa sum þessi komment hér að ofan! Þá sér í lagi frá þér "óli". Án þess að þekkja þig neitt, þá dreg ég þá ályktun af þínum skrifum að þú sért í hópi þeirra allra greindarskertustu einstaklinga í þessu samfélagi. Ekki nóg með það að þú ert sjálfum þér til háborinnar skammar með þínum skrifum, heldur berð þú greinilega enga virðingu fyrir þeim fjölmörgu mannslífum sem hafa bjargast með nýjustu tækni frá þessum hræðilega sjúkdómi og börnum, foreldrum, vinum og öðrum nákomnum aðstandendum þeirra.
Annars lærði ég það fyrir mörgum árum að það er gjörsamlega tilgangslaust að rökræða við fólk sem aðhyllist kukl og önnur gervivísindi um hina vísindalegu aðferð - þannig ég ætla ekki að gera það. Hins vegar verð ég spyrja greinarhöfund að því hvernig "áhugamaður um heilsufrelsi" geti hneykslast svona á því hvernig bandarískt leikkona bregst við niðurstöðum vísindalegra rannsókna? Ertu kannski bara áhugamaður um heilsufrelsi þeirra sem eru sammála þér?
Atli Bjarnason (IP-tala skráð) 15.5.2013 kl. 02:58
Jæja nú kraumar heldur betur í pottinum. Óháð öllum athugasemdum, sem sumar eru full orðmiklar, þá efast ég um heilindi Ólafs Einarssonar þar sem hann segist vera "Áhugamaður um almennt heilsufrelsi. Valfrelsið er okkar stærsta gjöf, notum það!" Angelina Jolie telur, eftir rannsóknir og væntanlega viðræður við sína lækna, að heilsu hennar sé best gætt með þessarri aðgerð. Hún hefur frelsi til að velja samvæmt sínum skoðunum um heilsu, hún nýtir valfrelsi sitt og við verðum að virða það. Ef Ólafur E. er ósáttur við það, þá verður hann að breyta fyrirsög á forsíðu hjá sé, annars er öll umsögn hans gjörsamlega ómarktæk. Það er aumkunarvert að slá um sig með flottum frösum en hrauna svo yfir fólk sem nýtir sér þþað sem þú boðar með frösunum.
Kjartan (IP-tala skráð) 15.5.2013 kl. 11:11
Já Kjartan, ekki ætla ég að banna Angelinu Jolie að gera það sem hún velur að gera, né neinum öðrum að breyta að sínum vilja. Á sama tíma hef ég fullan rétt á að blöskra það sem mér finnst fara út fyrir öll velsæmis mörk og verð í því sambandi að spyrja mig hverjir eru kuklarar, þeir sem aðhyllast það að náttúran sé mun hæfari til að lækna og laga eða vísindin með sínar skurðaðgerðir, geislanir og eiturlyf.
Fyrir einhverju síðan var það mjög algengt svar læknavísindanna við sálarerfiðleikum kvenna að að setja þær í legnám (hysterectomy) þessi faraldur er aflagður og lyf notuð í staðin en allt þetta tímabil og enn í dag hafa verið til jurtir sem mæta þessum einkennum/vandamálum ágætlega.
Fyrir nokkrum áratugum þótti það sjálfsagt að láta fjarlægja úr sér allar tennur og fá falskar í þeirra stað, þetta telst til undantekninga í dag.
Fyrir nokkrum árum voru settar silfurfyllingar í allar tennur en þetta er að mestu aflagt vegna eituráhrifa á líkamann.
Í dag eru brjóst fjarlægð af konum vegna genagalla... hvenær verður þetta aflagt því menn átta sig á að þetta er ekki besta leiðin, og að til er betri leið veit ég ekki.
Heilsufrelsi snýst um að allir fái óheftan aðgang að öllum lækningarleiðum sem fyrirfinnast, hvort þær eru vestrænar lækningar eða leiðir náttúrunnar það á að gilda einu... en þannig er það ekki í dag og þar stýra peningar ferð, ekki vegferð og frelsi fólksins.
Að lokum, þetta hefur verið mjög fróðlegt og upplýsandi lesning sem sett hefur verið niður hér undir þessa færslu mína, takk fyrir og lifið heil.
Ólafur Einarsson, 15.5.2013 kl. 13:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.